Það var vitað fyrir bardagann að það yrði tæpt hvort að Kavanagh myndi ná í tæka tíð og nokkrum tímum fyrir var það ljóst að hann myndi ekki komast. Gunnar keppti því við Leon Edwards án þjálfara síns en flestir ættu að vita hvernig sá bardagi fór.
Kavanagh var mættur á Twitter fljótlega eftir bardagann til að tala um málið og tap Gunnars.
„Mér líður ömurlega yfir því að hafa ekki verið til staðar fyrir Gunnar í kvöld, seinkunin í Hong Kong drap þetta,“ byrjaði Kavanagh á að segja.
„En til hamingju Leon, ég veit að Gunnar var í frábæru formi og náði góðri stöðu strax í fyrstu lotu. Þessi kappi er alvöru bardagamaður, það er ljóst.“
Sick I wasn't there for Gunni tonight. Delay in Hong Kong killed me. Congratulations to Leon, I know gunni was in excellent shape and had good positions in the 1st. Hes the real deal for sure. #UFCLondon
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) March 16, 2019