„Taki poka sinn og hypji sig strax í burtu“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2019 13:54 Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til mótmæla þar sem krafist er að Sigríður Andersen sýni ábyrgð og segi af sér sem dómsmálaráðherra. Ætla mótmælendur að koma saman á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið klukkan hálf fimm í dag. Mannréttindadómstóll dæmdi í dag að skipan dómara í Landsrétti bryti gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Telur Mannréttindadómstólinn Sigríði hafa augljóslega hunsað reglur sem giltu um skipan dómara. Er Alþingi einnig talið hafa brugðist í því hvernig það samþykkti skipan dómara. Þeir sem standa að baki þessum mótmælum eru Gulstakkar, ungir jafnaðarmenn, ungir Píratar og samtökin Jæja. Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er einn þeirra sem kemur að skipulagningu þessara mótmæla. „Það sem við förum fram á er að hún sýni ábyrgð, taki poka sinn og hypji sig strax í burtu,“ segir Daníel í samtali við Vísi. Þetta verða ekki einu mótmælin á Austurvelli í dag því hálftíma eftir að mótmælin gegn Sigríði hefjast, munu mótmælendur taka sér stöðu fyrir framan Alþingi þar sem meðferð flóttamanna í hælisferli á Íslandi verður mótmælt. Er þess krafist að ekki verði farið í fleiri brottvísanir á hælisleitendum, þeir fái allir efnismeðferð og ekki verði horft til Dyflinnarreglugerðarinnar. Þá er þess krafist að hælisleitendum verði tryggður réttur til að vinna, þeir fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að einangruðum flóttamannabúðum á Ásbrú verði lokað. Meðferð hælisleitenda var einnig mótmælt á Austurvelli í gær þar sem til átak kom á milli lögreglu og mótmælenda. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla þar sem krafist er að Sigríður Andersen sýni ábyrgð og segi af sér sem dómsmálaráðherra. Ætla mótmælendur að koma saman á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið klukkan hálf fimm í dag. Mannréttindadómstóll dæmdi í dag að skipan dómara í Landsrétti bryti gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Telur Mannréttindadómstólinn Sigríði hafa augljóslega hunsað reglur sem giltu um skipan dómara. Er Alþingi einnig talið hafa brugðist í því hvernig það samþykkti skipan dómara. Þeir sem standa að baki þessum mótmælum eru Gulstakkar, ungir jafnaðarmenn, ungir Píratar og samtökin Jæja. Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er einn þeirra sem kemur að skipulagningu þessara mótmæla. „Það sem við förum fram á er að hún sýni ábyrgð, taki poka sinn og hypji sig strax í burtu,“ segir Daníel í samtali við Vísi. Þetta verða ekki einu mótmælin á Austurvelli í dag því hálftíma eftir að mótmælin gegn Sigríði hefjast, munu mótmælendur taka sér stöðu fyrir framan Alþingi þar sem meðferð flóttamanna í hælisferli á Íslandi verður mótmælt. Er þess krafist að ekki verði farið í fleiri brottvísanir á hælisleitendum, þeir fái allir efnismeðferð og ekki verði horft til Dyflinnarreglugerðarinnar. Þá er þess krafist að hælisleitendum verði tryggður réttur til að vinna, þeir fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og að einangruðum flóttamannabúðum á Ásbrú verði lokað. Meðferð hælisleitenda var einnig mótmælt á Austurvelli í gær þar sem til átak kom á milli lögreglu og mótmælenda.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04