Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtaka atvinnulífsins um að fresta verkföllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2019 18:30 Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað öðru sinni í dag vegna stöðu flugfélagsins WOW Air. Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtök atvinnulífsins um að verkföllum, sem boðuð eru á fimmtudag og föstudag, yrði frestað. Fundur verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýnar á Húsavík við Samtök atvinnulífsins var boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fundinum í gær var frestað að ósk Samtaka atvinnulífsins vegna óvissunnar um framtíð WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundur aðila yrði ekki langur og um þrjátíu mínútum eftir að hann hófst var honum frestað til klukkan tvö á morgun á sömu forsendum og í gær.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVísir/VilhelmKom eitthvað nýtt fram á fundinum í dag? "Nei í sjálfu sér ekki, ekki nema það að SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn og það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá Ríkissáttasemjara og við erum ekki enn kominn á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið slíka afstöðu," segir Ragnar Þór, formaður VR. Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsforystunni sökum þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn.Hafið þið þolinmæði gagnvart því að Samtök atvinnulífsins séu að fresta fundi vegna óvissunnar um WOW Air? „Mér finnst það undarlegt, ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks. Já ég verð að segja að mér finnst það undarlegt að við getum ekki en eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við ekki enn farin að ræða launalið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmBoðað tveggja sólarhringaverkfall Eflingar og VR hefst að óbreyttu á miðnætti annað kvöld og nær það til sömu starfsgreina og fóru í sólarhringsverkfalli á föstudag. Formenn VR og Eflingar eiga von á meiri hörku verði af verkfalli á fimmtudag og föstudag. „Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa á verkfallsvörlsu og eftirliti," segir Ragnar. "Við höfum lýst því yfir að sökum fjölda þeirra verkfallsbrota sem voru framin ásamt þeirri andstöðu sem við mættum víðsvegar hjá atvinnurekendum að þá höfum við tekið þá ákvörðun að vera með mjög eflda verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsVísir/VilhelmFormaður Samtaka atvinnulífsins vonar að ef óvissan um framtíð WOW Air sé til staðar verði tekið tillit til þess að boðuðum verkfallsaðgerðum verði frestað. „Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð raunverulega að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Næsti fundur Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins er boðaður á morgun klukkan 14:00 26. mars 2019 12:23 Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað öðru sinni í dag vegna stöðu flugfélagsins WOW Air. Verkalýðsforingjar höfnuðu beiðni Samtök atvinnulífsins um að verkföllum, sem boðuð eru á fimmtudag og föstudag, yrði frestað. Fundur verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýnar á Húsavík við Samtök atvinnulífsins var boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun en fundinum í gær var frestað að ósk Samtaka atvinnulífsins vegna óvissunnar um framtíð WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundur aðila yrði ekki langur og um þrjátíu mínútum eftir að hann hófst var honum frestað til klukkan tvö á morgun á sömu forsendum og í gær.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVísir/VilhelmKom eitthvað nýtt fram á fundinum í dag? "Nei í sjálfu sér ekki, ekki nema það að SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn og það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá Ríkissáttasemjara og við erum ekki enn kominn á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið slíka afstöðu," segir Ragnar Þór, formaður VR. Óþolinmæði er farið að gæta hjá verkalýðsforystunni sökum þess að Samtök atvinnulífsins hafa ekki lagt fram launaliðinn.Hafið þið þolinmæði gagnvart því að Samtök atvinnulífsins séu að fresta fundi vegna óvissunnar um WOW Air? „Mér finnst það undarlegt, ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks. Já ég verð að segja að mér finnst það undarlegt að við getum ekki en eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við ekki enn farin að ræða launalið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmBoðað tveggja sólarhringaverkfall Eflingar og VR hefst að óbreyttu á miðnætti annað kvöld og nær það til sömu starfsgreina og fóru í sólarhringsverkfalli á föstudag. Formenn VR og Eflingar eiga von á meiri hörku verði af verkfalli á fimmtudag og föstudag. „Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa á verkfallsvörlsu og eftirliti," segir Ragnar. "Við höfum lýst því yfir að sökum fjölda þeirra verkfallsbrota sem voru framin ásamt þeirri andstöðu sem við mættum víðsvegar hjá atvinnurekendum að þá höfum við tekið þá ákvörðun að vera með mjög eflda verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsVísir/VilhelmFormaður Samtaka atvinnulífsins vonar að ef óvissan um framtíð WOW Air sé til staðar verði tekið tillit til þess að boðuðum verkfallsaðgerðum verði frestað. „Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð raunverulega að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Næsti fundur Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins er boðaður á morgun klukkan 14:00 26. mars 2019 12:23 Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Næsti fundur Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins er boðaður á morgun klukkan 14:00 26. mars 2019 12:23
Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07