„Dettur helst í hug að öllum sé sama um okkur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. mars 2019 20:30 Samstöðufundurinn fór fram á Austurvelli í dag Vísir/Hjalti Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast meðþeim að samningaborðinu. Á samstöðufundi á Austurvelli í dag gafst fólki kostur á að kynnast aðstæðum hælisleitenda og setja sig í spor þeirra. Þeir sem mótmælt hafa aðstæðum hælisleitenda hér á landi hafa nú sofið úti á Austurvelli í fimm nætur. Mótmælendur hafa sett fram kröfur í fimm liðum sem beint er til íslenskra stjórnvalda og ætla þeir ekki að yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast niður meðþeim að samningaborðinu og ræða kröfur þeirra.Hafið þið heyrt frá yfirvöldum?„Nei, við höfum ekkert heyrt en við erum vongóð um að þau bregðist við eftir helgi. Það er ekki hægt að láta þá sofa úti mikið lengur. Það er kalt hérna og hér fer illa um þá, menn eru að veikjast,“ sagði Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona No Borders. Aimal Faizi er einn þeirra sem hefur sofið undir berum himni á Austurvelli síðastlðinar fjórar nætur. Hann er hræddastur um að verða sendur afur heim til Afghanistan „Já, við erum mjög hræddir og ég vona að við fáum fljótt einhverja niðurstöðu frá ríkisstjórninni eða Alþingi. Ef þeir flytja mig til Belgíu hef ég miklar áhyggjur því ég fæ ekki að vera þar. Eftir klukkutíma yrði ég sendur til Afganistan þar sem geisað hefur stríðí 14 ár,“ sagði Aimal Faizi, hælisleitandi. „Fólk hefur komið við alla daga. Kíkt við með matargjafir og hlý föt. Fólk hefur opnað heimili sín til að hleypa mönnum inn í sturtu og til að hvíla sig á kuldanum. Þannig það er ofboðslegur meðbyr í samfélaginu og við erum þakklát fyrir það,“ sagði Eyrún Ólöf. „Ég er ekki úrkula vonar en ég velti því fyrir mér af hverju enginn kemur og talar við okkur og af hverju við fáum engin svör frá ríkisstjórninni, þeirra hlið. Mér dettur helst í hug aðöllum sé sama um okkur og líf okkar,“ sagði Milad Waskout, hælisleitandi. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast meðþeim að samningaborðinu. Á samstöðufundi á Austurvelli í dag gafst fólki kostur á að kynnast aðstæðum hælisleitenda og setja sig í spor þeirra. Þeir sem mótmælt hafa aðstæðum hælisleitenda hér á landi hafa nú sofið úti á Austurvelli í fimm nætur. Mótmælendur hafa sett fram kröfur í fimm liðum sem beint er til íslenskra stjórnvalda og ætla þeir ekki að yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast niður meðþeim að samningaborðinu og ræða kröfur þeirra.Hafið þið heyrt frá yfirvöldum?„Nei, við höfum ekkert heyrt en við erum vongóð um að þau bregðist við eftir helgi. Það er ekki hægt að láta þá sofa úti mikið lengur. Það er kalt hérna og hér fer illa um þá, menn eru að veikjast,“ sagði Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona No Borders. Aimal Faizi er einn þeirra sem hefur sofið undir berum himni á Austurvelli síðastlðinar fjórar nætur. Hann er hræddastur um að verða sendur afur heim til Afghanistan „Já, við erum mjög hræddir og ég vona að við fáum fljótt einhverja niðurstöðu frá ríkisstjórninni eða Alþingi. Ef þeir flytja mig til Belgíu hef ég miklar áhyggjur því ég fæ ekki að vera þar. Eftir klukkutíma yrði ég sendur til Afganistan þar sem geisað hefur stríðí 14 ár,“ sagði Aimal Faizi, hælisleitandi. „Fólk hefur komið við alla daga. Kíkt við með matargjafir og hlý föt. Fólk hefur opnað heimili sín til að hleypa mönnum inn í sturtu og til að hvíla sig á kuldanum. Þannig það er ofboðslegur meðbyr í samfélaginu og við erum þakklát fyrir það,“ sagði Eyrún Ólöf. „Ég er ekki úrkula vonar en ég velti því fyrir mér af hverju enginn kemur og talar við okkur og af hverju við fáum engin svör frá ríkisstjórninni, þeirra hlið. Mér dettur helst í hug aðöllum sé sama um okkur og líf okkar,“ sagði Milad Waskout, hælisleitandi.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37