Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. mars 2019 09:00 Yuichi Tsuda. frá JAXA, sýndi blaðamönnum mynd af lendingarstað Hayabusa2 á Ryugu. Vísir/AP Rannsóknir á skraufaþurri og grýttu yfirborði smástirnisins Ryugu hafa veitt vísindamönnum einstakt tækifæri til að lýsa aðstæðum í árdaga sólkerfisins. Leiðangurinn til Ryugu nær hámarki árið 2020 þegar sýni úr smástirninu skilar sér til Jarðar Rúmlega fjögur ár eru nsíðan geimfarinu Hayabusa2 var skotið á loft frá geimferðahöfninni í Tangeshima í suðvesturhlutahluta Japans. Förinni var heitið að smástirninu Ryugu en markmið verkefnisins var að kanna eiginleika smástirnisins.Hayabusa2 komst í návígi við Ryugu í júní á síðasta ári og í desember 2019 mun það haldaaftur heim til Jarðar með sýnishorn af smástirninu um borð. Í millitíðinni hafa japanskir vísindamenn hafið ítarlegar vísindarannsóknir á smástirninu og fyrstu niðurstöður þeirra liggja loks fyrir.Grafík/FréttablaðiðVísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í þremur vísindagreinum í vísindaritinu Science fyrr í vikunni. Greinarnar veita hver um sig einstaka innsýn í samsetningu, tilurð og framtíð smástirnisins. Á meðal þess sem vísindamennirnir vita nú er að Ryugu er ekki heilsteyptberg, þvert á móti má lýsa smástirninu sem kílómetrabreiðri hrúgu af skraufaþurrum grjótmulningi. Raunar er það svo að 50 prósent af rúmmáli Ryugu eru tómarúm. Frá því í júní á síðasta ári hefur Hayabusa2 verið á sporbraut umsmástirnið og safnað gríðarlegu magni upplýsinga sem það sendir til Jarðar. Geimfarið hefur jafnframt gert nokkrar athuganir á yfirborði þess en til stendur að lenda stuttlega á smástirninu og safna sýnum af jarðvegsþekju þess. „Fljótlega eftir að Hayabusa2 kom að Ryugu hófum við vísindavinnunna og gerðum um leið nokkrar stórkostlegar uppgötvanir, “ segir Seiji Sugita, prófessor í reikistjörnufræði við háskólann í Tókýó. „Fyrst og fremst ber að nefna það sem snertir vatnsmagn Ryugu, eða algjöran skort á því öllu heldur. Ryugu af afar þurr staður. Smástirnið er jafnframt nokkuð ungt, kannski 100 milljón ára, og það gefur til kynna að það eigi því rætur að rekja til aðstæðna sem voru gjörsneyddar vatni.“ Jafnframt hefur litrófsriti um borð í Hayabusa2 rýnt í efnasamsetningu Ryugu. Þær niðurstöður gefa sterklega til kynna að smástirnið sé fyrst og fremst samsett úr kolefni. Með þessar upplýsingar um samsetningu Ryugu hefur vísindamönnunum tekist að rekja uppruna smástirnisins. Lítil smástirni, eins og Ryugu, eru talin hafa myndast þegar stærri smástirni eða reikistjörnur sundruðust í meiriháttar hamförum. Agnirnar sem myndast í hamförum sem þessum renna síðan saman yfir langan tíma. Japönsku vísindamennirnir undir strika mikilvægi þess að vatn sé ekki að finna á Ryugu. Þetta er mikilvægt vegna þess að allt vatn á Jörðinni kom frá smástirnum, halastjörnum og geimþokunni og rykskýinu sem síðar urðu að Sólinni. Þannig kallar tilvist þurra smástirna á endurskoðun á efnasamsetningu sólkerfisins þegar það var að myndast. „Þetta hefur víðtækar skírskotanir þegar kemur að leitinni að lífi handan Jarðarinnar,“ segir Sugita. „Það eru til óteljandi sólkerfi og leitin að lífi þarfnast skýrari veg vísa. Okkar niðurstöður munu hjálpa öðrum vísindamönnum að finna sólkerfi sem mögulega gætu verið lífvænleg.“ Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lentu vélmennum á smástirni Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar. 23. september 2018 18:55 Klettótt auðn á yfirborði smástirnisins Ryugu Könnunarförin lentu á Ryugu í síðustu viku eftir þriggja og hálfs árs ferðalag. 28. september 2018 06:30 Japanskt geimfar skaut smástirni Smástirnið Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Rannsóknir á skraufaþurri og grýttu yfirborði smástirnisins Ryugu hafa veitt vísindamönnum einstakt tækifæri til að lýsa aðstæðum í árdaga sólkerfisins. Leiðangurinn til Ryugu nær hámarki árið 2020 þegar sýni úr smástirninu skilar sér til Jarðar Rúmlega fjögur ár eru nsíðan geimfarinu Hayabusa2 var skotið á loft frá geimferðahöfninni í Tangeshima í suðvesturhlutahluta Japans. Förinni var heitið að smástirninu Ryugu en markmið verkefnisins var að kanna eiginleika smástirnisins.Hayabusa2 komst í návígi við Ryugu í júní á síðasta ári og í desember 2019 mun það haldaaftur heim til Jarðar með sýnishorn af smástirninu um borð. Í millitíðinni hafa japanskir vísindamenn hafið ítarlegar vísindarannsóknir á smástirninu og fyrstu niðurstöður þeirra liggja loks fyrir.Grafík/FréttablaðiðVísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í þremur vísindagreinum í vísindaritinu Science fyrr í vikunni. Greinarnar veita hver um sig einstaka innsýn í samsetningu, tilurð og framtíð smástirnisins. Á meðal þess sem vísindamennirnir vita nú er að Ryugu er ekki heilsteyptberg, þvert á móti má lýsa smástirninu sem kílómetrabreiðri hrúgu af skraufaþurrum grjótmulningi. Raunar er það svo að 50 prósent af rúmmáli Ryugu eru tómarúm. Frá því í júní á síðasta ári hefur Hayabusa2 verið á sporbraut umsmástirnið og safnað gríðarlegu magni upplýsinga sem það sendir til Jarðar. Geimfarið hefur jafnframt gert nokkrar athuganir á yfirborði þess en til stendur að lenda stuttlega á smástirninu og safna sýnum af jarðvegsþekju þess. „Fljótlega eftir að Hayabusa2 kom að Ryugu hófum við vísindavinnunna og gerðum um leið nokkrar stórkostlegar uppgötvanir, “ segir Seiji Sugita, prófessor í reikistjörnufræði við háskólann í Tókýó. „Fyrst og fremst ber að nefna það sem snertir vatnsmagn Ryugu, eða algjöran skort á því öllu heldur. Ryugu af afar þurr staður. Smástirnið er jafnframt nokkuð ungt, kannski 100 milljón ára, og það gefur til kynna að það eigi því rætur að rekja til aðstæðna sem voru gjörsneyddar vatni.“ Jafnframt hefur litrófsriti um borð í Hayabusa2 rýnt í efnasamsetningu Ryugu. Þær niðurstöður gefa sterklega til kynna að smástirnið sé fyrst og fremst samsett úr kolefni. Með þessar upplýsingar um samsetningu Ryugu hefur vísindamönnunum tekist að rekja uppruna smástirnisins. Lítil smástirni, eins og Ryugu, eru talin hafa myndast þegar stærri smástirni eða reikistjörnur sundruðust í meiriháttar hamförum. Agnirnar sem myndast í hamförum sem þessum renna síðan saman yfir langan tíma. Japönsku vísindamennirnir undir strika mikilvægi þess að vatn sé ekki að finna á Ryugu. Þetta er mikilvægt vegna þess að allt vatn á Jörðinni kom frá smástirnum, halastjörnum og geimþokunni og rykskýinu sem síðar urðu að Sólinni. Þannig kallar tilvist þurra smástirna á endurskoðun á efnasamsetningu sólkerfisins þegar það var að myndast. „Þetta hefur víðtækar skírskotanir þegar kemur að leitinni að lífi handan Jarðarinnar,“ segir Sugita. „Það eru til óteljandi sólkerfi og leitin að lífi þarfnast skýrari veg vísa. Okkar niðurstöður munu hjálpa öðrum vísindamönnum að finna sólkerfi sem mögulega gætu verið lífvænleg.“
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Lentu vélmennum á smástirni Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar. 23. september 2018 18:55 Klettótt auðn á yfirborði smástirnisins Ryugu Könnunarförin lentu á Ryugu í síðustu viku eftir þriggja og hálfs árs ferðalag. 28. september 2018 06:30 Japanskt geimfar skaut smástirni Smástirnið Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Lentu vélmennum á smástirni Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar. 23. september 2018 18:55
Klettótt auðn á yfirborði smástirnisins Ryugu Könnunarförin lentu á Ryugu í síðustu viku eftir þriggja og hálfs árs ferðalag. 28. september 2018 06:30
Japanskt geimfar skaut smástirni Smástirnið Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. 22. febrúar 2019 11:30