Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Birgir Olgeirsson skrifar 25. mars 2019 10:54 Wow air hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Vísir/EPA Farþegaþota WOW air situr sem fastast á flugvelli í Montreal í Kanada og þá hefur WOW air aflýst áætlunarferðum til og frá Gatwick í London í morgun. Misvísandi fréttir berast af ástæðum þessa en engin svör er að fá frá forsvarsmönnum WOW. Morgunblaðið hefur eftir heimildum að vélin í Montreal, sem er TF-PRO, hafi verið kyrrsett á flugvellinum að beiðni leigusala hennar, fyrirtækisins Jin Shan 20. Leigusalinn á einnig aðra vél í flota WOW air sem er TF-NOW. Sú vél hefur verið í Kúbuflugi frá Bandaríkjunum um þessar mundir. Um er að ræða 200 sæta Airbus A321-200 vélar.RÚV hefur greint frá því að fluginu frá Montreal hafi verið frestað vegna bilunar og á vef Túrista er því haldið fram að það liggi ekki fyrir hvort seinkun í Kanada tengist kyrrsetningu eða bilun. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um málið.Engar upplýsingar fást frá forsvarsmönnum WOW air að svo stöddu.Vísir/EPABreski fjölmiðillinn Independent greinir frá því að WOW hafi aflýst ferð frá Gatwick í Lundúnum. Hafa farþegar þeirrar ferðar lýst yfir megnri óánægju með það á Twitter. Svana hefur heldur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það mál en á vef Túrista er því haldið fram að ferðum WOW til Lundúna hafi verið aflýst og seinkun til Dublin sé vegna þeirrar stöðu sem upp er komin er á flugvellinum í Kanada.Flugöryggi ávallt í fyrsta sæti Greint var frá því í gær að forsvarsmenn WOW air hafi fundað með Samgöngustofu í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að almennt séð snúist eftirlit Samgöngustofu um að tryggja flugöryggi. Samgöngustofa hafi eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekanda í því skyni að flugöryggi sé á öllum tímum tryggt, til dæmis viðhald véla og þjálfun áhafna. Stofnunin fari eftir evrópskri reglugerð um rekstur flugrekanda sem snýr að því að öryggi sé ávallt í fyrsta sæti. Airbus Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Farþegaþota WOW air situr sem fastast á flugvelli í Montreal í Kanada og þá hefur WOW air aflýst áætlunarferðum til og frá Gatwick í London í morgun. Misvísandi fréttir berast af ástæðum þessa en engin svör er að fá frá forsvarsmönnum WOW. Morgunblaðið hefur eftir heimildum að vélin í Montreal, sem er TF-PRO, hafi verið kyrrsett á flugvellinum að beiðni leigusala hennar, fyrirtækisins Jin Shan 20. Leigusalinn á einnig aðra vél í flota WOW air sem er TF-NOW. Sú vél hefur verið í Kúbuflugi frá Bandaríkjunum um þessar mundir. Um er að ræða 200 sæta Airbus A321-200 vélar.RÚV hefur greint frá því að fluginu frá Montreal hafi verið frestað vegna bilunar og á vef Túrista er því haldið fram að það liggi ekki fyrir hvort seinkun í Kanada tengist kyrrsetningu eða bilun. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um málið.Engar upplýsingar fást frá forsvarsmönnum WOW air að svo stöddu.Vísir/EPABreski fjölmiðillinn Independent greinir frá því að WOW hafi aflýst ferð frá Gatwick í Lundúnum. Hafa farþegar þeirrar ferðar lýst yfir megnri óánægju með það á Twitter. Svana hefur heldur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það mál en á vef Túrista er því haldið fram að ferðum WOW til Lundúna hafi verið aflýst og seinkun til Dublin sé vegna þeirrar stöðu sem upp er komin er á flugvellinum í Kanada.Flugöryggi ávallt í fyrsta sæti Greint var frá því í gær að forsvarsmenn WOW air hafi fundað með Samgöngustofu í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að almennt séð snúist eftirlit Samgöngustofu um að tryggja flugöryggi. Samgöngustofa hafi eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekanda í því skyni að flugöryggi sé á öllum tímum tryggt, til dæmis viðhald véla og þjálfun áhafna. Stofnunin fari eftir evrópskri reglugerð um rekstur flugrekanda sem snýr að því að öryggi sé ávallt í fyrsta sæti.
Airbus Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira