Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. mars 2019 19:45 Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. Aðgerðir þar sem starfsfólk mæti til vinnu en sinni ekki allri vinnuskyldu séu til að hafa áhrif en lágmarka tjón. Hann er sannfærður um að þetta sé í samræmi við lög en Samtök atvinnulífsins ætla að bera lögmæti þeirra undir Félagsdóm á morgun. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að kæra vinnustöðvanir Eflingar til Félagsdóms en um er að ræða aðgerðir þar sem hótelþernur, hótelstarfsmenn, rútu- og strætóbílstjórar innan Eflingar mæta til starfa en sinna ekki allri vinnuskyldu. Vinnustöðvanirnar hjá Eflingu eru boðaðar frá 18. mars til 30. apríl en þá getur til dæmis verið um að ræða að bílstjórar rukka ekki í strætó eða telja farþega, þernur þrífa ekki klósett og sinna ekki morgunverðarþjónustu. Hefðbundin verkföll eiga sér svo stað 22. mars. 28 og 29 mars. 3 til 5 apríl. 9-11 apríl 15-17 apríl 23-25 apríl og síðan fyrsta maí og þar til verkfallinu lýkur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum að samtökin telji boðaðar vinnustöðvanir ólöglegar. Það sé ekki hægt að vera í verkfalli og þiggja laun á sama tíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að boðaðar vinnustöðvanir hafi einmitt verið til að draga úr því tjóni sem verkföllin valdi. „Þetta er þá hluti af þessu stóra verkfallsplani okkar sem er með innbyggðri stigmögnun. Hverju og einu af þessum þrepum er hægt að fresta,“ segir Viðar. Hann segir að aðgerðirnar hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn Eflingar í því skini að þær hafi áhrif án þess að það þurfi að leggja niður alla vinnu. Viðar er sannfærður um að aðgerðirnar séu í samræmi við vinnulöggjöfina. „Ég held að það sé bara alsiða í vinnudeilum að það sé látið reyna á hluti fyrir félagsdómi og við erum vel undir það búin. Við erum með okkar lögfræðinga og ráðgjafa sem eru tilbúnir að mæta því.“ Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. Aðgerðir þar sem starfsfólk mæti til vinnu en sinni ekki allri vinnuskyldu séu til að hafa áhrif en lágmarka tjón. Hann er sannfærður um að þetta sé í samræmi við lög en Samtök atvinnulífsins ætla að bera lögmæti þeirra undir Félagsdóm á morgun. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að kæra vinnustöðvanir Eflingar til Félagsdóms en um er að ræða aðgerðir þar sem hótelþernur, hótelstarfsmenn, rútu- og strætóbílstjórar innan Eflingar mæta til starfa en sinna ekki allri vinnuskyldu. Vinnustöðvanirnar hjá Eflingu eru boðaðar frá 18. mars til 30. apríl en þá getur til dæmis verið um að ræða að bílstjórar rukka ekki í strætó eða telja farþega, þernur þrífa ekki klósett og sinna ekki morgunverðarþjónustu. Hefðbundin verkföll eiga sér svo stað 22. mars. 28 og 29 mars. 3 til 5 apríl. 9-11 apríl 15-17 apríl 23-25 apríl og síðan fyrsta maí og þar til verkfallinu lýkur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum að samtökin telji boðaðar vinnustöðvanir ólöglegar. Það sé ekki hægt að vera í verkfalli og þiggja laun á sama tíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að boðaðar vinnustöðvanir hafi einmitt verið til að draga úr því tjóni sem verkföllin valdi. „Þetta er þá hluti af þessu stóra verkfallsplani okkar sem er með innbyggðri stigmögnun. Hverju og einu af þessum þrepum er hægt að fresta,“ segir Viðar. Hann segir að aðgerðirnar hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn Eflingar í því skini að þær hafi áhrif án þess að það þurfi að leggja niður alla vinnu. Viðar er sannfærður um að aðgerðirnar séu í samræmi við vinnulöggjöfina. „Ég held að það sé bara alsiða í vinnudeilum að það sé látið reyna á hluti fyrir félagsdómi og við erum vel undir það búin. Við erum með okkar lögfræðinga og ráðgjafa sem eru tilbúnir að mæta því.“
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira