Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld Kjartan Kjartansson og Atli Ísleifsson skrifa 21. mars 2019 21:18 Fyrst var greint frá viðræðum Indigo Partners og WOW í desember á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Stjórn Icelandair Group hefur samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri síðarnefnda flugfélagsins. WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. Í tilkynningu segir að viðræðurnar fari fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Í tilkynningu frá Icelandair Group kemur fram að félögin ætli sér að ljúka viðræðum um aðkomu Icelandair Group að rekstri Wow air fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. „Ef af verður mun aðkoman byggja á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallandi fæti. Viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld,“ segir í tilkynningunni.Stjörnvöld fylgjast með Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu vegna málsins, sem barst klukkan 21:25, segir að stjórnvöld hafi síðasta árið fylgst með erfiðleikum í alþjóðlegum flugrekstri og samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga í því ljósi. „Eigendur Wow air hafa um nokkurra mánaða skeið leitað leiða til að tryggja rekstur félagsins og hafa átt viðræður við fjárfesta, flugrekendur og aðra haghafa. Hingað til hafa þær viðræður ekki skilað þeim árangri sem eigandi félagsins stefndi að. Ríkisstjórnin mun áfram fylgjast grannt með framvindunni og bindur vonir við að viðræður félaganna muni skila farsælli niðurstöðu.“ Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Wow air í kvöld kom fram að Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á íslenska félaginu. Í kjölfarið hafi viðræður við Icelandair Group hafist.Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkTjá sig eftir helgi Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sagðist ekkert geta tjáð sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af henni í kvöld. Fulltrúar félagsins muni að öllum líkindum ekki tjá sig um málið fyrr en eftir helgi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Vísi að viðræðurnar væru á byrjunarstigi og því væri ekki tímabært að tjá sig um þær að svo stöddu.Hófust í desember Fyrst var greint frá viðræðum Indigo Partners og WOW í desember á síðasta ári. Var þá talað um að fjárfesting Indigo í WOW gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Frestur til að ná samkomulagi rann fyrst út 28. febrúar, en þegar ljóst var að ekki myndi takast að ná samkomulagi fyrir þann tíma var greint frá því að viðræður myndu halda áfram og væri vonast til að þeim yrði lokið fyrir 29. mars. Viðræðunum hefur hins vegar nú verið slitið milli félaganna.Fyrirtæki á fallanda fæti Viðræður WOW air og Icelandair munu fara fram í samráði við stjórnvöld þar sem aðkoman byggir á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallanda fæti. Með því er átt við að í undantekningartilvikum sé samkeppnisyfirvöldum unnt að samþykkja samruna félaga, sem annars myndi sæta íhlutun. Byggir sú undanþága á leiðbeiningarreglum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en íslensk samkeppnisyfirvöld hafa talið regluna rúmast innan gildandi samkeppnislaga. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Stjórn Icelandair Group hefur samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri síðarnefnda flugfélagsins. WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. Í tilkynningu segir að viðræðurnar fari fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Í tilkynningu frá Icelandair Group kemur fram að félögin ætli sér að ljúka viðræðum um aðkomu Icelandair Group að rekstri Wow air fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. „Ef af verður mun aðkoman byggja á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallandi fæti. Viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld,“ segir í tilkynningunni.Stjörnvöld fylgjast með Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu vegna málsins, sem barst klukkan 21:25, segir að stjórnvöld hafi síðasta árið fylgst með erfiðleikum í alþjóðlegum flugrekstri og samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga í því ljósi. „Eigendur Wow air hafa um nokkurra mánaða skeið leitað leiða til að tryggja rekstur félagsins og hafa átt viðræður við fjárfesta, flugrekendur og aðra haghafa. Hingað til hafa þær viðræður ekki skilað þeim árangri sem eigandi félagsins stefndi að. Ríkisstjórnin mun áfram fylgjast grannt með framvindunni og bindur vonir við að viðræður félaganna muni skila farsælli niðurstöðu.“ Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Wow air í kvöld kom fram að Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á íslenska félaginu. Í kjölfarið hafi viðræður við Icelandair Group hafist.Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkTjá sig eftir helgi Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sagðist ekkert geta tjáð sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af henni í kvöld. Fulltrúar félagsins muni að öllum líkindum ekki tjá sig um málið fyrr en eftir helgi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Vísi að viðræðurnar væru á byrjunarstigi og því væri ekki tímabært að tjá sig um þær að svo stöddu.Hófust í desember Fyrst var greint frá viðræðum Indigo Partners og WOW í desember á síðasta ári. Var þá talað um að fjárfesting Indigo í WOW gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Frestur til að ná samkomulagi rann fyrst út 28. febrúar, en þegar ljóst var að ekki myndi takast að ná samkomulagi fyrir þann tíma var greint frá því að viðræður myndu halda áfram og væri vonast til að þeim yrði lokið fyrir 29. mars. Viðræðunum hefur hins vegar nú verið slitið milli félaganna.Fyrirtæki á fallanda fæti Viðræður WOW air og Icelandair munu fara fram í samráði við stjórnvöld þar sem aðkoman byggir á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallanda fæti. Með því er átt við að í undantekningartilvikum sé samkeppnisyfirvöldum unnt að samþykkja samruna félaga, sem annars myndi sæta íhlutun. Byggir sú undanþága á leiðbeiningarreglum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en íslensk samkeppnisyfirvöld hafa talið regluna rúmast innan gildandi samkeppnislaga.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15