Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 12. mars 2019 16:00 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Vísir/Jói K Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að truflunin á leiðakerfi Icelandair ætti ekki að verða mikil næstu vikurnar þó að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Fyrr í dag bönnuðu bresk flugmálayfirvöld flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX að fljúga í sinni lofthelgi. Bogi segir í samtali við fréttastofu að sú ákvörðun hafi haft áhrif á ákvörðun Icelandair. Í gær var félagið ekki á því að kyrrsetja vélarnar en ákvað að gera það í dag vegna ákvörðunar Breta sem gerði það að verkum að truflanir hefðu orðið á leiðakerfi félagsins hefði það haldið MAX-vélunum í rekstri. „Við ákváðum að bregðast við með því að stöðva rekstur MAX-vélanna. Við höfum ákveðið svigrúm, mikinn fjölda véla, þannig að við getum brugðist við án þess að það hafi neikvæð áhrif á leiðakerfið,“ segir Bogi. Hann efast ekki um öryggi þessara véla. „Nei alls ekki við höfum fulla trú á þessum vélum og gerum ráð fyrir að þær muni nýtast mjög vel í okkar leiðakerfi í framtíðinni.“TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8.Fréttablaðið/Anton BrinkSpurður hvað Icelandair þoli lengi að hafa þessar vélar kyrrsettar segir Bogi að félagið hafi svigrúm í sínum flota út marsmánuð. „Ef þetta breytist í mars aftur verða áhrifin ekki mikil,“ segir Bogi. Um 300 Boeing 737 MAX-vélar eru í notkun í heiminum en Bogi segir þær enn í notkun í Bandaríkjunum og ekki fyrirhugaðar breytingar þar. „Síðan veit maður aldrei hvað gerist og við erum í sambandi við flugfélög í Evrópu og Norður Ameríku og flugmálayfirvöld beggja vegna Atlantshafsins.“ Hann segir Icelandair hafa vélar upp á að hlaupa út þennan mánuð og því ætti truflunin og kostnaður ekki að verða mikill ef þetta leysist á þeim tíma. Sex MAX-vélar munu bætast við leiðakerfi Icelandair yfir háanna tímann í sumar og áætlar félagið að vera þá með þrjár MAX 9-vélar og sex MAX 8-vélar. Farþegar sem áttu bókað flug með Icelandair til London í dag áttu að fara með MAX-vél en Bogi segir þá hafa verið flutta með Boeing 757-vél og að félagið búi yfir góðum flota af 757-vélum og 767-vélum sem verða notaðar til að leysa úr stöðunni á meðan þessar aðstæður eru. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að truflunin á leiðakerfi Icelandair ætti ekki að verða mikil næstu vikurnar þó að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Fyrr í dag bönnuðu bresk flugmálayfirvöld flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX að fljúga í sinni lofthelgi. Bogi segir í samtali við fréttastofu að sú ákvörðun hafi haft áhrif á ákvörðun Icelandair. Í gær var félagið ekki á því að kyrrsetja vélarnar en ákvað að gera það í dag vegna ákvörðunar Breta sem gerði það að verkum að truflanir hefðu orðið á leiðakerfi félagsins hefði það haldið MAX-vélunum í rekstri. „Við ákváðum að bregðast við með því að stöðva rekstur MAX-vélanna. Við höfum ákveðið svigrúm, mikinn fjölda véla, þannig að við getum brugðist við án þess að það hafi neikvæð áhrif á leiðakerfið,“ segir Bogi. Hann efast ekki um öryggi þessara véla. „Nei alls ekki við höfum fulla trú á þessum vélum og gerum ráð fyrir að þær muni nýtast mjög vel í okkar leiðakerfi í framtíðinni.“TF-ICE vél Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX 8.Fréttablaðið/Anton BrinkSpurður hvað Icelandair þoli lengi að hafa þessar vélar kyrrsettar segir Bogi að félagið hafi svigrúm í sínum flota út marsmánuð. „Ef þetta breytist í mars aftur verða áhrifin ekki mikil,“ segir Bogi. Um 300 Boeing 737 MAX-vélar eru í notkun í heiminum en Bogi segir þær enn í notkun í Bandaríkjunum og ekki fyrirhugaðar breytingar þar. „Síðan veit maður aldrei hvað gerist og við erum í sambandi við flugfélög í Evrópu og Norður Ameríku og flugmálayfirvöld beggja vegna Atlantshafsins.“ Hann segir Icelandair hafa vélar upp á að hlaupa út þennan mánuð og því ætti truflunin og kostnaður ekki að verða mikill ef þetta leysist á þeim tíma. Sex MAX-vélar munu bætast við leiðakerfi Icelandair yfir háanna tímann í sumar og áætlar félagið að vera þá með þrjár MAX 9-vélar og sex MAX 8-vélar. Farþegar sem áttu bókað flug með Icelandair til London í dag áttu að fara með MAX-vél en Bogi segir þá hafa verið flutta með Boeing 757-vél og að félagið búi yfir góðum flota af 757-vélum og 767-vélum sem verða notaðar til að leysa úr stöðunni á meðan þessar aðstæður eru.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43
Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43
Boeing ber fullt traust til 737 MAX Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum gripið hefur verið til eftir þotu Ethiopian Airlines um helgina. 12. mars 2019 15:39