Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2019 15:01 Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. Ljósmyndin var tekin fyrir skömmu þegar atkvæðagreiðsla um verkfall fór fram. vísir/vilhelm Nokkrir verkfallsverðir og þar á meðal Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu. Blaðamaður náði tali af Sólveigu og nokkrum verkfallsvörðum á Suðurlandsbraut þegar þau voru á leiðinni frá hótel Nordica og á næsta hótel til að gæta að því að allt sé í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur.„Endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið“ Þegar fullyrðingin var borin undir Árna Val Sólonsson, eiganda Citi Park – hótelsins þvertók hann fyrir að vera verkfallsbrjótur. Hann segir að þessa stundina séu tveir ófélagsbundir starfsmenn að þrífa á hótelinu. „Ég sagði við hann [verkfallsvörðinn] endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið. Þetta er ekki verkfallsbrot. Efling á ekki störfin. Það er stjórnarskrárvarinn réttur fólks að vera ekki félagsbundinn.“ Árni segir að forysta Eflingar haldi að þau eigi störfin. „Hann [verkfallsvörðurinn] sagðist eiga störfin hérna. Ég hélt nú ekki og sagðist eiga þau sjálfur. Ég skapaði þau og sá sem getur lagt þau niður, hann á þau. Ég get lagt störfin niður en ekki Efling og þar af leiðandi hlýt ég að eiga störfin.“En gilda ekki lög um verkföll í landinu?„Jújú, verkfallslögin eru þau að félagsbundnir menn eiga ekki að vinna og það er enginn félagsbundinn að vinna hérna hjá mér. Það er enginn meðlimur í Eflingu að vinna hjá mér,“ segir Árni og bætir við: „Það er bara ágreiningur um þetta á milli SA og þeirra. Það er bara þannig. Það eru hérna tveir ófélagsbundnir starfsmenn sem eru að vinna. Það er allt og sumt. Það er það sem hann heldur að sé verkfallsbrot.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Nokkrir verkfallsverðir og þar á meðal Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu. Blaðamaður náði tali af Sólveigu og nokkrum verkfallsvörðum á Suðurlandsbraut þegar þau voru á leiðinni frá hótel Nordica og á næsta hótel til að gæta að því að allt sé í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur.„Endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið“ Þegar fullyrðingin var borin undir Árna Val Sólonsson, eiganda Citi Park – hótelsins þvertók hann fyrir að vera verkfallsbrjótur. Hann segir að þessa stundina séu tveir ófélagsbundir starfsmenn að þrífa á hótelinu. „Ég sagði við hann [verkfallsvörðinn] endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið. Þetta er ekki verkfallsbrot. Efling á ekki störfin. Það er stjórnarskrárvarinn réttur fólks að vera ekki félagsbundinn.“ Árni segir að forysta Eflingar haldi að þau eigi störfin. „Hann [verkfallsvörðurinn] sagðist eiga störfin hérna. Ég hélt nú ekki og sagðist eiga þau sjálfur. Ég skapaði þau og sá sem getur lagt þau niður, hann á þau. Ég get lagt störfin niður en ekki Efling og þar af leiðandi hlýt ég að eiga störfin.“En gilda ekki lög um verkföll í landinu?„Jújú, verkfallslögin eru þau að félagsbundnir menn eiga ekki að vinna og það er enginn félagsbundinn að vinna hérna hjá mér. Það er enginn meðlimur í Eflingu að vinna hjá mér,“ segir Árni og bætir við: „Það er bara ágreiningur um þetta á milli SA og þeirra. Það er bara þannig. Það eru hérna tveir ófélagsbundnir starfsmenn sem eru að vinna. Það er allt og sumt. Það er það sem hann heldur að sé verkfallsbrot.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05