Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Andri Eysteinsson skrifar 23. mars 2019 00:00 Verkfallsverðir segja mun fleiri brot í dag en í síðustu aðgerðum Eflingar. Vísir/Vilhelm Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR sagði verkfallið sögulegt í samtali við fréttastofu, enda væri þetta fyrsta verkfall VR frá árinu 1988. Næsta verkfall er fyrirhugað tveggja daga verkfall í hótelum og rútufyrirtækjum 28. Og 29. Mars næstkomandi. Fleiri aðgerðir hafa verið samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og munu þær vera á þennan hátt. • 3.-5. apríl (3 dagar) • 9.-11. apríl (3 dagar) • 15.-17. apríl (3 dagar) • 23.-25. apríl (3 dagar) • 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst)Aðgerðir höfðu áhrif á starfsemi hótela og rútufyrirtækjaFréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fylgdist vel með verkfallinu í gær og má sjá Verkfallsvakt 22. mars hér. Verkföllin höfðu einhver áhrif á rekstur rútufyrirtækja og hótela í dag. Sérferðir voru felldar niður og stjórnendur gengu í þrifin á hótelum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að rúmlega tveir þriðju starfsmanna Hótel Sögu hafi tekið þátt í verkfallsaðgerðum í dag. Hótel lokuðu fyrir bókanir fyrir þessa helgi og dagana í kring. Páll Lárus Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Hótel KEA, sagði aðgerðirnar í dag hafa áhrif á fimm daga. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði verkfallið ekki hafa haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækisins í samtali við fréttastofu um klukkan 10 í morgun, Björn sagði þó í kvöldfréttum Stöðvar 2 að vegna aðgerðanna hafi Kynnisferðir lagt áherslu á að halda flugrútunni gangandi og hafi því dregið úr annarri þjónustu. Verkfallsverðir Eflingar fóru á milli og sinntu störfum sínum, töldu þeir líklegt að einhver fjöldi verkfallsbrota hafi verið framin. Verkfallsvörðum var meinaður aðgangur á hótelið Reykjavík Natura í þó nokkurn tíma, en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagðist ekki fá góða tilfinningu þegar tekið væri á móti verkfallsvörðum með þessum hætti.Sólveig fullyrti einnig að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu.Guðmundur Baldursson, einn verkfallsvarða Eflingar, fylgdist með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag. Guðmundur sagði bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot, þeir hafi sumir hvorki sagt til nafns né gefið upp stéttarfélög sín í samtölum við verkfallsverði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var birt myndskeið, sem vakið hefur athygli. Myndskeiðið sem tekið var upp á BSÍ fyrr í dag sýndi samtal verkfallsvarða og rútubílsstjóra. Næsti fundur í kjaradeilu Eflingar, VR, LÍV, VLFA, VLFG og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara næstkomandi mánudag klukkan 10. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. 22. mars 2019 15:01 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR sagði verkfallið sögulegt í samtali við fréttastofu, enda væri þetta fyrsta verkfall VR frá árinu 1988. Næsta verkfall er fyrirhugað tveggja daga verkfall í hótelum og rútufyrirtækjum 28. Og 29. Mars næstkomandi. Fleiri aðgerðir hafa verið samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og munu þær vera á þennan hátt. • 3.-5. apríl (3 dagar) • 9.-11. apríl (3 dagar) • 15.-17. apríl (3 dagar) • 23.-25. apríl (3 dagar) • 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst)Aðgerðir höfðu áhrif á starfsemi hótela og rútufyrirtækjaFréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fylgdist vel með verkfallinu í gær og má sjá Verkfallsvakt 22. mars hér. Verkföllin höfðu einhver áhrif á rekstur rútufyrirtækja og hótela í dag. Sérferðir voru felldar niður og stjórnendur gengu í þrifin á hótelum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að rúmlega tveir þriðju starfsmanna Hótel Sögu hafi tekið þátt í verkfallsaðgerðum í dag. Hótel lokuðu fyrir bókanir fyrir þessa helgi og dagana í kring. Páll Lárus Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Hótel KEA, sagði aðgerðirnar í dag hafa áhrif á fimm daga. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði verkfallið ekki hafa haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækisins í samtali við fréttastofu um klukkan 10 í morgun, Björn sagði þó í kvöldfréttum Stöðvar 2 að vegna aðgerðanna hafi Kynnisferðir lagt áherslu á að halda flugrútunni gangandi og hafi því dregið úr annarri þjónustu. Verkfallsverðir Eflingar fóru á milli og sinntu störfum sínum, töldu þeir líklegt að einhver fjöldi verkfallsbrota hafi verið framin. Verkfallsvörðum var meinaður aðgangur á hótelið Reykjavík Natura í þó nokkurn tíma, en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagðist ekki fá góða tilfinningu þegar tekið væri á móti verkfallsvörðum með þessum hætti.Sólveig fullyrti einnig að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu.Guðmundur Baldursson, einn verkfallsvarða Eflingar, fylgdist með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag. Guðmundur sagði bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot, þeir hafi sumir hvorki sagt til nafns né gefið upp stéttarfélög sín í samtölum við verkfallsverði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var birt myndskeið, sem vakið hefur athygli. Myndskeiðið sem tekið var upp á BSÍ fyrr í dag sýndi samtal verkfallsvarða og rútubílsstjóra. Næsti fundur í kjaradeilu Eflingar, VR, LÍV, VLFA, VLFG og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara næstkomandi mánudag klukkan 10.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. 22. mars 2019 15:01 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26
Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. 22. mars 2019 15:01
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05