Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 12. mars 2019 14:33 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. FBL/GVA Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður mannsins sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot og vann í morgun mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn tali sínu máli og bætir við að það sé engu við það að bæta. Hann segist ekki ætla að tjá sig neitt frekar um málið að svo stöddu. Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða MDE sem kvað upp dóm sinn í morgun. Vilhjálmur hæstaréttarlögmaður vildi að dómur umbjóðanda síns yrði ómerktur í ljósi þess að ólöglega hefði verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, dómara við Landsrétt, og fjögurra annarra. Hann segir að umbjóðandi sinn hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð af þessum sökum. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur skaut málinu samstundis til Mannréttindadómstólsins en það þykir afar sjaldgæft hversu skjóta málsmeðferð málið fékk en ástæðan fyrir því var sögð að alvarleg réttaróvissa gæti skapast vegna málsins. Í grein sem Vilhjálmur skrifaði þann 10. júlí 2018 og birtist á Vísi sagði hann að dómsmálaráðherrann hefði ákveðið að skipa 4 dómara af 15 eftir eigin geðþótta: „Og brjóta í leiðinni lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Meðal annars skipaði dómsmálaráðherra eiginkonu flokksbróður síns, sem hafði áður látið henni eftir efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, svo hún gæti örugglega orðið ráðherra. Hún skipaði líka eiginmann vinkonu sinnar sem starfaði með ráðherranum á lögmannsstofu í Reykjavík,“ skrifaði Vilhjálmur í grein undir yfirskriftinni „Ísland Pólland“. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður mannsins sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot og vann í morgun mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn tali sínu máli og bætir við að það sé engu við það að bæta. Hann segist ekki ætla að tjá sig neitt frekar um málið að svo stöddu. Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða MDE sem kvað upp dóm sinn í morgun. Vilhjálmur hæstaréttarlögmaður vildi að dómur umbjóðanda síns yrði ómerktur í ljósi þess að ólöglega hefði verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, dómara við Landsrétt, og fjögurra annarra. Hann segir að umbjóðandi sinn hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð af þessum sökum. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur skaut málinu samstundis til Mannréttindadómstólsins en það þykir afar sjaldgæft hversu skjóta málsmeðferð málið fékk en ástæðan fyrir því var sögð að alvarleg réttaróvissa gæti skapast vegna málsins. Í grein sem Vilhjálmur skrifaði þann 10. júlí 2018 og birtist á Vísi sagði hann að dómsmálaráðherrann hefði ákveðið að skipa 4 dómara af 15 eftir eigin geðþótta: „Og brjóta í leiðinni lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Meðal annars skipaði dómsmálaráðherra eiginkonu flokksbróður síns, sem hafði áður látið henni eftir efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, svo hún gæti örugglega orðið ráðherra. Hún skipaði líka eiginmann vinkonu sinnar sem starfaði með ráðherranum á lögmannsstofu í Reykjavík,“ skrifaði Vilhjálmur í grein undir yfirskriftinni „Ísland Pólland“.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04