Hæstiréttur: Spyr málsaðila hvort þeir fari fram á að Landsréttardómar verði ómerktir Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2019 21:11 Hæstiréttur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sent erindi til málsaðila í öllum málum á dagskrá Hæstaréttar, sem tekin voru fyrir að einhverjum þeirra fjögurra Landsréttardómara sem bætt var á lista dómsmálaráðherra um dómara við réttinn og sem Alþingi samþykkti, og spurt hvort að farið verði fram á að dómurinn í Landsrétti verði ómerktur. Frá þessu er greint á vef Hæstaréttar. Þar segir að í dag hafi Hæstiréttur beint fyrirspurn til málsaðila í máli Glitnis Holdco gegn Stundinni og Reykjavik Media um einmitt þetta, en Ragnheiður Bragadóttir dæmdi í málinu í Landsrétti. Verði krafist að dómurinn verði ómerktur „telur Hæstiréttur, í ljósi þess sem opinberlega hefur komið fram um að íslenska ríkið hafi til athugunar að neyta heimildar í 43. gr. fyrrgreinds samnings til að óska eftir að máli nr. 27374/18 verði vísað til yfirdeildar mannréttindadómstólsins, óhjákvæmilegt að fresta munnlegum flutningi máls nr. 29/2018 um óákveðinn tíma þar til endanleg niðurstaða fæst um þetta efni. Verði á hinn bóginn engin slík krafa gerð mun málið koma til munnlegs flutnings á áður boðuðum tíma,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að áfrýjandinn Glitnir Holdco ehf. og stefndu, Stundin ehf. og Reykjavík Media ehf., hafi tilkynnt að þeir muni ekki krefjast þess fyrir Hæstarétti að dómur Landsréttar verði ómerktur af ofangreindum ástæðum. „Hefur Hæstiréttur því í samræmi við framangreint ákveðið að munnlegur flutningur máls nr. 29/2018 fari fram á áður boðuðum tíma föstudaginn 15. mars nk. Sams konar erindi verður beint til aðila annarra dómsmála fyrir Hæstarétti þar sem eins stendur á um,“ segir á vef Hæstaréttar. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Hæstiréttur hefur í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sent erindi til málsaðila í öllum málum á dagskrá Hæstaréttar, sem tekin voru fyrir að einhverjum þeirra fjögurra Landsréttardómara sem bætt var á lista dómsmálaráðherra um dómara við réttinn og sem Alþingi samþykkti, og spurt hvort að farið verði fram á að dómurinn í Landsrétti verði ómerktur. Frá þessu er greint á vef Hæstaréttar. Þar segir að í dag hafi Hæstiréttur beint fyrirspurn til málsaðila í máli Glitnis Holdco gegn Stundinni og Reykjavik Media um einmitt þetta, en Ragnheiður Bragadóttir dæmdi í málinu í Landsrétti. Verði krafist að dómurinn verði ómerktur „telur Hæstiréttur, í ljósi þess sem opinberlega hefur komið fram um að íslenska ríkið hafi til athugunar að neyta heimildar í 43. gr. fyrrgreinds samnings til að óska eftir að máli nr. 27374/18 verði vísað til yfirdeildar mannréttindadómstólsins, óhjákvæmilegt að fresta munnlegum flutningi máls nr. 29/2018 um óákveðinn tíma þar til endanleg niðurstaða fæst um þetta efni. Verði á hinn bóginn engin slík krafa gerð mun málið koma til munnlegs flutnings á áður boðuðum tíma,“ segir í tilkynningunni. Ennfremur segir að áfrýjandinn Glitnir Holdco ehf. og stefndu, Stundin ehf. og Reykjavík Media ehf., hafi tilkynnt að þeir muni ekki krefjast þess fyrir Hæstarétti að dómur Landsréttar verði ómerktur af ofangreindum ástæðum. „Hefur Hæstiréttur því í samræmi við framangreint ákveðið að munnlegur flutningur máls nr. 29/2018 fari fram á áður boðuðum tíma föstudaginn 15. mars nk. Sams konar erindi verður beint til aðila annarra dómsmála fyrir Hæstarétti þar sem eins stendur á um,“ segir á vef Hæstaréttar.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49