Geir Sveinsson að mæta uppeldisfélaginu í aðeins annað skiptið á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2019 16:15 Geir Sveinsson. Getty/Jean Catuffe Lokaleikur nítjándu umferðar Olís deildar karla í handbolta fer fram í kvöld þegar Valsmenn taka á móti Akureyri þar sem mætast lið sem eru í baráttunni á sitthvorum enda töflunnar. Valsmenn mega ekki missa fleiri stig ætli þeir að vera með í baráttunni um efstu tvö sætin og Akureyrarliðið situr í fallsæti þremur stigum frá öruggu sæti. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þetta er líka merkilegur leikur fyrir þjálfara Akureyrarliðsins, Geir Sveinsson, sem er fyrrum fyrirliði og þjálfari Valsliðsins. Geir er einn af bestu sonum Vals og lék aldrei með öðru félagi hér heima. Geir lék með Val til ársins 1989 þegar hann fót út í atvinnumennsku. Hann spilaði á Spáni, í Frakklandi og í Þýskalandi næstu tíu árin. Geir kom aftur heim til Íslands 1999 og tók við þjálfun æskufélags síns og lék þá í nokkur tímabil sem spilandi þjálfari Valsliðsins. Geir var fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals 1988 og Íslandsmeistara Vals 1989. Valsliðið komst alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn 2002 en tapaði þá í oddaleik á móti KA. Í kvöld mun Geir aðeins mæta Val í annað skiptið á ferli sínum sem leikmaður eða þjálfari í efstu deild. Hitt skiptið var þegar hann tók við Gróttu á miðju tímabili og mætti með Seltirninga á Hlíðarenda í lokaumferð deildarinnar. Sá leikur fór fram 8. apríl 2010 eða fyrir næstum því níu árum síðan. Gróttuliðið þurfti þá að vinna til að forðast umspil um fall úr deildinni. Grótta var yfir 12-11 í hálfleik og staðan var 17-17 en Valsmenn gáfu í undir lokin og unnu 25-20 sigur. Geir hefur síðan þjálfað í Þýskalandi og Austurríki auk þess að stýra íslenska landsliðinu. Hann tók síðan við Akureyrarliðinu um áramótin og snéri þá aftur í íslensku deildina. Nú er síðan komið að því að glíma við uppeldisfélagið sitt og það í aðeins annað skiptið á ferlinum. Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Lokaleikur nítjándu umferðar Olís deildar karla í handbolta fer fram í kvöld þegar Valsmenn taka á móti Akureyri þar sem mætast lið sem eru í baráttunni á sitthvorum enda töflunnar. Valsmenn mega ekki missa fleiri stig ætli þeir að vera með í baráttunni um efstu tvö sætin og Akureyrarliðið situr í fallsæti þremur stigum frá öruggu sæti. Leikurinn hefst klukkan 18.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þetta er líka merkilegur leikur fyrir þjálfara Akureyrarliðsins, Geir Sveinsson, sem er fyrrum fyrirliði og þjálfari Valsliðsins. Geir er einn af bestu sonum Vals og lék aldrei með öðru félagi hér heima. Geir lék með Val til ársins 1989 þegar hann fót út í atvinnumennsku. Hann spilaði á Spáni, í Frakklandi og í Þýskalandi næstu tíu árin. Geir kom aftur heim til Íslands 1999 og tók við þjálfun æskufélags síns og lék þá í nokkur tímabil sem spilandi þjálfari Valsliðsins. Geir var fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals 1988 og Íslandsmeistara Vals 1989. Valsliðið komst alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn 2002 en tapaði þá í oddaleik á móti KA. Í kvöld mun Geir aðeins mæta Val í annað skiptið á ferli sínum sem leikmaður eða þjálfari í efstu deild. Hitt skiptið var þegar hann tók við Gróttu á miðju tímabili og mætti með Seltirninga á Hlíðarenda í lokaumferð deildarinnar. Sá leikur fór fram 8. apríl 2010 eða fyrir næstum því níu árum síðan. Gróttuliðið þurfti þá að vinna til að forðast umspil um fall úr deildinni. Grótta var yfir 12-11 í hálfleik og staðan var 17-17 en Valsmenn gáfu í undir lokin og unnu 25-20 sigur. Geir hefur síðan þjálfað í Þýskalandi og Austurríki auk þess að stýra íslenska landsliðinu. Hann tók síðan við Akureyrarliðinu um áramótin og snéri þá aftur í íslensku deildina. Nú er síðan komið að því að glíma við uppeldisfélagið sitt og það í aðeins annað skiptið á ferlinum.
Olís-deild karla Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira