ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2019 09:00 Conor McGregor og Conor McGregor yngri. Getty/Kevin C. Cox Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. McGregor sagði frá því á Twitter síðu sinni í dag að hann væri hættur. „Ég hef ákveðið að hætta í íþróttinni sem er formlega þekkt sem blandaðar bardagaíþróttir í dag. Ég óska öllum mínu gömlu félögum velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði Conor á Twitter. Brett Okamoto fjallar um MMA fyrir bandaríska íþróttafjölmiðlarisann ESPN og Okamoto er eitt af stærstu nöfnunum sem fjalla um UFC og blandaðar bardagaíþróttir. Okamoto er hins vegar ekki tilbúinn að taka Írann alveg trúanlegan þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hans í nótt. Brett Okamoto hafði strax samband við Dana White, forseta UFC, og fékk staðfestingu frá honum að forseti UFC liti á þetta þannig að Conor McGregor væri hættur að berjast. Okamoto fékk skilaboð frá Dana White: „Hann hefur unnið sér inn nóg af peningum til að hætta og viskíið hans hefur slegið í gegn. Þetta er mjög skiljanleg ákvörðun. Ef ég væri hann þá myndi ég hætta líka,“ sagði Brett Okamoto að hafi staðið í skilaboðum Dana White.Statement from Dana White (@danawhite) on Conor McGregor’s retirement announcement moments ago, via text. pic.twitter.com/MNPnYypKPn — Brett Okamoto (@bokamotoESPN) March 26, 2019Brett Okamoto finnst þó margt í þessu minna á peningastríðið milli Conor McGregor og Dana White frá árinu 2016 þegar samningar náðust ekki á bak við tjöldin og samningaviðræðurnar voru síðan komnar út í fjölmiðla. Dana White fullvissaði Okamoto þó um að ekkert slíkt væri í gangi núna og að það væri hans huga þúsund prósent líkur á því að Conor væri hættur. Brett Okamoto er þrátt fyrir þetta ekki tilbúinn að trúa alveg þessari yfirlýsingu Conor McGregor sem er nú þekktur fyrir að finna leiðir til að ná sér í athygli. Conor McGregor hafi verið að tala um að berjast við Anthony Pettis í viðtali á dögunum og hafi síðan líka talað um það í viðtalsþætti Jimmy Fallon að viðræður væru í gangi milli Conor McGregor og UFC um bardaga í júlí. „Ég lít ekki á þetta strax sem opinbera staðfestingu á því að Conor McGregor sé hættur,“ sagði Brett Okamoto en það má sjá hann fara yfir þetta mál hér fyrir neðan."I am not treating this as an official retirement quite yet from Conor McGregor, but according to Dana White, he is." –@bokamotoESPN on McGregor tweeting that he is retiring from MMA pic.twitter.com/ew7KaOeSP5 — SportsCenter (@SportsCenter) March 26, 2019 MMA Tengdar fréttir Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Dana White er mikill aðdáandi Conors McGregor en hann verður bara ríkari og frægari með hverjum deginum án þess að berjast. 21. mars 2019 12:30 Conor McGregor handtekinn Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. 12. mars 2019 09:00 Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans Conor McGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. 18. mars 2019 09:30 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. McGregor sagði frá því á Twitter síðu sinni í dag að hann væri hættur. „Ég hef ákveðið að hætta í íþróttinni sem er formlega þekkt sem blandaðar bardagaíþróttir í dag. Ég óska öllum mínu gömlu félögum velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði Conor á Twitter. Brett Okamoto fjallar um MMA fyrir bandaríska íþróttafjölmiðlarisann ESPN og Okamoto er eitt af stærstu nöfnunum sem fjalla um UFC og blandaðar bardagaíþróttir. Okamoto er hins vegar ekki tilbúinn að taka Írann alveg trúanlegan þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hans í nótt. Brett Okamoto hafði strax samband við Dana White, forseta UFC, og fékk staðfestingu frá honum að forseti UFC liti á þetta þannig að Conor McGregor væri hættur að berjast. Okamoto fékk skilaboð frá Dana White: „Hann hefur unnið sér inn nóg af peningum til að hætta og viskíið hans hefur slegið í gegn. Þetta er mjög skiljanleg ákvörðun. Ef ég væri hann þá myndi ég hætta líka,“ sagði Brett Okamoto að hafi staðið í skilaboðum Dana White.Statement from Dana White (@danawhite) on Conor McGregor’s retirement announcement moments ago, via text. pic.twitter.com/MNPnYypKPn — Brett Okamoto (@bokamotoESPN) March 26, 2019Brett Okamoto finnst þó margt í þessu minna á peningastríðið milli Conor McGregor og Dana White frá árinu 2016 þegar samningar náðust ekki á bak við tjöldin og samningaviðræðurnar voru síðan komnar út í fjölmiðla. Dana White fullvissaði Okamoto þó um að ekkert slíkt væri í gangi núna og að það væri hans huga þúsund prósent líkur á því að Conor væri hættur. Brett Okamoto er þrátt fyrir þetta ekki tilbúinn að trúa alveg þessari yfirlýsingu Conor McGregor sem er nú þekktur fyrir að finna leiðir til að ná sér í athygli. Conor McGregor hafi verið að tala um að berjast við Anthony Pettis í viðtali á dögunum og hafi síðan líka talað um það í viðtalsþætti Jimmy Fallon að viðræður væru í gangi milli Conor McGregor og UFC um bardaga í júlí. „Ég lít ekki á þetta strax sem opinbera staðfestingu á því að Conor McGregor sé hættur,“ sagði Brett Okamoto en það má sjá hann fara yfir þetta mál hér fyrir neðan."I am not treating this as an official retirement quite yet from Conor McGregor, but according to Dana White, he is." –@bokamotoESPN on McGregor tweeting that he is retiring from MMA pic.twitter.com/ew7KaOeSP5 — SportsCenter (@SportsCenter) March 26, 2019
MMA Tengdar fréttir Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Dana White er mikill aðdáandi Conors McGregor en hann verður bara ríkari og frægari með hverjum deginum án þess að berjast. 21. mars 2019 12:30 Conor McGregor handtekinn Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. 12. mars 2019 09:00 Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans Conor McGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. 18. mars 2019 09:30 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Dana White er mikill aðdáandi Conors McGregor en hann verður bara ríkari og frægari með hverjum deginum án þess að berjast. 21. mars 2019 12:30
Conor McGregor handtekinn Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. 12. mars 2019 09:00
Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans Conor McGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. 18. mars 2019 09:30
Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21