Klár vilji ráðherrans að áfrýja Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. mars 2019 06:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýr dómsmálaráðherra, ræðir við fjölmiðla á tröppunum á Bessastöðum fyrir ríkisráðsfund í gær. vísir/vilhelm Að mati Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, nýs dómsmálaráðherra, er mikilvægt að áfrýja dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), en líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir MDE, þegar Sigríður Á. Andersen skipaði dómara við Landsrétt. Þórdís segir ákvörðun um áfrýjun undir sér komna. „Sú ákvörðun að áfrýja dómnum hefur auðvitað verið til skoðunar síðan dómurinn birtist á miðvikudag. En það er klár vilji minn að við áfrýjum. Þarna undir eru svo miklir hagsmunir að ég tel það nauðsynlegt," segir Þórdís, sem tekur formlega við lyklum að ráðuneyti dómsmála í dag, eftir afsögn Sigríðar. „Þetta er fordæmalaus niðurstaða," segir Þórdís. „Dómurinn er klofinn og að mínu viti kemur fram slík gagnrýni í minnihlutaálitinu að það er eðlilegt að láta á það reyna á æðra dómstigi MDE." Hún segir þó mikilvægt að stigið sé varlega til jarðar til að passa upp á gildi þrígreiningar ríkisvalds. „Málið varðar eina af grunnstoðum samfélagsins, réttarkerfið okkar. Það er lykilatriði að sé stigið varlega til jarðar þegar kemur að því að freista þess að löggjafar- og framkvæmdavaldið skýri stöðu mála hraðar. Huga þarf að því að ekki verði aukið við réttaróvissu og að leyst verði úr málum af yfirvegun," útskýrir Þórdís. Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins, en ákveðið var að fresta öllum dómsmálum út vikuna eftir að dómur barst. Heimildir blaðsins herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til þeirra fjögurra dómara sem niðurstaða MDE tekur til. Enn frekar herma heimildir blaðsins að Þórdís muni eingöngu sinna embætti dómsmálaráðherra þar til Landsréttarmálið er komið í farveg. Eftir þann tíma sé helst litið til tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þess að taka við ráðuneytinu, annars vegar ritara flokksins og formanns utanríkismálanefndar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, og hins vegar þingflokksformannsins Birgis Ármannssonar. Birgir og Áslaug eru menntaðir lögfræðingar og njóta bæði trausts innan flokksins. Áslaug hefur, þrátt fyrir ungan aldur, staðið sig vel í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki innan flokksins. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Að mati Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, nýs dómsmálaráðherra, er mikilvægt að áfrýja dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), en líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir MDE, þegar Sigríður Á. Andersen skipaði dómara við Landsrétt. Þórdís segir ákvörðun um áfrýjun undir sér komna. „Sú ákvörðun að áfrýja dómnum hefur auðvitað verið til skoðunar síðan dómurinn birtist á miðvikudag. En það er klár vilji minn að við áfrýjum. Þarna undir eru svo miklir hagsmunir að ég tel það nauðsynlegt," segir Þórdís, sem tekur formlega við lyklum að ráðuneyti dómsmála í dag, eftir afsögn Sigríðar. „Þetta er fordæmalaus niðurstaða," segir Þórdís. „Dómurinn er klofinn og að mínu viti kemur fram slík gagnrýni í minnihlutaálitinu að það er eðlilegt að láta á það reyna á æðra dómstigi MDE." Hún segir þó mikilvægt að stigið sé varlega til jarðar til að passa upp á gildi þrígreiningar ríkisvalds. „Málið varðar eina af grunnstoðum samfélagsins, réttarkerfið okkar. Það er lykilatriði að sé stigið varlega til jarðar þegar kemur að því að freista þess að löggjafar- og framkvæmdavaldið skýri stöðu mála hraðar. Huga þarf að því að ekki verði aukið við réttaróvissu og að leyst verði úr málum af yfirvegun," útskýrir Þórdís. Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins, en ákveðið var að fresta öllum dómsmálum út vikuna eftir að dómur barst. Heimildir blaðsins herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til þeirra fjögurra dómara sem niðurstaða MDE tekur til. Enn frekar herma heimildir blaðsins að Þórdís muni eingöngu sinna embætti dómsmálaráðherra þar til Landsréttarmálið er komið í farveg. Eftir þann tíma sé helst litið til tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þess að taka við ráðuneytinu, annars vegar ritara flokksins og formanns utanríkismálanefndar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, og hins vegar þingflokksformannsins Birgis Ármannssonar. Birgir og Áslaug eru menntaðir lögfræðingar og njóta bæði trausts innan flokksins. Áslaug hefur, þrátt fyrir ungan aldur, staðið sig vel í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki innan flokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira