Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Ari Brynjólfsson skrifar 11. mars 2019 07:00 Nemendur skólans eru á aldrinum 6 til 12 ára. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fossvogsskóla verður lokað eftir að skóladegi lýkur á miðvikudag. Farið verður í framkvæmdir vegna umfangsmikilla skemmda af völdum langvarandi leka. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að um sé að ræða varúðarráðstöfun á meðan gerðar verða endurbætur vegna loftgæðavandamáls. Kennsla fellur niður á fimmtudag og föstudag. Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og er nú unnið að því að finna pláss fyrir alla 352 nemendur skólans. Fjórði bekkur verður í lausum kennslustofum á lóðinni, reynt er að finna húsnæði í Fossvogi fyrir yngri börnin en ekki er hægt að útiloka að útvega þurfi skólaakstur fyrir eldri nemendur. Búist er við því að opna skólann aftur í haust. „Þetta er aðeins gert til að flýta fyrir framkvæmdum. Sumarið mun ekki duga í að gera allt,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið. Bæði starfsfólk og nemendur hafa kvartað undan einkennum af völdum myglu. Helgi segir að lokun skólans á þessum tímapunkti sé ekki vegna þess að nemendur séu að veikjast. „Það er mismunandi hvort fólk finnur einkenni eða ekki. Þetta er gert til að hægt sé að vaða í verkið og þá er langbest að nemendur séu ekki í húsnæðinu.“ Í minnisblaði Verkís segir að þörf sé á að sótthreinsa vesturbyggingu skólans. Gamalt ryk eigi leið inn í kennslustofur, þar að auki séu lekaskemmdir. Skipta þarf um þak á miðbyggingunni vegna leka. Í austurbyggingunni hefur lekið með fram gluggum og þarf því að fjarlægja klæðningu og skemmdir. Í reglubundnu eftirliti heilbrigðiseftirlitsins síðasta haust voru engar athugasemdir gerðar við húsnæðið. Í september gerði Mannvit úttekt á hluta húsnæðisins og voru sýni send á Náttúrufræðistofnun Íslands. Sveppagró fundust í þremur kennslustofum af fjórum ásamt leifum smádýra sem eru merki þess að sveppavöxt megi finna í umhverfinu. Í niðurstöðum Mannvits sagði að ekki væri hægt að fullyrða um rakaskemmdir í húsnæðinu. Helgi segir að túlkunin í skýrslu Mannvits hafi ekki verið nógu markviss en skýrslan hafi þó orðið til þess að byrjað var á afmörkuðum framkvæmdum í skólanum. „Auðvitað hefði verið betra að hafa þetta allt fyrr, en maður spólar ekki aftur á bak.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Fossvogsskóla verður lokað eftir að skóladegi lýkur á miðvikudag. Farið verður í framkvæmdir vegna umfangsmikilla skemmda af völdum langvarandi leka. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að um sé að ræða varúðarráðstöfun á meðan gerðar verða endurbætur vegna loftgæðavandamáls. Kennsla fellur niður á fimmtudag og föstudag. Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og er nú unnið að því að finna pláss fyrir alla 352 nemendur skólans. Fjórði bekkur verður í lausum kennslustofum á lóðinni, reynt er að finna húsnæði í Fossvogi fyrir yngri börnin en ekki er hægt að útiloka að útvega þurfi skólaakstur fyrir eldri nemendur. Búist er við því að opna skólann aftur í haust. „Þetta er aðeins gert til að flýta fyrir framkvæmdum. Sumarið mun ekki duga í að gera allt,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið. Bæði starfsfólk og nemendur hafa kvartað undan einkennum af völdum myglu. Helgi segir að lokun skólans á þessum tímapunkti sé ekki vegna þess að nemendur séu að veikjast. „Það er mismunandi hvort fólk finnur einkenni eða ekki. Þetta er gert til að hægt sé að vaða í verkið og þá er langbest að nemendur séu ekki í húsnæðinu.“ Í minnisblaði Verkís segir að þörf sé á að sótthreinsa vesturbyggingu skólans. Gamalt ryk eigi leið inn í kennslustofur, þar að auki séu lekaskemmdir. Skipta þarf um þak á miðbyggingunni vegna leka. Í austurbyggingunni hefur lekið með fram gluggum og þarf því að fjarlægja klæðningu og skemmdir. Í reglubundnu eftirliti heilbrigðiseftirlitsins síðasta haust voru engar athugasemdir gerðar við húsnæðið. Í september gerði Mannvit úttekt á hluta húsnæðisins og voru sýni send á Náttúrufræðistofnun Íslands. Sveppagró fundust í þremur kennslustofum af fjórum ásamt leifum smádýra sem eru merki þess að sveppavöxt megi finna í umhverfinu. Í niðurstöðum Mannvits sagði að ekki væri hægt að fullyrða um rakaskemmdir í húsnæðinu. Helgi segir að túlkunin í skýrslu Mannvits hafi ekki verið nógu markviss en skýrslan hafi þó orðið til þess að byrjað var á afmörkuðum framkvæmdum í skólanum. „Auðvitað hefði verið betra að hafa þetta allt fyrr, en maður spólar ekki aftur á bak.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira