Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2019 11:30 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra þar sem skipan dómara við Landsrétt var til umfjöllunar. fréttablaðið/eyþór Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. Hann segir málið hafa þróast illa og stóra vandamálið séu þeir tugir og hundruð mála sem séu kannski í uppnámi vegna dómsins. Jóhannes Karl ræddi dóm MDE í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun ásamt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata. Á sínum tíma skilaði Jóhannes inn umsögn til Alþingis vegna tillögu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt. Sagði hann í umsögn sinni að í uppsiglingu væri hneyksli sem ætti eftir að valda langvarandi vandamálum í réttarkerfinu. Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður.vísir/anton brink „Það sem þessi dómur sagði í gær frá Mannréttindadómstól Evrópu var að íslensk stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða þar sem fólk hefði fengið úrlausn hjá dómi sem væri svona skipaður, það er uppfyllti ekki 6. grein Mannréttindasáttmálans um að vera lögskipaður dómur, skipaður með réttum hætti. Þeir benda sérstaklega á endurupptökuheimildir sem eru fyrir hendi vegna opinberra mála og þær eru auðvitað líka fyrir hendi vegna einkamála,“ sagði Jóhannes á Rás 2 í morgun. Hann benti á óvissuna sem væri fyrir hendi fyrir þá einstaklinga sem hefðu jafnvel fengið dóma og sætu í fangelsi og svo fyrir öll þau mál sem bíða úrlausnar. „Hvernig á að greiða úr þessu? Á að taka áhættuna af því að þetta blessist einhvern veginn eða þetta verði allt ónýtt eftir að við erum búin að halda áfram í mjög langan tíma? Það er svona viðfangsefni dagsins og er mjög alvarlegt.“ Komið hefur fram að stjórnvöld séu að skoða hvort þau muni skjóta dómi MDE til efri deildar dómstólsins. Jóhannes sagði að það tæki tíma að láta á það reyna. Þá veiti efri deildin leyfi fyrir fimm prósent málskotsbeiðna og málsmeðferðin geti svo tekið allt að eitt og hálft ár. „Spurningin sem ég er að glíma við sjálfur er þá hvað á þá að gera á meðan? Á að sjá til og dæma málin eða á að stífla réttarkerfið á meðan? Allir þurfa að taka alvarlega þá stöðu og það er ekki hægt að humma það fram af sér,“ sagði Jóhannes.Viðtalið við hann og Þórhildi Sunnu má heyra í heild sinni hér. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 08:15 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. Hann segir málið hafa þróast illa og stóra vandamálið séu þeir tugir og hundruð mála sem séu kannski í uppnámi vegna dómsins. Jóhannes Karl ræddi dóm MDE í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun ásamt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata. Á sínum tíma skilaði Jóhannes inn umsögn til Alþingis vegna tillögu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, um skipan dómara við Landsrétt. Sagði hann í umsögn sinni að í uppsiglingu væri hneyksli sem ætti eftir að valda langvarandi vandamálum í réttarkerfinu. Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður.vísir/anton brink „Það sem þessi dómur sagði í gær frá Mannréttindadómstól Evrópu var að íslensk stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða þar sem fólk hefði fengið úrlausn hjá dómi sem væri svona skipaður, það er uppfyllti ekki 6. grein Mannréttindasáttmálans um að vera lögskipaður dómur, skipaður með réttum hætti. Þeir benda sérstaklega á endurupptökuheimildir sem eru fyrir hendi vegna opinberra mála og þær eru auðvitað líka fyrir hendi vegna einkamála,“ sagði Jóhannes á Rás 2 í morgun. Hann benti á óvissuna sem væri fyrir hendi fyrir þá einstaklinga sem hefðu jafnvel fengið dóma og sætu í fangelsi og svo fyrir öll þau mál sem bíða úrlausnar. „Hvernig á að greiða úr þessu? Á að taka áhættuna af því að þetta blessist einhvern veginn eða þetta verði allt ónýtt eftir að við erum búin að halda áfram í mjög langan tíma? Það er svona viðfangsefni dagsins og er mjög alvarlegt.“ Komið hefur fram að stjórnvöld séu að skoða hvort þau muni skjóta dómi MDE til efri deildar dómstólsins. Jóhannes sagði að það tæki tíma að láta á það reyna. Þá veiti efri deildin leyfi fyrir fimm prósent málskotsbeiðna og málsmeðferðin geti svo tekið allt að eitt og hálft ár. „Spurningin sem ég er að glíma við sjálfur er þá hvað á þá að gera á meðan? Á að sjá til og dæma málin eða á að stífla réttarkerfið á meðan? Allir þurfa að taka alvarlega þá stöðu og það er ekki hægt að humma það fram af sér,“ sagði Jóhannes.Viðtalið við hann og Þórhildi Sunnu má heyra í heild sinni hér.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 08:15 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. 13. mars 2019 08:15
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18