Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg báru sigur úr býtum gegn Hannover eftir endurkomu á lokamínútunum í leiknum.
Alfreð var að sjálfsögðu á sínum stað í byrjunarliði Augsburg í dag. Það var Hendrik Weydandt sem kom Hannover yfir strax á áttundu mínútu og var staðan 1-0 í hálfleiknum.
Á 59. mínútu var Alfreð tekinn af velli eftir að hafa ekki náð sér nægilega vel á strik og inná fyrir hann kom Sergio Cordova. Það tók ekki Cordova langan tíma að setja mark sitt á leikinn en það gerði hann á 66. mínútu og jafnaði þar metin við Augsburg.
Það var síðan á 78. mínútu þar sem Augsburg náði forystunni en þá var það Jonathan Schmid sem skoraði. Andre Hahn batt síðan endahnútin á sigur Augsburg með marki á 86. mínútu.
Eftir leikinn er Augsburg í fjórtánda sæti deildarinnar með 25 stig.
Sigur hjá Alfreð og félögum
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn
