Hagnaður Stefnis, dótturfélags Arion banka, nam 897 milljónum króna á síðasta ári og dróst saman um 46 prósent frá fyrra ári þegar hann var 1.680 milljónir króna, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi eignastýringarfyrirtækisins.
Heildartekjur Stefnis, sem eru fyrst og fremst umsýslu- og árangurstengdar þóknanir, voru 2.316 milljónir króna í fyrra og drógust saman um liðlega 30 prósent frá árinu 2017. Þá voru rekstrargjöld samanlagt 1.202 milljónir króna á síðasta ári borið saman við 1.169 milljónir króna árið 2017.
Eignir í virkri stýringu Stefnis, sem er stærsta eignastýringarfyrirtæki landsins, lækkuðu á árinu um tæpa 16 milljarða króna eða úr tæpum 347 milljörðum í nær 331 milljarð króna en í skýrslu stjórnar segir að það skýrist meðal annars af innlausnum í sjóðunum Stefni ÍS-15 og Stefni – Lausafjársjóði.
Hagnaður Stefnis dróst saman um 46 prósent
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent


Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Lofar bongóblíðu við langþráð langborð
Viðskipti innlent

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS
Viðskipti innlent

Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum
Viðskipti innlent

Minnstu sparisjóðirnir sameinast
Viðskipti innlent

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent
