Sótti um undanþágu fyrir næturverðina í yfirvofandi verkföllum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 16:11 Ingibjörg Saga Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótel Sögu. Fréttablaðið/Eyþór Hótelstjóri á Hótel Sögu sendi í dag inn undanþágubeiðni til verkfallsnefndar VR fyrir nætuverði sem starfa á hótelinu. Allmargir hafa gripið til þess sama en hótelstjórinn segir beiðnina senda inn af öryggisástæðum. Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á miðnætti í kvöld en áætlað er að þau standi í sólarhring. Þá eru fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir áfram út apríl.Sjá einnig: Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara „Þótt að við höfum lokað fyrir sölu þennan verkfallsdag fyrir töluvert löngu síðan, eða um leið og það lá ljóst fyrir að verkfallsaðgerðir yrðu, þá erum við samt með skuldbindingar gagnvart gestum sem voru búnir að bóka sig áður. Þannig að við erum með 350 manns í húsi,“ segir Ingibjörg Saga Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu í samtali við Vísi.Skylda að sækja um undanþáguna Hún segir að öryggisástæður hafi ráðið för við ákvörðun um að senda inn undanþágubeiðni. Það sé á ábyrgð hótelsins að manna vaktina fyrir svona marga gesti. „Það voru í rauninni öryggissjónarmið sem réðu því hjá okkur, ef það skyldi eitthvað koma upp á.“ Undanþágubeiðnin var send inn í dag og tekur til verkfallshrinunnar sem hefst nú á miðnætti og stendur til 1. maí næstkomandi. Beiðnin lýtur að fjórum næturöryggisstarfsmönnum sem ganga vaktir í móttöku hótelsins. „Við erum að senda þetta svolítið seint inn þannig að ég veit ekki hvort það næst fyrir þetta verkfall. En það eru náttúrulega boðuð verkföll líka í næstu viku, fimmtudag og föstudag, þannig að þá er þetta allavega komið inn fyrir þá hrinu,“ segir Ingibjörg. Hún veit ekki hvenær von er á svari en bindur vonir við að það fáist fyrir lokun í dag. „Ég held það sé bara okkar skylda að sækja allavega um þessa undanþágu.“ Vilja undanþágur fyrir næturverði í flestum tilvikum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Í skriflegu svari VR við fyrirspurn Vísis segir að allmargar undanþágubeiðnir hafi borist verkfallsnefnd VR. Nær allar eigi þær sameiginlegt að beðið er um undanþágu fyrir næturverði, sem ekki heyri undir VR. „Kjarasamningar fyrir næturverði eru hjá Eflingu og er því viðkomandi bent á að beina umsóknum þangað,“ segir jafnframt í svari VR. Ingibjörg segist sjálf hafa fengið sambærileg viðbrögð frá VR en samt séu allir fjórir starfsmenn hennar, sem sótt var um undanþágubeiðni fyrir, félagsmenn þar en ekki í Eflingu. Greint er frá því á RÚV að Efling hafi hafnað öllum undanþágubeiðnum sem borist hafa félaginu vegna verkfallanna. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Hótelstjóri á Hótel Sögu sendi í dag inn undanþágubeiðni til verkfallsnefndar VR fyrir nætuverði sem starfa á hótelinu. Allmargir hafa gripið til þess sama en hótelstjórinn segir beiðnina senda inn af öryggisástæðum. Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Að öllu óbreyttu hefjast verkföll rúmlega 2000 hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR á miðnætti í kvöld en áætlað er að þau standi í sólarhring. Þá eru fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir áfram út apríl.Sjá einnig: Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara „Þótt að við höfum lokað fyrir sölu þennan verkfallsdag fyrir töluvert löngu síðan, eða um leið og það lá ljóst fyrir að verkfallsaðgerðir yrðu, þá erum við samt með skuldbindingar gagnvart gestum sem voru búnir að bóka sig áður. Þannig að við erum með 350 manns í húsi,“ segir Ingibjörg Saga Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Sögu í samtali við Vísi.Skylda að sækja um undanþáguna Hún segir að öryggisástæður hafi ráðið för við ákvörðun um að senda inn undanþágubeiðni. Það sé á ábyrgð hótelsins að manna vaktina fyrir svona marga gesti. „Það voru í rauninni öryggissjónarmið sem réðu því hjá okkur, ef það skyldi eitthvað koma upp á.“ Undanþágubeiðnin var send inn í dag og tekur til verkfallshrinunnar sem hefst nú á miðnætti og stendur til 1. maí næstkomandi. Beiðnin lýtur að fjórum næturöryggisstarfsmönnum sem ganga vaktir í móttöku hótelsins. „Við erum að senda þetta svolítið seint inn þannig að ég veit ekki hvort það næst fyrir þetta verkfall. En það eru náttúrulega boðuð verkföll líka í næstu viku, fimmtudag og föstudag, þannig að þá er þetta allavega komið inn fyrir þá hrinu,“ segir Ingibjörg. Hún veit ekki hvenær von er á svari en bindur vonir við að það fáist fyrir lokun í dag. „Ég held það sé bara okkar skylda að sækja allavega um þessa undanþágu.“ Vilja undanþágur fyrir næturverði í flestum tilvikum Einhvers misskilnings virðist þó gæta um það hvort stéttarfélagið, Efling eða VR, eigi að taka beiðnina til afgreiðslu. Í skriflegu svari VR við fyrirspurn Vísis segir að allmargar undanþágubeiðnir hafi borist verkfallsnefnd VR. Nær allar eigi þær sameiginlegt að beðið er um undanþágu fyrir næturverði, sem ekki heyri undir VR. „Kjarasamningar fyrir næturverði eru hjá Eflingu og er því viðkomandi bent á að beina umsóknum þangað,“ segir jafnframt í svari VR. Ingibjörg segist sjálf hafa fengið sambærileg viðbrögð frá VR en samt séu allir fjórir starfsmenn hennar, sem sótt var um undanþágubeiðni fyrir, félagsmenn þar en ekki í Eflingu. Greint er frá því á RÚV að Efling hafi hafnað öllum undanþágubeiðnum sem borist hafa félaginu vegna verkfallanna.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15 Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15 Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Mögulegt að fresta verkföllum með skömmum fyrirvara Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands segir að fræðilega sé hægt að fresta verkföllum VR og Eflingar með skömmum fyrirvara. Samningafundur stendur enn yfir hjá ríkissáttasemjara milli Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda en fjölmiðlabann var sett skyndilega á eftir upphaf fundar í morgun. 21. mars 2019 12:15
Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum. 21. mars 2019 06:15
Spennuþrungið andrúmsloft og fjölmiðlabann í Karphúsinu Fjölmiðlabann var sett á skyndilega hjá ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundur hófst í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. 21. mars 2019 10:31