Foreldrar þurfa að leggja fötluð börn sín á gólf almenningssalerna til að skipta á þeim Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 10. mars 2019 20:15 Foreldrar fatlaðra barna á Íslandi sem þurfa að nota bleyju fram eftir aldri þurfa að leggja þau á gólfið á almenningssalernum til þess að geta skipt á þeim. Þau segja aðstöðuna ófullnægjandi og ýta undir félagslega einangrun. Auður Ösp Valdimarsdóttir setti á dögunum inn mynd af barni á lokaða Facebook síðu, Foreldrar fatlaðra barna, þar sem hún sýnir þann raunveruleika sem þau búa við, noti börn þeirra bleyju fram eftir aldri. Salernir sem ætluð eru fötluðum geri ekki ráð fyrir þessum einstaklingum. Undir myndinni sögðu margir foreldrar frá svipaðri reynslu. Sylvía Guðmundsdóttir býr í Sandgerði og segir erfitt og flókið að taka son sinn með í höfuðborgina vegna þessa. Hann er sex ára, með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. „Maður er kannski að reyna að redda sér með því að leggja úlpuna sína undir hann á gólfið eða vera með handklæði í töskunni en auðvitað er það eitthvað sem maður vill ekkert bjóða barninu sínu, að þurfa að liggja einhversstaðar á gólfinu þegar maður er að skipta á honum,“ segir Sylvía. Annað foreldri sem fréttastofa ræddi við sem býr á Selfossi, segist geta tekið barnið sitt, 15 ára gamalt með til Reykjavíkur ef veðrið er gott, þá sé hægt að skipta á því úti í móa. „Þetta náttúrulega bara ýtir undir félagslega einangrun, bæði hjá börnunum og fjölskyldum fatlaðra barna, að maður sjái sér ekki fært að fara eins og margir gera um helgar, til dæmis að fara með börnin í Kringluna eða Húsdýragarðinn eða hvernig sem það er, af því það er bara ekki aðstaða fyrir mann,“ segir Sylvía. Þriðja foreldri bendir á að barnaspítalinn bjóði ekki upp á skiptiaðstöðu fyrir þessi börn. Þetta séu börn sem leiti oft þangað og ef biðin á biðstofunni er löng, þá lendi þau í vandræðum. „Ég held að þetta sé bara hugsunarleysi. Það náttúrulega er enginn að spá í þessu nema kannski að þurfa að nýta sér þetta sjálfur, skiljanlega. Ég trúi ekki öðru en að þetta sé bara hugsunarleysi og þegar búið er að benda á þetta að þessu verði kippt í liðinn, það getur ekki verið svo mikið mál. Félagsmál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Foreldrar fatlaðra barna á Íslandi sem þurfa að nota bleyju fram eftir aldri þurfa að leggja þau á gólfið á almenningssalernum til þess að geta skipt á þeim. Þau segja aðstöðuna ófullnægjandi og ýta undir félagslega einangrun. Auður Ösp Valdimarsdóttir setti á dögunum inn mynd af barni á lokaða Facebook síðu, Foreldrar fatlaðra barna, þar sem hún sýnir þann raunveruleika sem þau búa við, noti börn þeirra bleyju fram eftir aldri. Salernir sem ætluð eru fötluðum geri ekki ráð fyrir þessum einstaklingum. Undir myndinni sögðu margir foreldrar frá svipaðri reynslu. Sylvía Guðmundsdóttir býr í Sandgerði og segir erfitt og flókið að taka son sinn með í höfuðborgina vegna þessa. Hann er sex ára, með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. „Maður er kannski að reyna að redda sér með því að leggja úlpuna sína undir hann á gólfið eða vera með handklæði í töskunni en auðvitað er það eitthvað sem maður vill ekkert bjóða barninu sínu, að þurfa að liggja einhversstaðar á gólfinu þegar maður er að skipta á honum,“ segir Sylvía. Annað foreldri sem fréttastofa ræddi við sem býr á Selfossi, segist geta tekið barnið sitt, 15 ára gamalt með til Reykjavíkur ef veðrið er gott, þá sé hægt að skipta á því úti í móa. „Þetta náttúrulega bara ýtir undir félagslega einangrun, bæði hjá börnunum og fjölskyldum fatlaðra barna, að maður sjái sér ekki fært að fara eins og margir gera um helgar, til dæmis að fara með börnin í Kringluna eða Húsdýragarðinn eða hvernig sem það er, af því það er bara ekki aðstaða fyrir mann,“ segir Sylvía. Þriðja foreldri bendir á að barnaspítalinn bjóði ekki upp á skiptiaðstöðu fyrir þessi börn. Þetta séu börn sem leiti oft þangað og ef biðin á biðstofunni er löng, þá lendi þau í vandræðum. „Ég held að þetta sé bara hugsunarleysi. Það náttúrulega er enginn að spá í þessu nema kannski að þurfa að nýta sér þetta sjálfur, skiljanlega. Ég trúi ekki öðru en að þetta sé bara hugsunarleysi og þegar búið er að benda á þetta að þessu verði kippt í liðinn, það getur ekki verið svo mikið mál.
Félagsmál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira