Gunnar Nelson: Þetta er glatað Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar 17. mars 2019 00:01 Gunnar eftr bardagann í kvöld. Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. „Þetta er glatað. Ég var bara allt of hægur af stað. Leyfði honum líka að ná þessum olnbogum í „clinchinu“ en hann er mjög góður í því. Ég held að hann hafi unnið bardagann á því. Þetta telur,“ segir Gunnar en hann var í frábærri stöðu í lok bardagans en hafði ekki nægan tíma til þess að vinna úr henni. „Það hefði verið gaman að fá aðeins meiri tíma í endann. Hann var kominn í helvíti slæma stöðu en spilaði þetta safe. Það tekur tíma að mýkja menn niður og hann vissi að það var lítið eftir. Hann gat bara spennt handleggina af alefli og haldið út lotuna. Þetta var vel spilað hjá honum.“ Fyrsta lotan byrjaði mjög vel hjá Gunnar sem náði Leon niður en missti hann úr netinu. Í kjölfarið náði Bretinn að skella Gunnari í gólfið. „Ég næ honum niður og hann nær að lenda við búrið. Er mjög ferskur og nær að sprikla upp. Það getur verið að ég hafi verið aðeins of latur þar við að vera agressívur. Hann var fínn við búrið. Góður að verjast og mér leið eins og þurfti að veðra hann aðeins til. Ég náði því ekki nógu vel á þessum 15 mínútum.“Gunnar þjarmar að Edwards í kvöld.vísir/gettyGunnar var kýldur niður af föstum olnboga í annarri lotu og Edwards náði þungum höggum í kjölfarið. „Mér leið vel er ég lenti. Var ekkert vankaður. Missti mátt bara í smá stund. Auðvitað skoraði það stórt fyrir hann. Það var ekki því að kenna að ég stóð mig ekki betur en raunin varð í kjölfarið,“ segir Gunnar en eftir að hafa hugsað málið nokkuð var hann sammála því að Edwards hefði líklega unnið tvær lotur en hann eina. Gunnar segir að andstæðingur hans að þessu sinni hafi verið mjög góður þó svo okkar maður hafi viljað gera meira. „Hann var mjög góður og spilaði þetta vel. Það er helling sem ég hefði átt að gera betur. Ég hefði átt að sækja meira á hann og vera agressívari. Ég hélt samt ég myndi grípa hann einhvern tímann er hann kæmi inn. Það hægðist á honum í endann og hann var lúinn er ég tók hann niður í lokin,“ segir Gunnar en hvað gerist núna hjá honum? „Þetta er skref til baka og það er glatað.“Klippa: Gunnar eftir bardagann gegn Leom Edwards MMA Tengdar fréttir Svona var bardagakvöldið í London Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London. 16. mars 2019 23:00 Gunnar tapaði með minnsta mun eftir dómaraúrskurð Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards á bardagakvöldinu í UFC í London í kvöld eftir dómaraákvörðun með minnsta mun. 16. mars 2019 22:41 Twitter eftir tap Gunnars: Hvernig lifði hann þetta af? Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards eftir dómaraúrskurð á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Íslenska þjóðin fylgdist vel með Gunnari að vanda. 16. mars 2019 22:55 Masvidal réðst á Edwards baksviðs Ótrúleg uppákoma eftir bardagakvöld UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 23:54 Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Leon Edwards var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson sem hann vann á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 22:57 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. „Þetta er glatað. Ég var bara allt of hægur af stað. Leyfði honum líka að ná þessum olnbogum í „clinchinu“ en hann er mjög góður í því. Ég held að hann hafi unnið bardagann á því. Þetta telur,“ segir Gunnar en hann var í frábærri stöðu í lok bardagans en hafði ekki nægan tíma til þess að vinna úr henni. „Það hefði verið gaman að fá aðeins meiri tíma í endann. Hann var kominn í helvíti slæma stöðu en spilaði þetta safe. Það tekur tíma að mýkja menn niður og hann vissi að það var lítið eftir. Hann gat bara spennt handleggina af alefli og haldið út lotuna. Þetta var vel spilað hjá honum.“ Fyrsta lotan byrjaði mjög vel hjá Gunnar sem náði Leon niður en missti hann úr netinu. Í kjölfarið náði Bretinn að skella Gunnari í gólfið. „Ég næ honum niður og hann nær að lenda við búrið. Er mjög ferskur og nær að sprikla upp. Það getur verið að ég hafi verið aðeins of latur þar við að vera agressívur. Hann var fínn við búrið. Góður að verjast og mér leið eins og þurfti að veðra hann aðeins til. Ég náði því ekki nógu vel á þessum 15 mínútum.“Gunnar þjarmar að Edwards í kvöld.vísir/gettyGunnar var kýldur niður af föstum olnboga í annarri lotu og Edwards náði þungum höggum í kjölfarið. „Mér leið vel er ég lenti. Var ekkert vankaður. Missti mátt bara í smá stund. Auðvitað skoraði það stórt fyrir hann. Það var ekki því að kenna að ég stóð mig ekki betur en raunin varð í kjölfarið,“ segir Gunnar en eftir að hafa hugsað málið nokkuð var hann sammála því að Edwards hefði líklega unnið tvær lotur en hann eina. Gunnar segir að andstæðingur hans að þessu sinni hafi verið mjög góður þó svo okkar maður hafi viljað gera meira. „Hann var mjög góður og spilaði þetta vel. Það er helling sem ég hefði átt að gera betur. Ég hefði átt að sækja meira á hann og vera agressívari. Ég hélt samt ég myndi grípa hann einhvern tímann er hann kæmi inn. Það hægðist á honum í endann og hann var lúinn er ég tók hann niður í lokin,“ segir Gunnar en hvað gerist núna hjá honum? „Þetta er skref til baka og það er glatað.“Klippa: Gunnar eftir bardagann gegn Leom Edwards
MMA Tengdar fréttir Svona var bardagakvöldið í London Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London. 16. mars 2019 23:00 Gunnar tapaði með minnsta mun eftir dómaraúrskurð Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards á bardagakvöldinu í UFC í London í kvöld eftir dómaraákvörðun með minnsta mun. 16. mars 2019 22:41 Twitter eftir tap Gunnars: Hvernig lifði hann þetta af? Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards eftir dómaraúrskurð á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Íslenska þjóðin fylgdist vel með Gunnari að vanda. 16. mars 2019 22:55 Masvidal réðst á Edwards baksviðs Ótrúleg uppákoma eftir bardagakvöld UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 23:54 Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Leon Edwards var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson sem hann vann á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 22:57 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Svona var bardagakvöldið í London Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London. 16. mars 2019 23:00
Gunnar tapaði með minnsta mun eftir dómaraúrskurð Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards á bardagakvöldinu í UFC í London í kvöld eftir dómaraákvörðun með minnsta mun. 16. mars 2019 22:41
Twitter eftir tap Gunnars: Hvernig lifði hann þetta af? Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards eftir dómaraúrskurð á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Íslenska þjóðin fylgdist vel með Gunnari að vanda. 16. mars 2019 22:55
Masvidal réðst á Edwards baksviðs Ótrúleg uppákoma eftir bardagakvöld UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 23:54
Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Leon Edwards var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson sem hann vann á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 22:57