Fáir á Gullfossi og Geysi í dag vegna verkfallsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2019 19:30 Það var heldur dauft á ferðamannastöðunum Gullfossi og Geysi í dag enda fáir ferðamenn þar vegna verkfalls bílstjóra á hópferðabílum. Slæmt veður spilaði líka inn í fámennið á stöðunum. Það var skítaveður í uppsveitunum í dag svo töluð sé hrein íslenska enda lentu ferðamenn í vandræðum, tveir bílar voru t.d. út af skammt frá Borg í Grímsnesi um miðjan dag. Fáar rútur voru á ferð en töluvert af bílaleigubílum. Undir öllum eðlilegum aðstæðum hefði planið við Gullfosskaffi átt að vera troðfullt í hádeginu af hópferðabifreiðum en í stað þess voru það aðallega bílaleigubílar og ferðamannajeppar, sem voru á planinu. „Ég vona bara að verkfallið leysist sem allra fyrst. Við viljum gjarnan hafa rúturnar hérna því þær eru náttúrulega uppistaðan“, segir Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi. Ástdís segist þó ekki sátt við allar rúturnar sem eru á erlendum númerum og aka með ferðamenn um allt land. „Ég vil gjarnan sjá íslensku fyrirtækin njóta þessarar aukningar á ferðamönnum. Við erum með þetta allt of laust í reipunum, við þurfum að taka betur á málum“.Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi.Magnús HlynurÞað voru ekki heldur margar rútur á plönunum við Hótel Geysi og Geysir Glímu í dag vegna verkfallsins. „Það er óvenju rólegt, verkfallið er þó ekki að skaða okkur í dag en ég myndi segja kannski í sumar því þessar verkfallsaðgerðir eru farnar að hafa áhrif á bókanir á sumrinu af því að það er farið að vara fólk við þessum verkfallsaðgerðum. Maður veit ekki hvernig þetta fer“, segir Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma. Þeir ferðamenn sem talað var við í dag virtust ekki átta sig á því að það væri verkfall hjá rútubílstjórum, þeir voru flestir á sínum eigin vegum að lifa og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma.Magnús Hlynur Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Það var heldur dauft á ferðamannastöðunum Gullfossi og Geysi í dag enda fáir ferðamenn þar vegna verkfalls bílstjóra á hópferðabílum. Slæmt veður spilaði líka inn í fámennið á stöðunum. Það var skítaveður í uppsveitunum í dag svo töluð sé hrein íslenska enda lentu ferðamenn í vandræðum, tveir bílar voru t.d. út af skammt frá Borg í Grímsnesi um miðjan dag. Fáar rútur voru á ferð en töluvert af bílaleigubílum. Undir öllum eðlilegum aðstæðum hefði planið við Gullfosskaffi átt að vera troðfullt í hádeginu af hópferðabifreiðum en í stað þess voru það aðallega bílaleigubílar og ferðamannajeppar, sem voru á planinu. „Ég vona bara að verkfallið leysist sem allra fyrst. Við viljum gjarnan hafa rúturnar hérna því þær eru náttúrulega uppistaðan“, segir Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi. Ástdís segist þó ekki sátt við allar rúturnar sem eru á erlendum númerum og aka með ferðamenn um allt land. „Ég vil gjarnan sjá íslensku fyrirtækin njóta þessarar aukningar á ferðamönnum. Við erum með þetta allt of laust í reipunum, við þurfum að taka betur á málum“.Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi.Magnús HlynurÞað voru ekki heldur margar rútur á plönunum við Hótel Geysi og Geysir Glímu í dag vegna verkfallsins. „Það er óvenju rólegt, verkfallið er þó ekki að skaða okkur í dag en ég myndi segja kannski í sumar því þessar verkfallsaðgerðir eru farnar að hafa áhrif á bókanir á sumrinu af því að það er farið að vara fólk við þessum verkfallsaðgerðum. Maður veit ekki hvernig þetta fer“, segir Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma. Þeir ferðamenn sem talað var við í dag virtust ekki átta sig á því að það væri verkfall hjá rútubílstjórum, þeir voru flestir á sínum eigin vegum að lifa og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma.Magnús Hlynur
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira