Tíu ár frá besta körfuboltaleik Íslandssögunnar | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2019 14:30 Jón Arnór Stefánsson og Sverrir Sverrisson í leiknum ógleymanlega. Jón er enn að spila en Sverrir þjálfar nú Keflavíkurliðið. vísir/vilhelm Þeir sem lögðu leið sína í DHL-höllina föstudagskvöldið 27. mars árið 2009 munu aldrei gleyma því sem þeir sáu það kvöld. Þar var í boði körfuboltaleikur sem aldrei gleymist enda einstakur. Þetta var þriðji leikur KR og Keflavíkur í úrslitakeppninni en staðan fyrir leikinn var 2-0 fyrir KR. Það þurfti hvorki meira né minna til en fjórar framlengingar til þess að knýja fram úrslit. Lokatölur 129-124 fyrir KR í leik sem hélt áhorfendum sveittum langt fram á kvöld. Þetta var í undanúrslitum Íslandsmótsins en KR varð svo meistari eftir að hafa lagt Grindavík í úrslitarimmunni. Þessa leiks er líklega helst minnst fyrir lygilega þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar í lok annarrar framlengingar. Hann skaut nánast af bekk Keflavíkur til þess að þvinga fram þriðju framlenginguna. Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson setti Íslandsmet með því að spila allar mínúturnar í leiknum. Það met verður líklega seint slegið en þetta var aðeins í annað sinn sem leikur er fjórframlengdur í efstu deild. Jesse Pellot-Rosa spilaði í 58 og hálfa mínútu fyrir Keflavík og skoraði 51 stig í leiknum. Var ótrúlegur en bugaður eftir leik. Hér að neðan má sjá fréttamyndskeið af leiknum ógleymanlega sem líklega er sá besti í íslenskri körfuboltasögu og sá besti að margra mati enda slíkur leikur ekki beint daglegt brauð. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sjá meira
Þeir sem lögðu leið sína í DHL-höllina föstudagskvöldið 27. mars árið 2009 munu aldrei gleyma því sem þeir sáu það kvöld. Þar var í boði körfuboltaleikur sem aldrei gleymist enda einstakur. Þetta var þriðji leikur KR og Keflavíkur í úrslitakeppninni en staðan fyrir leikinn var 2-0 fyrir KR. Það þurfti hvorki meira né minna til en fjórar framlengingar til þess að knýja fram úrslit. Lokatölur 129-124 fyrir KR í leik sem hélt áhorfendum sveittum langt fram á kvöld. Þetta var í undanúrslitum Íslandsmótsins en KR varð svo meistari eftir að hafa lagt Grindavík í úrslitarimmunni. Þessa leiks er líklega helst minnst fyrir lygilega þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar í lok annarrar framlengingar. Hann skaut nánast af bekk Keflavíkur til þess að þvinga fram þriðju framlenginguna. Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson setti Íslandsmet með því að spila allar mínúturnar í leiknum. Það met verður líklega seint slegið en þetta var aðeins í annað sinn sem leikur er fjórframlengdur í efstu deild. Jesse Pellot-Rosa spilaði í 58 og hálfa mínútu fyrir Keflavík og skoraði 51 stig í leiknum. Var ótrúlegur en bugaður eftir leik. Hér að neðan má sjá fréttamyndskeið af leiknum ógleymanlega sem líklega er sá besti í íslenskri körfuboltasögu og sá besti að margra mati enda slíkur leikur ekki beint daglegt brauð.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Sjá meira