Ardern sýni hugrekki með byssubanni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. mars 2019 07:30 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Jacindu Ardern á Nýja-Sjálandi tilkynnti í gær um bann við hálfsjálfvirkum, „hernaðarlegum“ skotvopnum og stórum skothylkjum. Þetta er gert í kjölfar hryðjuverkaárásar á tvær moskur í borginni Christchurch þar sem fimmtíu voru myrt. „Hvert einasta hálfsjálfvirka vopn sem var notað í hryðjuverkaárás föstudagsins verður bannað,“ sagði Ardern en bann við sölu tók samstundis gildi þótt það eigi eftir að koma málinu í gegnum þingið. Þetta sagði Ardern gert til að koma í veg fyrir að fólk myndi birgja sig upp af vopnum og skothylkjum áður en frumvarpið yrði að lögum. Bannið nær ekki til smærri riffla og hálfsjálfvirkra skotvopna sem bændur og veiðimenn nota einna helst. Afar líklegt þykir að frumvarpið verði samþykkt á þingi. Flokkur Ardern er í meirihluta og ekkert ákvæði er í nýsjálensku stjórnarskránni um rétt til vopnaburðar, ólíkt því sem er í Bandaríkjunum þar sem tilraunir til hertrar skotvopnalöggjafar hafa iðulega mistekist í kjölfar skotárása. Ardern sagði að fólk gæti afhent yfirvöldum þær byssur sem verða ólöglegar og fengið greiðslu í staðinn. Þá sagði hún bæði her og lögreglu verða undanskilin lögunum. „Ardern sýnir mikið hugrekki. Þetta er einungis hægt að gera í ríkjum þar sem borgarar hafa ekki sjálfgefinn rétt til vopnaburðar. Vopn eru forréttindi. Ef við hefðum lagalegan rétt eins og í Bandaríkjunum væri þetta mun erfiðara,“ hafði AP eftir Andrew Gillespie, prófessor í alþjóðalögfræði við Waikato-háskóla. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. 21. mars 2019 07:52 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Ríkisstjórn Jacindu Ardern á Nýja-Sjálandi tilkynnti í gær um bann við hálfsjálfvirkum, „hernaðarlegum“ skotvopnum og stórum skothylkjum. Þetta er gert í kjölfar hryðjuverkaárásar á tvær moskur í borginni Christchurch þar sem fimmtíu voru myrt. „Hvert einasta hálfsjálfvirka vopn sem var notað í hryðjuverkaárás föstudagsins verður bannað,“ sagði Ardern en bann við sölu tók samstundis gildi þótt það eigi eftir að koma málinu í gegnum þingið. Þetta sagði Ardern gert til að koma í veg fyrir að fólk myndi birgja sig upp af vopnum og skothylkjum áður en frumvarpið yrði að lögum. Bannið nær ekki til smærri riffla og hálfsjálfvirkra skotvopna sem bændur og veiðimenn nota einna helst. Afar líklegt þykir að frumvarpið verði samþykkt á þingi. Flokkur Ardern er í meirihluta og ekkert ákvæði er í nýsjálensku stjórnarskránni um rétt til vopnaburðar, ólíkt því sem er í Bandaríkjunum þar sem tilraunir til hertrar skotvopnalöggjafar hafa iðulega mistekist í kjölfar skotárása. Ardern sagði að fólk gæti afhent yfirvöldum þær byssur sem verða ólöglegar og fengið greiðslu í staðinn. Þá sagði hún bæði her og lögreglu verða undanskilin lögunum. „Ardern sýnir mikið hugrekki. Þetta er einungis hægt að gera í ríkjum þar sem borgarar hafa ekki sjálfgefinn rétt til vopnaburðar. Vopn eru forréttindi. Ef við hefðum lagalegan rétt eins og í Bandaríkjunum væri þetta mun erfiðara,“ hafði AP eftir Andrew Gillespie, prófessor í alþjóðalögfræði við Waikato-háskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. 21. mars 2019 07:52 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46
Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. 21. mars 2019 07:52