Útlánatöp ógna ekki bönkunum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. mars 2019 07:00 Ásgeir Jónsson segir að það hafi verið hálfgert gullgrafaraæði í ferðaþjónustu og bankarnir hafi að einhverju leyti tekið þátt í því. Fréttablaðið/Ernir Fari svo að flugfélagið WOW air yrði gjaldþrota hefði það í fyrstu „mjög óveruleg áhrif“ á bankakerfið. „Helstu skuldir flugfélaga eru við flugvélaeigendur. Þau leigja ýmist flugvélar eða eru með þær á kaupleigu,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, í samtali við Markaðinn. „Því næst vaknar spurningin hversu hratt keppinautar bregðast við því að sætaframboð hefur dregist saman. Um það ríkir óvissa. Það gæti orðið samdráttur í ferðaþjónustu sem gæti smitast á aðrar atvinnugreinar. En reikna má með að útlánatöp banka yrðu ekki stórvægileg. Þeir eru vel í stakk búnir að mæta áföllum sem þessu. Bankarnir hafa há eiginfjárhlutföll og útlán til ferðaþjónustu eru um tíu prósent af útlánasafninu. Ekki er útilokað að útlánatöp myndu draga eitthvað úr arðsemi þeirra. Hafa ber í huga að jafnvel þótt færri ferðamenn sæki landið heim í ár mun engu að síður fjöldi ferðamanna koma hingað. Áhrifin á efnahagslífið gætu minnt á aflabrest,“ segir hún. Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að umfang útlána til ferðaþjónustu sé fremur lítið í heildarsamhengi auk þess sem íslensku bankarnir séu með mjög mikið eigið fé. Þess vegna muni útlánatöp í ferðaþjónustu ekki verða ógn við bankana jafnvel þótt mögulegt gjaldþrot WOW air hefði neikvæð áhrif á önnur fyrirtæki í atvinnugreininni. Framlegð þeirra af reglulegum rekstri sé hins vegar það lág að komi til útlánatapa muni þau þurrka út hagnað bankanna í ár.Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, ásamt Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra.Gullgrafaraæði „Það hefur verið hálfgert gullgrafaraæði í ferðaþjónustu og bankarnir hafa að einhverju leyti tekið þátt í því. Sum útlánin byggja á forsendum um tekjustreymi og vöxt sem eru augljóslega ekki að fara að ganga eftir. Undanfarin ár voru að mörgu leyti óvenjuleg. Allar stjörnur röðuðust upp okkur til heilla. Það gat ekki staðið til langframa: Lágt verð á olíu og öðrum hrávörum og 30 prósent fjölgun ferðamanna á hverju ári. Á sama tíma fékk ríkissjóður gífurlegar fjárhæðir afhentar frá kröfuhöfum föllnu bankanna sem stöðugleikaframlög. Það er því líklegt að niðursveifla í ferðaþjónustu muni bitna á rekstri bankanna. Það ferli hófst raunar á síðasta ári – eftir það tók að hægja á komum ferðamanna. Mögulegt gjaldþrot WOW air mun þyngja róðurinn verulega fyrir mörg fyrirtæki í greininni – sem nú þegar þurfa að glíma við þungan rekstur. Rútufyrirtæki og fleiri hafa til að mynda verið rekin með tapi að undanförnu. Ég geri mér hins vegar ekki grein fyrir áhrifum á fjölda ferðamanna í ár ef flugfélagið verður gjaldþrota,“ segir hann. Fasteignir og flugvélar Fjárbinding í ferðaþjónustu liggur einkum í fasteignum og flugvélum. „Það er hætt við að boginn hafi verið spenntur of hátt. Fjárfestar hafi til að mynda haft óraunhæfar væntingar um þær leigutekjur sem húsnæði getur skilað til lengri tíma – hvort sem miðað er við verslun, veitingar eða gistingu. Nú þegar er ljóst að veitingarekstur og fleiri greinar standa vart undir núverandi leigu. Og svo bætast ýmsir aðrir liðir við – líkt og fasteignagjöld. Mögulega munu bankar þurfa ganga að fasteignum í kjölfar vanskila, en fasteignirnar eru trygg veð. Ferðaþjónustan er framtíðargrein á Íslandi – og að sumu leyti er hægari vöxtur hollari en hið mikla óðagot sem hefur verið í gangi. Fjárfestingarnar munu því skila arði til lengri tíma jafnvel þótt það komi tímabundið bakslag,“ segir hann. Ásgeiri þykir ólíklegt að erfiðleikar í ferðaþjónustu muni smitast yfir í byggingariðnað – að minnsta kosti ekki til skemmri tíma. Að undanförnu hafi verktakar einkum verið að reisa íbúðarhúsnæði en ekki hótel. „Það er töluverð íbúðaþörf og því mun ekki gæta mikilla áhrifa þar svona fyrsta kastið.