Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2019 13:16 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Eric Schultz Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kallaði í gær eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Hann sagði það nauðsynlegt og að stofnunin þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. Í sumar verða 50 ár liðin frá því að menn lentu fyrst á tunglinu, en það var síðast gert árið 1972. Þetta sagði Pence á fundi Geimráðs Bandaríkjanna. Varaforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja. Hann sagði að fyrra markmiðið hefði verið að lenda mönnunum á tunglinu í fyrsta lagið árið 2028. Pence viðurkenndi að til að ná nýja markmiðinu þyrfti mikla hæfileika og sömuleiðis peninga. „Það er kominn tími til að spýta í lófana,“ hefur AP fréttaveitan eftir Pence. „Þetta getur gerst, en mun ekki gerast nema við gefum í.“ Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, staðhæfði að starfsmenn stofnunarinnar myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að ná markmiði þessu. Sérfræðingur sem blaðamenn AP ræddu við dró það þó verulega í efa. Það þyrfti að þróa, byggja og prófa nýtt lendingarfar, sem er tímafrekt ferli. Þar að auki þyrfti nánast öll fjárveiting NASA að fara í þetta verkefniVísir/NASABridenstine segir nauðsynlegt að fá nýja eldflaug NASA, Space Launch System, í notkun. Pence gagnrýndi þá eldflaug hins vegar og sagði hana gott dæmi um verkefni sem væri að drukkna í stjórnsýslu. Þar þyrfti einnig að spýta í lófana.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Bridenstein sagði að könnun NASA hefði leitt í ljós að eldflaugar einkafyrirtækja eins og SpaceX og United Launch Alliance myndu ekki duga fyrir djúp-geimverkefni. Það er að segja að þær dugi ekki til þess að skjóta geimförum NASA til tunglsins og Mars. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó lagt verulega niðurskurði til varðandi þróun SLS-eldflaugarinnar. NASA birti meðfylgjandi myndband um ætlanir sínar fyrir tveimur vikum. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kallaði í gær eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Hann sagði það nauðsynlegt og að stofnunin þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. Í sumar verða 50 ár liðin frá því að menn lentu fyrst á tunglinu, en það var síðast gert árið 1972. Þetta sagði Pence á fundi Geimráðs Bandaríkjanna. Varaforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja. Hann sagði að fyrra markmiðið hefði verið að lenda mönnunum á tunglinu í fyrsta lagið árið 2028. Pence viðurkenndi að til að ná nýja markmiðinu þyrfti mikla hæfileika og sömuleiðis peninga. „Það er kominn tími til að spýta í lófana,“ hefur AP fréttaveitan eftir Pence. „Þetta getur gerst, en mun ekki gerast nema við gefum í.“ Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, staðhæfði að starfsmenn stofnunarinnar myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að ná markmiði þessu. Sérfræðingur sem blaðamenn AP ræddu við dró það þó verulega í efa. Það þyrfti að þróa, byggja og prófa nýtt lendingarfar, sem er tímafrekt ferli. Þar að auki þyrfti nánast öll fjárveiting NASA að fara í þetta verkefniVísir/NASABridenstine segir nauðsynlegt að fá nýja eldflaug NASA, Space Launch System, í notkun. Pence gagnrýndi þá eldflaug hins vegar og sagði hana gott dæmi um verkefni sem væri að drukkna í stjórnsýslu. Þar þyrfti einnig að spýta í lófana.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Bridenstein sagði að könnun NASA hefði leitt í ljós að eldflaugar einkafyrirtækja eins og SpaceX og United Launch Alliance myndu ekki duga fyrir djúp-geimverkefni. Það er að segja að þær dugi ekki til þess að skjóta geimförum NASA til tunglsins og Mars. Ríkisstjórn Donald Trump hefur þó lagt verulega niðurskurði til varðandi þróun SLS-eldflaugarinnar. NASA birti meðfylgjandi myndband um ætlanir sínar fyrir tveimur vikum.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira