Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2019 20:04 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Stefán Blaðamannafélag Íslands íhugar nú að kæra stjórnsýslu fjölmiðlanefndar til umboðsmanns Alþingis. Gagnrýni félagsins beinist að beitingu nefndarinnar á 26. grein laga um fjölmiðla en hún snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins. Í fréttinni segir að blaðamannafélagið hafi áður gert athugasemd við birtingu nefndarinnar á áliti á efni fjölmiðla, sem grundvallaðist eingöngu á 26. grein laganna, í kjölfar kæra sem nefndinni barst og hún ákvað að taka til meðferðar.Áður hafði BÍ samþykkt að draga fulltrúa sinn út úr fjölmiðlanefnd vegna þessa.„Það er álit Blaðamannafélagsins að með þessu háttalagi sínu sé nefndin kom langt út fyrir valdsvið sitt og sé að fara á svig við skýran vilja löggjafans eins og hann birtist þegar fjölmiðlalögin urðu að lögum,“ segir á vef félagsins. Þar segir jafnframt að hafa verði í huga meirihlutaálit menntamálanefndar, en þar kom fram að ákvæðið um lýðræðislegar grundvallarreglur beri að túlka sem stefnuyfirlýsingu um grundvallarreglur í fjölmiðlun en ekki sé með því ætlunin að setja tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla auknar skorður.” Blaðamannafélagið telji nú að nefndin hafi farið út fyrir þau valdmörk sem henni er sett í álitinu. Þá segir Blaðamannafélagið það „stórlega ámælisverða stjórnsýslu“ af hálfu fjölmiðlanefndar að hafa birt álit sem grundvölluðust eingöngu á umræddri 26. grein fjölmiðlalaganna án þess að setja formreglur um hvaða skilyrði kærur þyrftu að uppfylla til þess að teljast tækar fyrir nefndinni. „Þannig virðist nefndin líta svo á að allt birt efni í íslenskum fjölmiðlum sé á valdsviði nefndarinnar og enginn áskilnaður er um aðild kærenda, fyrningu eða að reynt hafi verið að krefjast leiðréttingar á kærðri umfjöllun eins og finna má í siðareglum BÍ.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands íhugar nú að kæra stjórnsýslu fjölmiðlanefndar til umboðsmanns Alþingis. Gagnrýni félagsins beinist að beitingu nefndarinnar á 26. grein laga um fjölmiðla en hún snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins. Í fréttinni segir að blaðamannafélagið hafi áður gert athugasemd við birtingu nefndarinnar á áliti á efni fjölmiðla, sem grundvallaðist eingöngu á 26. grein laganna, í kjölfar kæra sem nefndinni barst og hún ákvað að taka til meðferðar.Áður hafði BÍ samþykkt að draga fulltrúa sinn út úr fjölmiðlanefnd vegna þessa.„Það er álit Blaðamannafélagsins að með þessu háttalagi sínu sé nefndin kom langt út fyrir valdsvið sitt og sé að fara á svig við skýran vilja löggjafans eins og hann birtist þegar fjölmiðlalögin urðu að lögum,“ segir á vef félagsins. Þar segir jafnframt að hafa verði í huga meirihlutaálit menntamálanefndar, en þar kom fram að ákvæðið um lýðræðislegar grundvallarreglur beri að túlka sem stefnuyfirlýsingu um grundvallarreglur í fjölmiðlun en ekki sé með því ætlunin að setja tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla auknar skorður.” Blaðamannafélagið telji nú að nefndin hafi farið út fyrir þau valdmörk sem henni er sett í álitinu. Þá segir Blaðamannafélagið það „stórlega ámælisverða stjórnsýslu“ af hálfu fjölmiðlanefndar að hafa birt álit sem grundvölluðust eingöngu á umræddri 26. grein fjölmiðlalaganna án þess að setja formreglur um hvaða skilyrði kærur þyrftu að uppfylla til þess að teljast tækar fyrir nefndinni. „Þannig virðist nefndin líta svo á að allt birt efni í íslenskum fjölmiðlum sé á valdsviði nefndarinnar og enginn áskilnaður er um aðild kærenda, fyrningu eða að reynt hafi verið að krefjast leiðréttingar á kærðri umfjöllun eins og finna má í siðareglum BÍ.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42