Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Birgir Olgeirsson skrifar 25. mars 2019 10:54 Wow air hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Vísir/EPA Farþegaþota WOW air situr sem fastast á flugvelli í Montreal í Kanada og þá hefur WOW air aflýst áætlunarferðum til og frá Gatwick í London í morgun. Misvísandi fréttir berast af ástæðum þessa en engin svör er að fá frá forsvarsmönnum WOW. Morgunblaðið hefur eftir heimildum að vélin í Montreal, sem er TF-PRO, hafi verið kyrrsett á flugvellinum að beiðni leigusala hennar, fyrirtækisins Jin Shan 20. Leigusalinn á einnig aðra vél í flota WOW air sem er TF-NOW. Sú vél hefur verið í Kúbuflugi frá Bandaríkjunum um þessar mundir. Um er að ræða 200 sæta Airbus A321-200 vélar.RÚV hefur greint frá því að fluginu frá Montreal hafi verið frestað vegna bilunar og á vef Túrista er því haldið fram að það liggi ekki fyrir hvort seinkun í Kanada tengist kyrrsetningu eða bilun. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um málið.Engar upplýsingar fást frá forsvarsmönnum WOW air að svo stöddu.Vísir/EPABreski fjölmiðillinn Independent greinir frá því að WOW hafi aflýst ferð frá Gatwick í Lundúnum. Hafa farþegar þeirrar ferðar lýst yfir megnri óánægju með það á Twitter. Svana hefur heldur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það mál en á vef Túrista er því haldið fram að ferðum WOW til Lundúna hafi verið aflýst og seinkun til Dublin sé vegna þeirrar stöðu sem upp er komin er á flugvellinum í Kanada.Flugöryggi ávallt í fyrsta sæti Greint var frá því í gær að forsvarsmenn WOW air hafi fundað með Samgöngustofu í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að almennt séð snúist eftirlit Samgöngustofu um að tryggja flugöryggi. Samgöngustofa hafi eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekanda í því skyni að flugöryggi sé á öllum tímum tryggt, til dæmis viðhald véla og þjálfun áhafna. Stofnunin fari eftir evrópskri reglugerð um rekstur flugrekanda sem snýr að því að öryggi sé ávallt í fyrsta sæti. Airbus Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Farþegaþota WOW air situr sem fastast á flugvelli í Montreal í Kanada og þá hefur WOW air aflýst áætlunarferðum til og frá Gatwick í London í morgun. Misvísandi fréttir berast af ástæðum þessa en engin svör er að fá frá forsvarsmönnum WOW. Morgunblaðið hefur eftir heimildum að vélin í Montreal, sem er TF-PRO, hafi verið kyrrsett á flugvellinum að beiðni leigusala hennar, fyrirtækisins Jin Shan 20. Leigusalinn á einnig aðra vél í flota WOW air sem er TF-NOW. Sú vél hefur verið í Kúbuflugi frá Bandaríkjunum um þessar mundir. Um er að ræða 200 sæta Airbus A321-200 vélar.RÚV hefur greint frá því að fluginu frá Montreal hafi verið frestað vegna bilunar og á vef Túrista er því haldið fram að það liggi ekki fyrir hvort seinkun í Kanada tengist kyrrsetningu eða bilun. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um málið.Engar upplýsingar fást frá forsvarsmönnum WOW air að svo stöddu.Vísir/EPABreski fjölmiðillinn Independent greinir frá því að WOW hafi aflýst ferð frá Gatwick í Lundúnum. Hafa farþegar þeirrar ferðar lýst yfir megnri óánægju með það á Twitter. Svana hefur heldur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það mál en á vef Túrista er því haldið fram að ferðum WOW til Lundúna hafi verið aflýst og seinkun til Dublin sé vegna þeirrar stöðu sem upp er komin er á flugvellinum í Kanada.Flugöryggi ávallt í fyrsta sæti Greint var frá því í gær að forsvarsmenn WOW air hafi fundað með Samgöngustofu í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að almennt séð snúist eftirlit Samgöngustofu um að tryggja flugöryggi. Samgöngustofa hafi eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekanda í því skyni að flugöryggi sé á öllum tímum tryggt, til dæmis viðhald véla og þjálfun áhafna. Stofnunin fari eftir evrópskri reglugerð um rekstur flugrekanda sem snýr að því að öryggi sé ávallt í fyrsta sæti.
Airbus Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira