Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2019 13:27 Leigubílsstjórar eru í viðbragðsstöðu en Guðmundur Börkur segir þessi uppgrip ekkert sérstakt ánægjuefni. fbl/stefán Þó uppgrip séu í spilunum vegna verkfalls langferðabifreiða, sem brestur á um miðnætti að öllu óbreyttu, er það ekki svo að leigubílsstjórar hugsi sér gott til glóðarinnar. Guðmundur Börkur Thorarensen framkvæmdastjóri BSR-leigubíla segist ekki vilja nota orðið „uppgrip“ um komandi tíð. „Við reynum okkar besta en það er ljóst að leigubílstjórar geta ekki sinnt öllum þeim fjölda sem fer með rútufyrirtækjunum á sólarhring,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Vísi.Veruleg skerðing á farþegaflutningum Fyrir liggur að verkfallið mun setja strik í reikninginn hvað varðar flutninga á farþegum. Að sögn Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, er þetta á bilinu fjögur til fimm hundruð bílstjórar í Eflingu sem voru á kjörskrá. Og svo er um að ræða hátt í tólf hundruð hótelstarfsmenn sem munu leggja niður störf á miðnætti. Svo bætast meðlimir VR við.Vísir ræddi við Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Kynnisferða, fyrr í dag en hann segir að fyrirtækið muni einbeita sér að því að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. Að sögn Björns munu um 170 starfsmenn Kynnisferða leggja niður störf komi til verkfalla. Um fimmtán bílstjórar eru ekki í stéttarfélögunum tveimur sem boðað hafa verkföll og munu þeir keyra flugrútuna milli BSÍ og Keflavíkur á morgun. Þjónustan verður hins vegar skert. Leigubílsstjórar í viðbragðsstöðu Guðmundur Börkur segir að á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum séu um 600 leigubílar í heildina, og er þá litið til allra stöðva svo sem BSR, Hreyfils og Aðalstöðvarinnar í Keflavík. Hann segir að til þessa hafi komið áður, það er verkfall hjá rútubílsstjórum, og þá hafi verið mikið að gera. Og leigubílsstjórar eru nú í viðbragðsstöðu og fylgjast grannt með fréttum af gangi mála.Við erum þá að tala um fyrirsjáanleg uppgrip? „Mér finnst þetta ekki ánægjuefni. Upplifun ferðamannsins skiptir öllu mál. Ferðaþjónustan skila krónum í þjóðarbúið sem svo allir njóta með beinum og óbeinum hætti. Einn sólarhringur eða nokkrir dagar hafa ekki teljandi áhrif á afkomu leigubílstjóra, ekki þegar litið er til heils árs. En skiptir meiru fyrir afkomu leigubílsstjóra að ferðaþjónustan í heild gangi vel,“ segir Guðmundur Börkur. Sem telur þetta áhyggjuefni fyrir okkur öll. „Þetta skiptir alla máli. Ef ekki eru ferðamenn er fólk ekki í vinnu, í hótelum og svo mörgum öðrum greinum.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Þó uppgrip séu í spilunum vegna verkfalls langferðabifreiða, sem brestur á um miðnætti að öllu óbreyttu, er það ekki svo að leigubílsstjórar hugsi sér gott til glóðarinnar. Guðmundur Börkur Thorarensen framkvæmdastjóri BSR-leigubíla segist ekki vilja nota orðið „uppgrip“ um komandi tíð. „Við reynum okkar besta en það er ljóst að leigubílstjórar geta ekki sinnt öllum þeim fjölda sem fer með rútufyrirtækjunum á sólarhring,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Vísi.Veruleg skerðing á farþegaflutningum Fyrir liggur að verkfallið mun setja strik í reikninginn hvað varðar flutninga á farþegum. Að sögn Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, er þetta á bilinu fjögur til fimm hundruð bílstjórar í Eflingu sem voru á kjörskrá. Og svo er um að ræða hátt í tólf hundruð hótelstarfsmenn sem munu leggja niður störf á miðnætti. Svo bætast meðlimir VR við.Vísir ræddi við Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Kynnisferða, fyrr í dag en hann segir að fyrirtækið muni einbeita sér að því að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. Að sögn Björns munu um 170 starfsmenn Kynnisferða leggja niður störf komi til verkfalla. Um fimmtán bílstjórar eru ekki í stéttarfélögunum tveimur sem boðað hafa verkföll og munu þeir keyra flugrútuna milli BSÍ og Keflavíkur á morgun. Þjónustan verður hins vegar skert. Leigubílsstjórar í viðbragðsstöðu Guðmundur Börkur segir að á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum séu um 600 leigubílar í heildina, og er þá litið til allra stöðva svo sem BSR, Hreyfils og Aðalstöðvarinnar í Keflavík. Hann segir að til þessa hafi komið áður, það er verkfall hjá rútubílsstjórum, og þá hafi verið mikið að gera. Og leigubílsstjórar eru nú í viðbragðsstöðu og fylgjast grannt með fréttum af gangi mála.Við erum þá að tala um fyrirsjáanleg uppgrip? „Mér finnst þetta ekki ánægjuefni. Upplifun ferðamannsins skiptir öllu mál. Ferðaþjónustan skila krónum í þjóðarbúið sem svo allir njóta með beinum og óbeinum hætti. Einn sólarhringur eða nokkrir dagar hafa ekki teljandi áhrif á afkomu leigubílstjóra, ekki þegar litið er til heils árs. En skiptir meiru fyrir afkomu leigubílsstjóra að ferðaþjónustan í heild gangi vel,“ segir Guðmundur Börkur. Sem telur þetta áhyggjuefni fyrir okkur öll. „Þetta skiptir alla máli. Ef ekki eru ferðamenn er fólk ekki í vinnu, í hótelum og svo mörgum öðrum greinum.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05