KubratPulev vann boxbardaga í Las Vegas um helgina og fór síðan strax í sjónvarpsviðtal við JenniferRavalo á Vegas Sports Daily. Í lok viðtalsins tók KubratPulev sig til og smellti einum vænum kossi á Jennifer.
Búlgarinn hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir þetta enda fór þessi hegðun fyrir brjóstið á mörgum.
Fréttakonan sjálf talaði um að þetta hafi verið vandræðalegt og furðulegt.
Innlegg KubratPulev í umræðuna um kossinn er að benda á það að hann og fréttakonan séu góðir vinir. Þau hafi líka skemmt sér saman seinna um kvöldið.
„Við hlógum bæði að þessu og þökkuðu hvoru öðru fyrir. Það er ekkert meira að segja um þetta,“ sagði KubratPulev en hann setti stutta yfirlýsingu um málið inn á Twitter.
For the most commented kiss in the world! pic.twitter.com/T1Ktlprff4
— Kubrat Pulev (@KubratPulev) March 26, 2019
„Þið hafið kannski séð myndband af mér að kyssa fréttakonu eftir viðtal sem hún tók við mig við lok síðasta bardaga,“ skrifaði KubratPulev.
„Fréttakonan, sem heitir Jenny, er vinkona mín og eftir viðtalið var ég svo kátur að ég smellti á hana kossi,“ skrifaði Pulev.
„Seinna þetta sama kvöld þá kom hún með mér og vinum mínum þar sem við héldum upp á sigurinn saman,“ skrifaði Pulev.
Það má sjá viðtalið og kosinn hér fyrir neðan.