Telja að þungmálmar drepi mosa Sveinn Arnarsson skrifar 22. mars 2019 06:30 Náttúrufræðistofnun telur þungmálma hafa þau áhrif að mosi skemmist eða drepist á svæðum sem liggja nálægt álverum. Fréttablaðið/GVA Skemmdir á mosa við álverin þrjú hér á landi eru nokkuð miklar. Á nokkrum svæðum í kringum álverin hefur mosi skemmst mikið og horfið á stórum svæðum. Telja vísindamenn Náttúrufræðistofnunar að ástæður þess megi að miklu leyti rekja til eitrunaráhrifa þungmálma. Vöktun með mælingum á efnum í mosa hófst hér á landi árið 1990 og hefur farið fram á fimm ára fresti frá þeim tíma, síðast árið 2015. Verkefnið, sem er hluti af samevrópsku rannsóknarverkefni, hefur það markmið að kortleggja uppsprettur mengandi þungmálma í andrúmslofti og fylgjast með breytingum sem verða með tíma. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits svæðisins, segir skýrsluna gallaða. „Þegar við skoðum loftgæðamælana okkar á svæðinu sjáum við að loftgæðin eru góð og segja allt aðra sögu en þessi skýrsla. Þess vegna viljum við vara við því að menn dragi of miklar ályktanir af henni,“ segir Hörður. Skýrsla um sýnatökur í mosa hér á landi kom út hjá Náttúrufræðistofnun í fyrra. Þar kemur fram að við iðnaðarsvæðið á völlunum í Hafnarfirði er nokkuð mikil mengun en þar hefur mælst hár styrkur króms, kopars, járns, blýs og sinks sem má rekja til iðnaðar á svæðinu en einnig berast á svæðið þungmálmar frá álverinu í Straumsvík, svo sem arsen, nikkel, brennisteinn og antímon. Að mati Náttúrufræðistofnunar er mengun á þessu svæði áhyggjuefni þar sem áhrif álversins og þess iðnaðar sem rekinn er í Hellnahrauni nái að hluta til inn í íbúðabyggð á Völlunum austan við iðnaðarhverfið og álverið. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og finnur niðurstöðunum allt til foráttu. „Heilbrigðisnefnd varar við oftúlkun á niðurstöðum skýrslunnar. Aðferðin sem lögð er til grundvallar við túlkun á niðurstöðum mælinga er sniðin að því að meta dreifingu snefilefna á stórum landsvæðum en rannsóknir nefndarinnar hafa sýnt fram á að túlkunin hentar ekki eins vel við mælingar á staðbundnum svæðum inni á iðnaðarsvæðum,“ segir í bókun nefndarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Umhverfismál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Fleiri fréttir Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Sjá meira
Skemmdir á mosa við álverin þrjú hér á landi eru nokkuð miklar. Á nokkrum svæðum í kringum álverin hefur mosi skemmst mikið og horfið á stórum svæðum. Telja vísindamenn Náttúrufræðistofnunar að ástæður þess megi að miklu leyti rekja til eitrunaráhrifa þungmálma. Vöktun með mælingum á efnum í mosa hófst hér á landi árið 1990 og hefur farið fram á fimm ára fresti frá þeim tíma, síðast árið 2015. Verkefnið, sem er hluti af samevrópsku rannsóknarverkefni, hefur það markmið að kortleggja uppsprettur mengandi þungmálma í andrúmslofti og fylgjast með breytingum sem verða með tíma. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits svæðisins, segir skýrsluna gallaða. „Þegar við skoðum loftgæðamælana okkar á svæðinu sjáum við að loftgæðin eru góð og segja allt aðra sögu en þessi skýrsla. Þess vegna viljum við vara við því að menn dragi of miklar ályktanir af henni,“ segir Hörður. Skýrsla um sýnatökur í mosa hér á landi kom út hjá Náttúrufræðistofnun í fyrra. Þar kemur fram að við iðnaðarsvæðið á völlunum í Hafnarfirði er nokkuð mikil mengun en þar hefur mælst hár styrkur króms, kopars, járns, blýs og sinks sem má rekja til iðnaðar á svæðinu en einnig berast á svæðið þungmálmar frá álverinu í Straumsvík, svo sem arsen, nikkel, brennisteinn og antímon. Að mati Náttúrufræðistofnunar er mengun á þessu svæði áhyggjuefni þar sem áhrif álversins og þess iðnaðar sem rekinn er í Hellnahrauni nái að hluta til inn í íbúðabyggð á Völlunum austan við iðnaðarhverfið og álverið. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og finnur niðurstöðunum allt til foráttu. „Heilbrigðisnefnd varar við oftúlkun á niðurstöðum skýrslunnar. Aðferðin sem lögð er til grundvallar við túlkun á niðurstöðum mælinga er sniðin að því að meta dreifingu snefilefna á stórum landsvæðum en rannsóknir nefndarinnar hafa sýnt fram á að túlkunin hentar ekki eins vel við mælingar á staðbundnum svæðum inni á iðnaðarsvæðum,“ segir í bókun nefndarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Umhverfismál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Fleiri fréttir Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Sjá meira