Meira en nóg Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. mars 2019 07:00 Sú hugmynd sem lögð er til í frumvarpi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, að frysta laun ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins til 1. janúar á næsta ári er afar skynsamleg. Ef eitthvað má að henni finna þá er það helst að hún gangi ekki nógu langt. Frysta ætti launin mun lengur. Fólk sem er gríðarlega vel launað þarf ekki að fá rausnarlegar launahækkanir með reglulegu millibili. Vitanlega var ómögulegt annað en að ámátleg hljóð heyrðust úr horni vegna þessarar hugmyndar. Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, sem senn lætur af störfum, steig fram og kveinaði hátt. Hann segir að að laun seðlabankastjóra hafi æði lengi verið fremur lág í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna. Þetta vill hann láta leiðrétta. Það er sennilega innbyggt í eðli seðlabankastjóra að hugsa meira um krónur og aura en flestir aðrir. Víst er að núverandi seðlabankastjóri hefur hvergi dregið af sér þegar kemur að því að kvarta undan launakjörum sínum. Landsmönnum er vísast enn í minni þegar hann fór í mál við eigin vinnustað vegna þess að hann taldi sig illa settan í launamálum. Enn eina ferðina ber seðlabankastjóri sig aumlega vegna launa sinna, og velur til þess tíma þegar erfiðar kjaraviðræður standa yfir. Óneitanlega lýsir það ákveðnu taktleysi. Það vekur líka furðu hversu brattur seðlabankastjóri er. Einhver hefði eflaust búist við að hann hefði kosið að hafa hægt um sig þessa dagana, sérstaklega eftir þá hirtingu sem hann fékk nýlega frá umboðsmanni Alþingis vegna þess sem vart verður kallað annað en aðför Seðlabankans að Samherja. Seðlabankastjóri segir einnig að erfitt gæti verið að manna stöður bankastjóra ef laun þeirra dragist aftur úr launum sambærilegra embættismanna. Það er vitaskuld ekkert annað en bull. Það er fullt af hæfu fólki sem vill slíkar stöður, enda þarf enginn sem tekur þær að sér að lepja dauðann úr skel. Það er orðið ansi leiðigjarnt að hlusta á frasann frá hálaunuðu fólki um að það hafi dregist aftur úr í launum og verði umsvifalaust að fá leiðréttingu. Það er segin saga að um leið og einn hálaunamaður rekur upp gól hefja aðrir sömuleiðis upp raust sína og bera sig verulega illa þótt þá skorti ekkert í lífinu. Þannig hefur orðið til sú regla að þeir sem eru sérlega vel launaðir fá áframhaldandi hækkanir langt umfram almenna launaþróun. Á sama tíma er stöðugt verið að vara venjulegt launafólk við því að launahækkanir til þess yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúið. Ætíð finnst svigrúm til launahækkana fyrir hæst launaða fólkið en þegar kemur að launum venjulegs fólk, hvað þá þeirra lægst launuðu, þá finnst alls ekkert svigrúm. Vitanlega er þetta svigrúm til, það eina sem þarf er vilji til að nýta það. Það þarf að bæta kjör þeirra sem lægst laun hafa og ekki á að láta eins og það sé ómögulegt. Ríkt samfélag ræður vel við slíkt verkefni. Öllum ætti svo að vera ljóst að hálaunafólk þarf ekki frekari hækkanir, það hefur mikið meira en nóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Sú hugmynd sem lögð er til í frumvarpi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, að frysta laun ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins til 1. janúar á næsta ári er afar skynsamleg. Ef eitthvað má að henni finna þá er það helst að hún gangi ekki nógu langt. Frysta ætti launin mun lengur. Fólk sem er gríðarlega vel launað þarf ekki að fá rausnarlegar launahækkanir með reglulegu millibili. Vitanlega var ómögulegt annað en að ámátleg hljóð heyrðust úr horni vegna þessarar hugmyndar. Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, sem senn lætur af störfum, steig fram og kveinaði hátt. Hann segir að að laun seðlabankastjóra hafi æði lengi verið fremur lág í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna. Þetta vill hann láta leiðrétta. Það er sennilega innbyggt í eðli seðlabankastjóra að hugsa meira um krónur og aura en flestir aðrir. Víst er að núverandi seðlabankastjóri hefur hvergi dregið af sér þegar kemur að því að kvarta undan launakjörum sínum. Landsmönnum er vísast enn í minni þegar hann fór í mál við eigin vinnustað vegna þess að hann taldi sig illa settan í launamálum. Enn eina ferðina ber seðlabankastjóri sig aumlega vegna launa sinna, og velur til þess tíma þegar erfiðar kjaraviðræður standa yfir. Óneitanlega lýsir það ákveðnu taktleysi. Það vekur líka furðu hversu brattur seðlabankastjóri er. Einhver hefði eflaust búist við að hann hefði kosið að hafa hægt um sig þessa dagana, sérstaklega eftir þá hirtingu sem hann fékk nýlega frá umboðsmanni Alþingis vegna þess sem vart verður kallað annað en aðför Seðlabankans að Samherja. Seðlabankastjóri segir einnig að erfitt gæti verið að manna stöður bankastjóra ef laun þeirra dragist aftur úr launum sambærilegra embættismanna. Það er vitaskuld ekkert annað en bull. Það er fullt af hæfu fólki sem vill slíkar stöður, enda þarf enginn sem tekur þær að sér að lepja dauðann úr skel. Það er orðið ansi leiðigjarnt að hlusta á frasann frá hálaunuðu fólki um að það hafi dregist aftur úr í launum og verði umsvifalaust að fá leiðréttingu. Það er segin saga að um leið og einn hálaunamaður rekur upp gól hefja aðrir sömuleiðis upp raust sína og bera sig verulega illa þótt þá skorti ekkert í lífinu. Þannig hefur orðið til sú regla að þeir sem eru sérlega vel launaðir fá áframhaldandi hækkanir langt umfram almenna launaþróun. Á sama tíma er stöðugt verið að vara venjulegt launafólk við því að launahækkanir til þess yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúið. Ætíð finnst svigrúm til launahækkana fyrir hæst launaða fólkið en þegar kemur að launum venjulegs fólk, hvað þá þeirra lægst launuðu, þá finnst alls ekkert svigrúm. Vitanlega er þetta svigrúm til, það eina sem þarf er vilji til að nýta það. Það þarf að bæta kjör þeirra sem lægst laun hafa og ekki á að láta eins og það sé ómögulegt. Ríkt samfélag ræður vel við slíkt verkefni. Öllum ætti svo að vera ljóst að hálaunafólk þarf ekki frekari hækkanir, það hefur mikið meira en nóg.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun