ÍA er komið í úrslit Lengjubikars karla í fótbolta eftir öruggan sigur á KA á Akranesi í kvöld.
Skagamenn voru með öll völd á vellinum og uppskáru eftir hálftíma leik. Þeir fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Albert Hafsteinsson sett í netið.
Aðeins átta mínútum seinna tvöfaldaði Tryggvi Hrafn Haraldsson forystuna. Hann fékk sendingu inn fyrir vörn KA og skallaði boltann yfir Aron Elí Gíslason í marki KA.
Staðan 2-0 fyrir heimamenn í hálfleik.
Gonzalo Zamorano og Bjarki Steinn Bjarkason gerðu svo út um leikinn snemma í seinni hálfleik þegar þeir skoruðu sitt hvort markið á tveggja mínútna kafla. Þar við sat og ÍA vann leikinn 4-0.
ÍA fer því í úrslitaleikinn þar sem Skagamenn mæta annað hvort KR eða FH.
