Lucas Hernandez orðinn næst dýrasti varnarmaður sögunnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2019 08:30 Lucas Hernandez spilaði alla leiki Frakklands á HM. vísir/getty Þýska stórveldið Bayern München er búið að ganga frá kaupum á franska varnarmanninum Lucasi Hernandez frá Atlético Madrid en þeir þýsku borga metfé fyrir leikmanninn eða 80 milljónir evra. Aldrei áður hefur leikmaður verið keyptur fyrir svo mikið fé í þýskalandi en þessi 23 ára gamli miðvörður sem einnig getur leikið sem vinstri bakvörður varð heimsmeistari með Frakklandi síðasta sumar. Við læknisskoðun á Hernandez kom í ljós að hann var með skaddað liðband í hægra hné og þarf hann að fara rakleiðis í aðgerð í dag en það kom ekki í veg fyrir að þýsku meistararnir myndu ganga frá kaupunum. „Þetta er rosalega stór dagur fyrir fótboltaferilinn minn. Bayern München er eitt stærsta fótboltalið heims,“ segir Hernandez sem hefur spilað 67 leiki í La Liga með Atlético og unnið bæði Evrópudeildina og Stórbikar Evrópu. Kaupin gera Hernandez að næst dýrasta varnarmanni sögunnar á eftir Virgil van Dijk hjá Liverpool sem kostaði 84,5 milljónr evra. Þá er hann langdýrasti leikmaðurinn í sögu Bayern en hann kostar næstum tvöfalt meira en Corentin Tolisso sem félagið keypti frá Lyon fyrir tveimur árum. Þýski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Þýska stórveldið Bayern München er búið að ganga frá kaupum á franska varnarmanninum Lucasi Hernandez frá Atlético Madrid en þeir þýsku borga metfé fyrir leikmanninn eða 80 milljónir evra. Aldrei áður hefur leikmaður verið keyptur fyrir svo mikið fé í þýskalandi en þessi 23 ára gamli miðvörður sem einnig getur leikið sem vinstri bakvörður varð heimsmeistari með Frakklandi síðasta sumar. Við læknisskoðun á Hernandez kom í ljós að hann var með skaddað liðband í hægra hné og þarf hann að fara rakleiðis í aðgerð í dag en það kom ekki í veg fyrir að þýsku meistararnir myndu ganga frá kaupunum. „Þetta er rosalega stór dagur fyrir fótboltaferilinn minn. Bayern München er eitt stærsta fótboltalið heims,“ segir Hernandez sem hefur spilað 67 leiki í La Liga með Atlético og unnið bæði Evrópudeildina og Stórbikar Evrópu. Kaupin gera Hernandez að næst dýrasta varnarmanni sögunnar á eftir Virgil van Dijk hjá Liverpool sem kostaði 84,5 milljónr evra. Þá er hann langdýrasti leikmaðurinn í sögu Bayern en hann kostar næstum tvöfalt meira en Corentin Tolisso sem félagið keypti frá Lyon fyrir tveimur árum.
Þýski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira