Endurskipulagning WOW í kortunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2019 20:42 Mikil óvissa ríkir nú um framtíð WOW. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að á morgun fari fram kynning á endurskipulagningu WOW air, að því er fram kemur í fréttum mbl. Endurskipulagningin kemur til með að fela í sér afskriftir skulda og verður þeim í kjölfarið breytt í hlutafé. Þá segir að reiknað sé með nýjum fjárfestum að WOW. Þetta hefur mbl eftir fulltrúa þeirra fjárfesta sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW síðastliðinn september. Nafn fulltrúans kemur ekki fram í fréttinni. Þá er haft eftir honum að kröfuhafar og skuldabréfaeigendur hafi fundað um málið um helgina en að í gær, laugardag, hafi legið ljóst fyrir að ekkert yrði af fjárfestingu Icelandair Group í WOW, en það var formlega tilkynnt fyrr í dag. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði að fjárhagsstaða WOW hafi verið ástæða þess að Icelandair tók ákvörðun um að koma ekki að rekstri félagsins.Meirihluti félagsins boðinn til kaups Ráðgert sé að afskrifa skuldir félagsins og bjóða rétt rúman meirihluta þess, 51%, til kaups. Nýir eigendur muni þá njóta forgangs, til að mynda við sölu bréfa í félaginu eftir endurskipulagningu. Umræddur skuldabréfaeigandi segir í samtali við mbl að áhugavert verði að sjá tilboðið sem fjárfestum kemur til með að vera boðið að koma inn í eftir að búið verði að „setja félagið í búning sem lítur mjög vel út fyrir þá sem koma að félaginu.“ Hann segir þá nokkrar líkur á því að einhver úr hópi skuldabréfaeigenda eða kröfuhafa sjái tækifæri í því að geta keypt rúman helmingshlut í WOW air. Hann segir þá hafa verið unnið alla helgina að áætlun um hvernig megi bjarga WOW frá gjaldþroti. Allir kröfuhafar komi til með að gefa eftir skuldir og eignast þess í stað hlutafé í fyrirtækinu, sem hann segir að verði lítið skuldsett. Útfærsla endurskipulagningarinnar verði nánar kynnt á morgun.Uppfært klukkan 21:08 Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, vildi ekki staðfesta þessar fregnir við fréttastofu Vísis þegar eftir því var leitað nú í kvöld. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Stefnt er að því að á morgun fari fram kynning á endurskipulagningu WOW air, að því er fram kemur í fréttum mbl. Endurskipulagningin kemur til með að fela í sér afskriftir skulda og verður þeim í kjölfarið breytt í hlutafé. Þá segir að reiknað sé með nýjum fjárfestum að WOW. Þetta hefur mbl eftir fulltrúa þeirra fjárfesta sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW síðastliðinn september. Nafn fulltrúans kemur ekki fram í fréttinni. Þá er haft eftir honum að kröfuhafar og skuldabréfaeigendur hafi fundað um málið um helgina en að í gær, laugardag, hafi legið ljóst fyrir að ekkert yrði af fjárfestingu Icelandair Group í WOW, en það var formlega tilkynnt fyrr í dag. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði að fjárhagsstaða WOW hafi verið ástæða þess að Icelandair tók ákvörðun um að koma ekki að rekstri félagsins.Meirihluti félagsins boðinn til kaups Ráðgert sé að afskrifa skuldir félagsins og bjóða rétt rúman meirihluta þess, 51%, til kaups. Nýir eigendur muni þá njóta forgangs, til að mynda við sölu bréfa í félaginu eftir endurskipulagningu. Umræddur skuldabréfaeigandi segir í samtali við mbl að áhugavert verði að sjá tilboðið sem fjárfestum kemur til með að vera boðið að koma inn í eftir að búið verði að „setja félagið í búning sem lítur mjög vel út fyrir þá sem koma að félaginu.“ Hann segir þá nokkrar líkur á því að einhver úr hópi skuldabréfaeigenda eða kröfuhafa sjái tækifæri í því að geta keypt rúman helmingshlut í WOW air. Hann segir þá hafa verið unnið alla helgina að áætlun um hvernig megi bjarga WOW frá gjaldþroti. Allir kröfuhafar komi til með að gefa eftir skuldir og eignast þess í stað hlutafé í fyrirtækinu, sem hann segir að verði lítið skuldsett. Útfærsla endurskipulagningarinnar verði nánar kynnt á morgun.Uppfært klukkan 21:08 Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, vildi ekki staðfesta þessar fregnir við fréttastofu Vísis þegar eftir því var leitað nú í kvöld.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13
Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50
Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35
Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45