Á réttri leið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. mars 2019 08:15 Þjóðkirkjan með biskup Íslands í fararbroddi liggur nú sem oftar undir allnokkru ámæli fyrir að framfylgja í verki kenningu Krists um mikilvægi þess að sýna náungakærleik. Þessi gagnrýni kemur aðallega frá fólki sem telur sig vera sannkristið en virðist þó engan veginn skilja kristinn boðskap, allavega leggur það ansi lítið upp úr því að flóttafólki sem sannarlega býr við mikla neyð sé rétt hjálparhönd. Gagnrýnin á þjóðkirkjuna kemur meira að segja úr þinghúsinu, en einn þingmanna Miðflokksins, Ólafur Ísleifsson, kallaði Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“, vegna þess að hælisleitendum var hleypt þar inn til að fara á salerni. Þingmaðurinn sló ekki í gegn á vinnustaðnum með þessum ummælum sínum því félagar hans á þingi andvörpuðu yfir orðum hans og einhverjir gerðu hróp að honum. Ólíklegt er þó að þingmaðurinn hafi séð að sér, eins og honum hefði sæmt best. Á dögunum stóð biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, að eigin sögn álengdar á Austurvelli meðan á einum mótmælafundi hælisleitenda stóð „til að sýna hælisleitendum að mér og kirkjunni er ekki sama um fólk í neyð“. Skilaboð biskups eru skýr, henni er, sem æðsta fulltrúa þjóðkirkjunnar, umhugað um hælisleitendur. Vart verður sagt að andúð í garð flóttamanna og hælisleitenda sé grasserandi hér á landi, en hér finnst þó fólk sem lítur á þessa einstaklinga, sem sannarlega búa við neyð, eins og séu þeir óværa sem þurfi með öllum ráðum að losna við. Dæmi eru um fólk sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni vegna þess sem því finnst vera dekur kirkjunnar við hælisleitendur. Sök kirkjunnar er þó ekki önnur en sú að taka afstöðu með þeim sem standa höllum fæti. Nokkuð sem allir ættu að gera enda mikilvægur hluti af því að vera siðuð manneskja. Sá hópur, sem stöðugt amast við komu hælisleitenda hingað til lands, hefur örugglega sopið hveljur þegar fyrr í þessari vikur fréttist af fundi biskups með fulltrúum Evrópuráðs múslima. Fundurinn telst til tíðinda því Agnes Sigurðardóttir er fyrsti biskup Íslands sem heimsækir mosku hér á landi. Það mun vafalaust kalla yfir hana enn frekari fordæmingu frá þeim hópi Íslendinga sem hatast við múslima, telja þá ógn við vestræn samfélög, og óttast ekkert meir en að þeir fylli landið og fjölgi sér. Biskup Íslands og þjóðkirkjan hafa tekið mikilvæga afstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum, fólki sem hefur upplifað skelfilega hluti og þráir ekkert meir en að eiga öruggan samastað. Það er sorglegt til þess að vita að hér á landi fyrirfinnst fólk sem hefur engan áhuga á að greiða götu þeirra sem svo sannarlega þurfa á aðstoð að halda. Eina framlag þessara einstaklinga eru ummæli sem lýsa skelfilegum skorti á samkennd og eru á skjön við þá kristilegu hugmyndafræði sem þeir vilja þó kenna sig við. Sumt sem þeir láta út úr sér verður engan veginn flokkað öðruvísi en sem hatursfull ummæli. Það er þjóðkirkjunni til sóma að hafa tekið afdráttarlausa afstöðu gegn hatri og fordómum þessa hóps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þjóðkirkjan með biskup Íslands í fararbroddi liggur nú sem oftar undir allnokkru ámæli fyrir að framfylgja í verki kenningu Krists um mikilvægi þess að sýna náungakærleik. Þessi gagnrýni kemur aðallega frá fólki sem telur sig vera sannkristið en virðist þó engan veginn skilja kristinn boðskap, allavega leggur það ansi lítið upp úr því að flóttafólki sem sannarlega býr við mikla neyð sé rétt hjálparhönd. Gagnrýnin á þjóðkirkjuna kemur meira að segja úr þinghúsinu, en einn þingmanna Miðflokksins, Ólafur Ísleifsson, kallaði Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“, vegna þess að hælisleitendum var hleypt þar inn til að fara á salerni. Þingmaðurinn sló ekki í gegn á vinnustaðnum með þessum ummælum sínum því félagar hans á þingi andvörpuðu yfir orðum hans og einhverjir gerðu hróp að honum. Ólíklegt er þó að þingmaðurinn hafi séð að sér, eins og honum hefði sæmt best. Á dögunum stóð biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, að eigin sögn álengdar á Austurvelli meðan á einum mótmælafundi hælisleitenda stóð „til að sýna hælisleitendum að mér og kirkjunni er ekki sama um fólk í neyð“. Skilaboð biskups eru skýr, henni er, sem æðsta fulltrúa þjóðkirkjunnar, umhugað um hælisleitendur. Vart verður sagt að andúð í garð flóttamanna og hælisleitenda sé grasserandi hér á landi, en hér finnst þó fólk sem lítur á þessa einstaklinga, sem sannarlega búa við neyð, eins og séu þeir óværa sem þurfi með öllum ráðum að losna við. Dæmi eru um fólk sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni vegna þess sem því finnst vera dekur kirkjunnar við hælisleitendur. Sök kirkjunnar er þó ekki önnur en sú að taka afstöðu með þeim sem standa höllum fæti. Nokkuð sem allir ættu að gera enda mikilvægur hluti af því að vera siðuð manneskja. Sá hópur, sem stöðugt amast við komu hælisleitenda hingað til lands, hefur örugglega sopið hveljur þegar fyrr í þessari vikur fréttist af fundi biskups með fulltrúum Evrópuráðs múslima. Fundurinn telst til tíðinda því Agnes Sigurðardóttir er fyrsti biskup Íslands sem heimsækir mosku hér á landi. Það mun vafalaust kalla yfir hana enn frekari fordæmingu frá þeim hópi Íslendinga sem hatast við múslima, telja þá ógn við vestræn samfélög, og óttast ekkert meir en að þeir fylli landið og fjölgi sér. Biskup Íslands og þjóðkirkjan hafa tekið mikilvæga afstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum, fólki sem hefur upplifað skelfilega hluti og þráir ekkert meir en að eiga öruggan samastað. Það er sorglegt til þess að vita að hér á landi fyrirfinnst fólk sem hefur engan áhuga á að greiða götu þeirra sem svo sannarlega þurfa á aðstoð að halda. Eina framlag þessara einstaklinga eru ummæli sem lýsa skelfilegum skorti á samkennd og eru á skjön við þá kristilegu hugmyndafræði sem þeir vilja þó kenna sig við. Sumt sem þeir láta út úr sér verður engan veginn flokkað öðruvísi en sem hatursfull ummæli. Það er þjóðkirkjunni til sóma að hafa tekið afdráttarlausa afstöðu gegn hatri og fordómum þessa hóps.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun