Fáir á Gullfossi og Geysi í dag vegna verkfallsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2019 19:30 Það var heldur dauft á ferðamannastöðunum Gullfossi og Geysi í dag enda fáir ferðamenn þar vegna verkfalls bílstjóra á hópferðabílum. Slæmt veður spilaði líka inn í fámennið á stöðunum. Það var skítaveður í uppsveitunum í dag svo töluð sé hrein íslenska enda lentu ferðamenn í vandræðum, tveir bílar voru t.d. út af skammt frá Borg í Grímsnesi um miðjan dag. Fáar rútur voru á ferð en töluvert af bílaleigubílum. Undir öllum eðlilegum aðstæðum hefði planið við Gullfosskaffi átt að vera troðfullt í hádeginu af hópferðabifreiðum en í stað þess voru það aðallega bílaleigubílar og ferðamannajeppar, sem voru á planinu. „Ég vona bara að verkfallið leysist sem allra fyrst. Við viljum gjarnan hafa rúturnar hérna því þær eru náttúrulega uppistaðan“, segir Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi. Ástdís segist þó ekki sátt við allar rúturnar sem eru á erlendum númerum og aka með ferðamenn um allt land. „Ég vil gjarnan sjá íslensku fyrirtækin njóta þessarar aukningar á ferðamönnum. Við erum með þetta allt of laust í reipunum, við þurfum að taka betur á málum“.Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi.Magnús HlynurÞað voru ekki heldur margar rútur á plönunum við Hótel Geysi og Geysir Glímu í dag vegna verkfallsins. „Það er óvenju rólegt, verkfallið er þó ekki að skaða okkur í dag en ég myndi segja kannski í sumar því þessar verkfallsaðgerðir eru farnar að hafa áhrif á bókanir á sumrinu af því að það er farið að vara fólk við þessum verkfallsaðgerðum. Maður veit ekki hvernig þetta fer“, segir Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma. Þeir ferðamenn sem talað var við í dag virtust ekki átta sig á því að það væri verkfall hjá rútubílstjórum, þeir voru flestir á sínum eigin vegum að lifa og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma.Magnús Hlynur Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Það var heldur dauft á ferðamannastöðunum Gullfossi og Geysi í dag enda fáir ferðamenn þar vegna verkfalls bílstjóra á hópferðabílum. Slæmt veður spilaði líka inn í fámennið á stöðunum. Það var skítaveður í uppsveitunum í dag svo töluð sé hrein íslenska enda lentu ferðamenn í vandræðum, tveir bílar voru t.d. út af skammt frá Borg í Grímsnesi um miðjan dag. Fáar rútur voru á ferð en töluvert af bílaleigubílum. Undir öllum eðlilegum aðstæðum hefði planið við Gullfosskaffi átt að vera troðfullt í hádeginu af hópferðabifreiðum en í stað þess voru það aðallega bílaleigubílar og ferðamannajeppar, sem voru á planinu. „Ég vona bara að verkfallið leysist sem allra fyrst. Við viljum gjarnan hafa rúturnar hérna því þær eru náttúrulega uppistaðan“, segir Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi. Ástdís segist þó ekki sátt við allar rúturnar sem eru á erlendum númerum og aka með ferðamenn um allt land. „Ég vil gjarnan sjá íslensku fyrirtækin njóta þessarar aukningar á ferðamönnum. Við erum með þetta allt of laust í reipunum, við þurfum að taka betur á málum“.Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi.Magnús HlynurÞað voru ekki heldur margar rútur á plönunum við Hótel Geysi og Geysir Glímu í dag vegna verkfallsins. „Það er óvenju rólegt, verkfallið er þó ekki að skaða okkur í dag en ég myndi segja kannski í sumar því þessar verkfallsaðgerðir eru farnar að hafa áhrif á bókanir á sumrinu af því að það er farið að vara fólk við þessum verkfallsaðgerðum. Maður veit ekki hvernig þetta fer“, segir Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma. Þeir ferðamenn sem talað var við í dag virtust ekki átta sig á því að það væri verkfall hjá rútubílstjórum, þeir voru flestir á sínum eigin vegum að lifa og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma.Magnús Hlynur
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira