Fóru til að hitta börn sín en hafa verið í haldi í mánuð Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2019 14:46 Yfirvöld Bandaríkjanna segja að rúmlega 2.700 börn hafi verið tekin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna í fyrra. EPA/David Maung Fyrr í þessum mánuði ferðuðust foreldrar barna frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Þar ætluðu þau sér að hitta börn sín, sem tekin voru af þeim við landamæri Bandaríkjanna í fyrra, og báðu um að fá að halda hælisumsóknum sínum áfram. Eftir að þessir 29 aðilar höfðu beðið tíu tíma voru þau færð í hald landamæravarða. Nú tæpum mánuði síðar eru sautján þeirra enn í haldi. Þingmenn Demókrataflokksins hafa sent bréf til Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, og kalla eftir því að fólkinu verði sleppt úr haldi, þá fái að hitta börn sín á nýjan leik og halda hælisumsóknum sínum áfram. Yfirvöld Bandaríkjanna segja að rúmlega 2.700 börn hafi verið tekin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna í fyrra. Mörgum þeirra hefur verið komið fyrir í athvörfum, hjá ættingjum eða jafnvel hjá fósturfjölskyldum.Samkvæmt Washington Post var um 430 foreldrum vísað frá Bandaríkjunum án barna sinna.Sjá einnig: Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraðiÞessi 29 sem um ræðir í þessu tilviki töldu það besta sem þau gátu gert vera að ferðast aftur til Bandaríkjanna og ræða við bandaríska embættismenn. Tólf þeirra voru með önnur börn með sér. Þeim var sleppt úr haldi og sagt að mæta fyrir dómara á einhverjum tímapunkti.Sjá einnig: Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vitaBandarísku samtökin American Civil Liberties Union hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni, til að reyna að fá það í gegn að 52 foreldrum verði hleypt inn í Bandaríkin svo þau geti hitt börn sín og sækja um hæli. Þeim málaferlum er ekki lokið. Washington Post segir einhverja foreldra sem vísað var frá Bandaríkjunum án barna sinna hafa ákveðið að gefa börnin eftir og vonast til þess að þau fái hæli í Bandaríkjunum. Þá vonist einhverjir til þess að þeim verði hleypt aftur til Bandaríkjanna seinna meir, svo þau geti verið með börnum sínum. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði ferðuðust foreldrar barna frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Þar ætluðu þau sér að hitta börn sín, sem tekin voru af þeim við landamæri Bandaríkjanna í fyrra, og báðu um að fá að halda hælisumsóknum sínum áfram. Eftir að þessir 29 aðilar höfðu beðið tíu tíma voru þau færð í hald landamæravarða. Nú tæpum mánuði síðar eru sautján þeirra enn í haldi. Þingmenn Demókrataflokksins hafa sent bréf til Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, og kalla eftir því að fólkinu verði sleppt úr haldi, þá fái að hitta börn sín á nýjan leik og halda hælisumsóknum sínum áfram. Yfirvöld Bandaríkjanna segja að rúmlega 2.700 börn hafi verið tekin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna í fyrra. Mörgum þeirra hefur verið komið fyrir í athvörfum, hjá ættingjum eða jafnvel hjá fósturfjölskyldum.Samkvæmt Washington Post var um 430 foreldrum vísað frá Bandaríkjunum án barna sinna.Sjá einnig: Trump-stjórnin telur of erfitt að sameina fjölskyldur sem hún sundraðiÞessi 29 sem um ræðir í þessu tilviki töldu það besta sem þau gátu gert vera að ferðast aftur til Bandaríkjanna og ræða við bandaríska embættismenn. Tólf þeirra voru með önnur börn með sér. Þeim var sleppt úr haldi og sagt að mæta fyrir dómara á einhverjum tímapunkti.Sjá einnig: Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vitaBandarísku samtökin American Civil Liberties Union hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni, til að reyna að fá það í gegn að 52 foreldrum verði hleypt inn í Bandaríkin svo þau geti hitt börn sín og sækja um hæli. Þeim málaferlum er ekki lokið. Washington Post segir einhverja foreldra sem vísað var frá Bandaríkjunum án barna sinna hafa ákveðið að gefa börnin eftir og vonast til þess að þau fái hæli í Bandaríkjunum. Þá vonist einhverjir til þess að þeim verði hleypt aftur til Bandaríkjanna seinna meir, svo þau geti verið með börnum sínum.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira