Norðmaður og fjórir Svíar fórust í flugslysinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2019 08:23 Karoline Aadland var 28 ára og starfaði hjá norska Rauða krossinum. Einn Norðmaður og fjórir Svíar voru á meðal þeirra 157 sem fórust í flugslysinu sem varð í Eþíópíu um helgina. Ríkisborgarar frá yfir þrjátíu löndum voru um borð í vélinni en staðfest hefur verið að enginn komst lífs af úr slysinu. Flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines, ET302, var á leið frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí þegar hún hrapaði skömmu eftir flugtak á sunnudagsmorgun. Norðmaðurinn sem fórst hét Karoline Aadland, 28 ára starfsmaður Rauða krossins í Noregi. Rauði krossinn staðfesti í gær í yfirlýsingu að Aadland væri saknað og sagði jafnframt að fjölskylda hennar hefði verið látin vita.Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá því að Aadland hafi verið á leið frá Kenía til Búrúndí á vegum Rauða krossins, þar sem hún starfaði í fjármáladeild. Hún hafði starfað við ýmis mannúðarmál á ferlinum, til að mynda fyrir Rauða krossinn og hjálparsamtökin Unicef. Þá hafði hún komið víða við vegna vinnu sinnar og náms, m.a. í Frakklandi, Kenía, Suður-Afríku og Malaví, en hún útskrifaðist úr viðskiptaháskólanum í Bergen í fyrra. Þá hefur verið staðfest að fjórir sænskir ríkisborgarar voru um borð í vélinni en þeir hafa enn ekki verið nafngreindir. Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar kom á framfæri samúðarkveðjum til aðstandenda hinna látnu í yfirlýsingu í gær. Eþíópía Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41 Flestir hinna látnu frá Kenía og Kanada Skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu staðfesti í dag að allir sem voru um borð í flugvél Ethiopian Airlines létust þegar vélin hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí. 10. mars 2019 14:45 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Einn Norðmaður og fjórir Svíar voru á meðal þeirra 157 sem fórust í flugslysinu sem varð í Eþíópíu um helgina. Ríkisborgarar frá yfir þrjátíu löndum voru um borð í vélinni en staðfest hefur verið að enginn komst lífs af úr slysinu. Flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines, ET302, var á leið frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí þegar hún hrapaði skömmu eftir flugtak á sunnudagsmorgun. Norðmaðurinn sem fórst hét Karoline Aadland, 28 ára starfsmaður Rauða krossins í Noregi. Rauði krossinn staðfesti í gær í yfirlýsingu að Aadland væri saknað og sagði jafnframt að fjölskylda hennar hefði verið látin vita.Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá því að Aadland hafi verið á leið frá Kenía til Búrúndí á vegum Rauða krossins, þar sem hún starfaði í fjármáladeild. Hún hafði starfað við ýmis mannúðarmál á ferlinum, til að mynda fyrir Rauða krossinn og hjálparsamtökin Unicef. Þá hafði hún komið víða við vegna vinnu sinnar og náms, m.a. í Frakklandi, Kenía, Suður-Afríku og Malaví, en hún útskrifaðist úr viðskiptaháskólanum í Bergen í fyrra. Þá hefur verið staðfest að fjórir sænskir ríkisborgarar voru um borð í vélinni en þeir hafa enn ekki verið nafngreindir. Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar kom á framfæri samúðarkveðjum til aðstandenda hinna látnu í yfirlýsingu í gær.
Eþíópía Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41 Flestir hinna látnu frá Kenía og Kanada Skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu staðfesti í dag að allir sem voru um borð í flugvél Ethiopian Airlines létust þegar vélin hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí. 10. mars 2019 14:45 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41
Flestir hinna látnu frá Kenía og Kanada Skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu staðfesti í dag að allir sem voru um borð í flugvél Ethiopian Airlines létust þegar vélin hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí. 10. mars 2019 14:45
Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15