“Lánuðu 233 milljarða til ferðaþjónustu Bankarnir höfðu við áramót lánað um 233 milljarða króna í atvinnugreinina, samkvæmt opinberum gögnum. Um tíu prósent útlána viðskiptabankanna þriggja eru til ferðaþjónustu. Arion banki hafði lánað minnst eða sex prósent af lánasafninu. Það gerir um 50 milljarða króna, Landsbankinn lánaði um átta prósent af lánasafninu eða um 81 milljarð króna – við það bætast um tíu milljarðar króna sem bankinn lánaði Icelandair Group nýverið – og Íslandsbanki tólf prósent eða 102 milljarða króna. Hafa verður í huga að skilgreining bankanna á því hvað tilheyri ferðaþjónustu kann að vera ólík. Seðlabankinn birti niðurstöður álagsprófs á bönkunum í ritinu Fjármálastöðugleika í haust. Teiknuð var upp sviðsmynd sem spannaði þriggja ára tímabil og fól í sér mikinn samdrátt í útflutningi, verulega rýrnun viðskiptakjara, lækkað lánshæfismat og hærri fjármagnskostnað innlendra aðila. Þá veikist krónan verulega í sviðsmyndinni, verðbólga eykst, vextir hækka, fjárfesting minnkar, kaupmáttur minnkar og atvinnuleysi eykst. Samtals dregst verg landsframleiðsla saman um 6,5% fyrstu tvö árin. „Niðurstöður álagsprófsins eru á þann veg að eiginfjárhlutföll bankanna lækka að meðaltali um liðlega 4,5 prósent. Þar sem eiginfjárhlutföllin eru tiltölulega há myndu þeir standa slíkt áfall ágætlega af sér. Engu að síður myndu þeir þurfa að ganga á eiginfjárauka sem lagðir eru á til þess að mæta tapi vegna fjármálaáfalls,“ segir í ritinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26. mars 2019 20:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Fari svo að flugfélagið WOW air yrði gjaldþrota hefði það í fyrstu „mjög óveruleg áhrif“ á bankakerfið. „Helstu skuldir flugfélaga eru við flugvélaeigendur. Þau leigja ýmist flugvélar eða eru með þær á kaupleigu,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, í samtali við Markaðinn. „Því næst vaknar spurningin hversu hratt keppinautar bregðast við því að sætaframboð hefur dregist saman. Um það ríkir óvissa. Það gæti orðið samdráttur í ferðaþjónustu sem gæti smitast á aðrar atvinnugreinar. En reikna má með að útlánatöp banka yrðu ekki stórvægileg. Þeir eru vel í stakk búnir að mæta áföllum sem þessu. Bankarnir hafa há eiginfjárhlutföll og útlán til ferðaþjónustu eru um tíu prósent af útlánasafninu. Ekki er útilokað að útlánatöp myndu draga eitthvað úr arðsemi þeirra. Hafa ber í huga að jafnvel þótt færri ferðamenn sæki landið heim í ár mun engu að síður fjöldi ferðamanna koma hingað. Áhrifin á efnahagslífið gætu minnt á aflabrest,“ segir hún. Ásgeir Jónsson, forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að umfang útlána til ferðaþjónustu sé fremur lítið í heildarsamhengi auk þess sem íslensku bankarnir séu með mjög mikið eigið fé. Þess vegna muni útlánatöp í ferðaþjónustu ekki verða ógn við bankana jafnvel þótt mögulegt gjaldþrot WOW air hefði neikvæð áhrif á önnur fyrirtæki í atvinnugreininni. Framlegð þeirra af reglulegum rekstri sé hins vegar það lág að komi til útlánatapa muni þau þurrka út hagnað bankanna í ár.Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, ásamt Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra.Gullgrafaraæði „Það hefur verið hálfgert gullgrafaraæði í ferðaþjónustu og bankarnir hafa að einhverju leyti tekið þátt í því. Sum útlánin byggja á forsendum um tekjustreymi og vöxt sem eru augljóslega ekki að fara að ganga eftir. Undanfarin ár voru að mörgu leyti óvenjuleg. Allar stjörnur röðuðust upp okkur til heilla. Það gat ekki staðið til langframa: Lágt verð á olíu og öðrum hrávörum og 30 prósent fjölgun ferðamanna á hverju ári. Á sama tíma fékk ríkissjóður gífurlegar fjárhæðir afhentar frá kröfuhöfum föllnu bankanna sem stöðugleikaframlög. Það er því líklegt að niðursveifla í ferðaþjónustu muni bitna á rekstri bankanna. Það ferli hófst raunar á síðasta ári – eftir það tók að hægja á komum ferðamanna. Mögulegt gjaldþrot WOW air mun þyngja róðurinn verulega fyrir mörg fyrirtæki í greininni – sem nú þegar þurfa að glíma við þungan rekstur. Rútufyrirtæki og fleiri hafa til að mynda verið rekin með tapi að undanförnu. Ég geri mér hins vegar ekki grein fyrir áhrifum á fjölda ferðamanna í ár ef flugfélagið verður gjaldþrota,“ segir hann. Fasteignir og flugvélar Fjárbinding í ferðaþjónustu liggur einkum í fasteignum og flugvélum. „Það er hætt við að boginn hafi verið spenntur of hátt. Fjárfestar hafi til að mynda haft óraunhæfar væntingar um þær leigutekjur sem húsnæði getur skilað til lengri tíma – hvort sem miðað er við verslun, veitingar eða gistingu. Nú þegar er ljóst að veitingarekstur og fleiri greinar standa vart undir núverandi leigu. Og svo bætast ýmsir aðrir liðir við – líkt og fasteignagjöld. Mögulega munu bankar þurfa ganga að fasteignum í kjölfar vanskila, en fasteignirnar eru trygg veð. Ferðaþjónustan er framtíðargrein á Íslandi – og að sumu leyti er hægari vöxtur hollari en hið mikla óðagot sem hefur verið í gangi. Fjárfestingarnar munu því skila arði til lengri tíma jafnvel þótt það komi tímabundið bakslag,“ segir hann. Ásgeiri þykir ólíklegt að erfiðleikar í ferðaþjónustu muni smitast yfir í byggingariðnað – að minnsta kosti ekki til skemmri tíma. Að undanförnu hafi verktakar einkum verið að reisa íbúðarhúsnæði en ekki hótel. „Það er töluverð íbúðaþörf og því mun ekki gæta mikilla áhrifa þar svona fyrsta kastið.“Lánuðu 233 milljarða til ferðaþjónustu Bankarnir höfðu við áramót lánað um 233 milljarða króna í atvinnugreinina, samkvæmt opinberum gögnum. Um tíu prósent útlána viðskiptabankanna þriggja eru til ferðaþjónustu. Arion banki hafði lánað minnst eða sex prósent af lánasafninu. Það gerir um 50 milljarða króna, Landsbankinn lánaði um átta prósent af lánasafninu eða um 81 milljarð króna – við það bætast um tíu milljarðar króna sem bankinn lánaði Icelandair Group nýverið – og Íslandsbanki tólf prósent eða 102 milljarða króna. Hafa verður í huga að skilgreining bankanna á því hvað tilheyri ferðaþjónustu kann að vera ólík. Seðlabankinn birti niðurstöður álagsprófs á bönkunum í ritinu Fjármálastöðugleika í haust. Teiknuð var upp sviðsmynd sem spannaði þriggja ára tímabil og fól í sér mikinn samdrátt í útflutningi, verulega rýrnun viðskiptakjara, lækkað lánshæfismat og hærri fjármagnskostnað innlendra aðila. Þá veikist krónan verulega í sviðsmyndinni, verðbólga eykst, vextir hækka, fjárfesting minnkar, kaupmáttur minnkar og atvinnuleysi eykst. Samtals dregst verg landsframleiðsla saman um 6,5% fyrstu tvö árin. „Niðurstöður álagsprófsins eru á þann veg að eiginfjárhlutföll bankanna lækka að meðaltali um liðlega 4,5 prósent. Þar sem eiginfjárhlutföllin eru tiltölulega há myndu þeir standa slíkt áfall ágætlega af sér. Engu að síður myndu þeir þurfa að ganga á eiginfjárauka sem lagðir eru á til þess að mæta tapi vegna fjármálaáfalls,“ segir í ritinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26. mars 2019 20:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Yrði eins og hver annar aflabrestur Ekki þarf að búast við stóráföllum í efnahagslífi landsins takist ekki að koma rekstri WOW AIR fyrir vind að mati framkvæmdastjóra fjármálastöðuleika í Seðlabanka Íslands. Ef það takist muni það hins vegar hafa jákvæð áhrif á þróun þess. 26. mars 2019 20:00