Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Ari Brynjólfsson skrifar 12. mars 2019 08:00 Efling hóf verkfallsaðgerðir á föstudaginn með verkfalli þerna á hótelum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. Aðgerðirnar fara svo stigvaxandi út apríl. Samtök atvinnulífsins hafa kært aðgerðirnar, sérstaklega vinnutruflanir sem ganga út á að takmarka vinnu á vinnutíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kæru ekki koma á óvart. „Við erum algjörlega til í þann slag. Það er margt í sambandi við verkfallsboðanir þar sem eru ekki fordæmi fyrir hendi og það er sjálfsagt að fá úr því skorið.“ Aðgerðirnar snúa að hópbifreiðafyrirtækjum og ýmsum hótelum á höfuðborgarsvæðinu og í kring. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, segir boðaðar verkfallsaðgerðir þegar hafa valdið skaða. „Það má ætla að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna króna á dag.“ Jóhannes segir svigrúmið lítið til launahækkana hjá ferðaþjónustunni. „Ástæða þess að meðallaun eru lægri í ferðaþjónustu en sumum öðrum greinum er meðal annars sú að greinin krefst margra handa, það er að segja, fleiri eru á lægri töxtum, og fyrirtæki í ferðaþjónustu eru langflest lítil og stjórnendur og eigendur þeirra taka því ekki jafn há laun og í samanburðarstörfum.“ Viðar segist hafa sterklega á tilfinningunni að boðaðar verkfallsaðgerðir skapi hvata til þess að gera boðlegan kjarasamning. Jóhannes telur að aðgerðirnar valdi nú þegar miklum þrýstingi. „Ef fallist verður á ýtrustu kröfur verkalýðshreyfingarinnar þá liggur beint við að farið verður í hagræðingaraðgerðir, það þýðir uppsagnir og færri störf,“ segir Jóhannes. Viðar segir boðaðar verkfallsaðgerðir skipulagðar þannig að hámarksáhrif komi ekki fram strax. „Menn hafa nú ráðrúm til að koma með tilboð áður en það kemur til hámarksáhrifa,“ segir Viðar Þorsteinsson. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. Aðgerðirnar fara svo stigvaxandi út apríl. Samtök atvinnulífsins hafa kært aðgerðirnar, sérstaklega vinnutruflanir sem ganga út á að takmarka vinnu á vinnutíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kæru ekki koma á óvart. „Við erum algjörlega til í þann slag. Það er margt í sambandi við verkfallsboðanir þar sem eru ekki fordæmi fyrir hendi og það er sjálfsagt að fá úr því skorið.“ Aðgerðirnar snúa að hópbifreiðafyrirtækjum og ýmsum hótelum á höfuðborgarsvæðinu og í kring. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, segir boðaðar verkfallsaðgerðir þegar hafa valdið skaða. „Það má ætla að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna króna á dag.“ Jóhannes segir svigrúmið lítið til launahækkana hjá ferðaþjónustunni. „Ástæða þess að meðallaun eru lægri í ferðaþjónustu en sumum öðrum greinum er meðal annars sú að greinin krefst margra handa, það er að segja, fleiri eru á lægri töxtum, og fyrirtæki í ferðaþjónustu eru langflest lítil og stjórnendur og eigendur þeirra taka því ekki jafn há laun og í samanburðarstörfum.“ Viðar segist hafa sterklega á tilfinningunni að boðaðar verkfallsaðgerðir skapi hvata til þess að gera boðlegan kjarasamning. Jóhannes telur að aðgerðirnar valdi nú þegar miklum þrýstingi. „Ef fallist verður á ýtrustu kröfur verkalýðshreyfingarinnar þá liggur beint við að farið verður í hagræðingaraðgerðir, það þýðir uppsagnir og færri störf,“ segir Jóhannes. Viðar segir boðaðar verkfallsaðgerðir skipulagðar þannig að hámarksáhrif komi ekki fram strax. „Menn hafa nú ráðrúm til að koma með tilboð áður en það kemur til hámarksáhrifa,“ segir Viðar Þorsteinsson.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira