Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld Kjartan Kjartansson og Atli Ísleifsson skrifa 21. mars 2019 21:18 Fyrst var greint frá viðræðum Indigo Partners og WOW í desember á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Stjórn Icelandair Group hefur samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri síðarnefnda flugfélagsins. WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. Í tilkynningu segir að viðræðurnar fari fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Í tilkynningu frá Icelandair Group kemur fram að félögin ætli sér að ljúka viðræðum um aðkomu Icelandair Group að rekstri Wow air fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. „Ef af verður mun aðkoman byggja á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallandi fæti. Viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld,“ segir í tilkynningunni.Stjörnvöld fylgjast með Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu vegna málsins, sem barst klukkan 21:25, segir að stjórnvöld hafi síðasta árið fylgst með erfiðleikum í alþjóðlegum flugrekstri og samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga í því ljósi. „Eigendur Wow air hafa um nokkurra mánaða skeið leitað leiða til að tryggja rekstur félagsins og hafa átt viðræður við fjárfesta, flugrekendur og aðra haghafa. Hingað til hafa þær viðræður ekki skilað þeim árangri sem eigandi félagsins stefndi að. Ríkisstjórnin mun áfram fylgjast grannt með framvindunni og bindur vonir við að viðræður félaganna muni skila farsælli niðurstöðu.“ Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Wow air í kvöld kom fram að Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á íslenska félaginu. Í kjölfarið hafi viðræður við Icelandair Group hafist.Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkTjá sig eftir helgi Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sagðist ekkert geta tjáð sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af henni í kvöld. Fulltrúar félagsins muni að öllum líkindum ekki tjá sig um málið fyrr en eftir helgi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Vísi að viðræðurnar væru á byrjunarstigi og því væri ekki tímabært að tjá sig um þær að svo stöddu.Hófust í desember Fyrst var greint frá viðræðum Indigo Partners og WOW í desember á síðasta ári. Var þá talað um að fjárfesting Indigo í WOW gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Frestur til að ná samkomulagi rann fyrst út 28. febrúar, en þegar ljóst var að ekki myndi takast að ná samkomulagi fyrir þann tíma var greint frá því að viðræður myndu halda áfram og væri vonast til að þeim yrði lokið fyrir 29. mars. Viðræðunum hefur hins vegar nú verið slitið milli félaganna.Fyrirtæki á fallanda fæti Viðræður WOW air og Icelandair munu fara fram í samráði við stjórnvöld þar sem aðkoman byggir á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallanda fæti. Með því er átt við að í undantekningartilvikum sé samkeppnisyfirvöldum unnt að samþykkja samruna félaga, sem annars myndi sæta íhlutun. Byggir sú undanþága á leiðbeiningarreglum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en íslensk samkeppnisyfirvöld hafa talið regluna rúmast innan gildandi samkeppnislaga. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Stjórn Icelandair Group hefur samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri síðarnefnda flugfélagsins. WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. Í tilkynningu segir að viðræðurnar fari fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Í tilkynningu frá Icelandair Group kemur fram að félögin ætli sér að ljúka viðræðum um aðkomu Icelandair Group að rekstri Wow air fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. „Ef af verður mun aðkoman byggja á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallandi fæti. Viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld,“ segir í tilkynningunni.Stjörnvöld fylgjast með Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu vegna málsins, sem barst klukkan 21:25, segir að stjórnvöld hafi síðasta árið fylgst með erfiðleikum í alþjóðlegum flugrekstri og samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga í því ljósi. „Eigendur Wow air hafa um nokkurra mánaða skeið leitað leiða til að tryggja rekstur félagsins og hafa átt viðræður við fjárfesta, flugrekendur og aðra haghafa. Hingað til hafa þær viðræður ekki skilað þeim árangri sem eigandi félagsins stefndi að. Ríkisstjórnin mun áfram fylgjast grannt með framvindunni og bindur vonir við að viðræður félaganna muni skila farsælli niðurstöðu.“ Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Wow air í kvöld kom fram að Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á íslenska félaginu. Í kjölfarið hafi viðræður við Icelandair Group hafist.Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkTjá sig eftir helgi Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sagðist ekkert geta tjáð sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af henni í kvöld. Fulltrúar félagsins muni að öllum líkindum ekki tjá sig um málið fyrr en eftir helgi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Vísi að viðræðurnar væru á byrjunarstigi og því væri ekki tímabært að tjá sig um þær að svo stöddu.Hófust í desember Fyrst var greint frá viðræðum Indigo Partners og WOW í desember á síðasta ári. Var þá talað um að fjárfesting Indigo í WOW gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Frestur til að ná samkomulagi rann fyrst út 28. febrúar, en þegar ljóst var að ekki myndi takast að ná samkomulagi fyrir þann tíma var greint frá því að viðræður myndu halda áfram og væri vonast til að þeim yrði lokið fyrir 29. mars. Viðræðunum hefur hins vegar nú verið slitið milli félaganna.Fyrirtæki á fallanda fæti Viðræður WOW air og Icelandair munu fara fram í samráði við stjórnvöld þar sem aðkoman byggir á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallanda fæti. Með því er átt við að í undantekningartilvikum sé samkeppnisyfirvöldum unnt að samþykkja samruna félaga, sem annars myndi sæta íhlutun. Byggir sú undanþága á leiðbeiningarreglum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en íslensk samkeppnisyfirvöld hafa talið regluna rúmast innan gildandi samkeppnislaga.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15