Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. mars 2019 06:15 Landsréttur. Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. Heimildir herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til dómaranna fjögurra sem niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu tekur til. Því muni aðeins ellefu dómarar starfa við réttinn að sinni. Með vísan til grunnreglu um sjálfstæði dómsvaldsins verða mál sem hefur verið úthlutað til dómara ekki tekin af honum nema að hans frumkvæði. Fjórmenningarnir þurfa því að ákveða hvort þeir segi sig frá þeim málum sem þeir hafa þegar fengið til meðferðar á meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu málsins verði því vísað til yfirdeildar MDE. Forseti Landsréttar úthlutar málum til dómara. Hans hlutverk er að ákveða hvort þeir fái ný mál. Ráðherra eða löggjafinn þarf svo að greiða úr óvissu sem ríkir um stöðu dómaranna fjögurra. Verði óskað eftir endurskoðun yfirdeildar MDE á málinu kemur einnig til greina að setja fjóra nýja dómara við réttinn tímabundið, sem dómstólalög heimila í brýnni nauðsyn. Ráðherra myndi þá setja dómara að fenginni tillögu hæfisnefndar. Auglýsa þyrfti slík embætti ef setja á dómara til lengri tíma en sex mánaða. Meira en ár geti verið til endanlegs dóms frá Strassborg, verði ákveðið að óska eftir endurskoðun. Verði hins vegar ákveðið að una dóminum þarf að gera breytingar á skipun Landsréttar. Ætla verður að löggjafinn þurfi að koma að því verkefni enda verður dómurunum fjórum ekki vísað úr embætti nema með dómi. Örðugt er að sjá á hvaða grundvelli mál gegn þeim yrði. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja mögulegt að leggja stöður þeirra niður með lögum, setja þær svo í lög á ný og hefja skipunarferli að nýju. Önnur leið væri að kanna vilja dómaranna fjögurra til að semja um starfslok og auglýsa stöður þeirra að nýju. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. Heimildir herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til dómaranna fjögurra sem niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu tekur til. Því muni aðeins ellefu dómarar starfa við réttinn að sinni. Með vísan til grunnreglu um sjálfstæði dómsvaldsins verða mál sem hefur verið úthlutað til dómara ekki tekin af honum nema að hans frumkvæði. Fjórmenningarnir þurfa því að ákveða hvort þeir segi sig frá þeim málum sem þeir hafa þegar fengið til meðferðar á meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu málsins verði því vísað til yfirdeildar MDE. Forseti Landsréttar úthlutar málum til dómara. Hans hlutverk er að ákveða hvort þeir fái ný mál. Ráðherra eða löggjafinn þarf svo að greiða úr óvissu sem ríkir um stöðu dómaranna fjögurra. Verði óskað eftir endurskoðun yfirdeildar MDE á málinu kemur einnig til greina að setja fjóra nýja dómara við réttinn tímabundið, sem dómstólalög heimila í brýnni nauðsyn. Ráðherra myndi þá setja dómara að fenginni tillögu hæfisnefndar. Auglýsa þyrfti slík embætti ef setja á dómara til lengri tíma en sex mánaða. Meira en ár geti verið til endanlegs dóms frá Strassborg, verði ákveðið að óska eftir endurskoðun. Verði hins vegar ákveðið að una dóminum þarf að gera breytingar á skipun Landsréttar. Ætla verður að löggjafinn þurfi að koma að því verkefni enda verður dómurunum fjórum ekki vísað úr embætti nema með dómi. Örðugt er að sjá á hvaða grundvelli mál gegn þeim yrði. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja mögulegt að leggja stöður þeirra niður með lögum, setja þær svo í lög á ný og hefja skipunarferli að nýju. Önnur leið væri að kanna vilja dómaranna fjögurra til að semja um starfslok og auglýsa stöður þeirra að nýju.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira