Sýrlenskur flóttadrengur á stjörnuhimni Cannes Heimsljós kynnir 21. mars 2019 11:30 Zain Al Rafeaa, 13 ára flóttadrengur frá Sýrlandi. UNHCR Æska Zain Al Rafeaa sem flóttadrengs í Beirút var honum innblástur í aðalhlutverki verðlaunamyndarinnar Capernaum sem skaut honum upp á stjörnuhimininn í Cannes og jafnvel lengra. Þannig hefst frásögn á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem segir frá ferðalagi ungs flóttadrengs frá Sýrlandi frá götum Beirút á rauða dregilinn í Cannes. „Hann brosir feimnislega í sjónvarpsmyndavélarnar áður en hann fer á svið fyrir framan fullan sal áhorfenda í Cannes. Hinn 13 ára gamli flóttadrengur, Zain Al Rafeaa, drakk í sig fagnaðarlæti þekktra leikara, leikstjóra og annarra stjarna kvikmyndaiðnaðarins. „Ég var lamaður, gjörsamlega lamaður,“ sagði Zain þegar hann rifjaði upp þetta súrrealíska kvöld þegar myndin „Capharnaum“, sem hann leikur aðalhlutverkið í, fékk hin virtu dómnefndarverðlaun í Cannes. „Ég hafði aldrei áður upplifað standandi fagnaðarlæti. Þau voru það besta.“ Þetta var allt svo langt frá baráttu daglegs lífs hans sem sýrlensks flóttamanns í Beirút, höfuðborg Líbanon, þar sem þessi heillandi og sniðugi unglingur sást úti á götu og var fenginn í prufu fyrir aðalhlutverkið í mynd líbanska leikstjórans Nadine Labaki. Zain var bara sjö ára þegar hann flúði frá Daraa í Suður-Sýrlandi með fjölskyldu sinni árið 2012, og leitaði skjóls í Líbanon. Hann hafði rétt lokið fyrsta bekk þegar ástand öryggismála í heimabæ hans versnaði. „Líf okkar voru í hættu. Við móðir hans þurftum að fórna því sem við héldum að yrði bara eitt skólaár, vegna öryggis hans,“ segir faðir hans, Ali Mohammed Al Rafeaa. Aðalpersóna myndarinnar, sem ber sama nafn og hann, er óskráður strákur sem býr á götunni í fátækasta hverfi Beirút og þarf að vinna til að styðja fjölskylduna sína í stað þess að fara í skóla. Án þess að hafa nokkra formlega þjálfun nýtti Zain eigin reynslu í hlutverkið, sem flóttamaður sem gekk ekki í skóla og bjó við erfiðar aðstæður. „Það hefur verið erfitt,“ sagði hann um æsku sína í útlegð, þar sem hann hefur undanfarin sex ár sofið á slitinni dýnu ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum í þröngri og rakri íbúð. „Ég hefði svo gjarnan viljað fara í skóla. Ég man daginn sem við komum hingað og ég fór út að leika. Ég lenti í slag við krakka.“ „Þegar ég sá Zain fannst mér alveg augljóst að hann yrði hetjan okkar,“ sagði Labaki. „Það er einhver sorg í augnaráði hans. Hann veit líka hvað við erum að tala um [í kvikmyndinni] og það sést í augnaráðinu."Þessi líbanski leikstjóri vissi að hún var að taka áhættu með því að hafa bara óreynda leikara en hún segir að það hafi að lokum gefið myndinni kraft sinn. „Það eru engir atvinnuleikarar í myndinni minni. Þeir eru allir að leika sjálfa sig, sitt eigið líf. Þeir lýsa allir eigin lífi á einn eða annan hátt, baráttu sinni og erfiðleikum“. Labaki segir að Zain hafi spunnið og bætt sínum eigin orðum við handritið á nokkrum stöðum á meðan á tökum stóð. „Zain getur varla skrifað nafnið sitt, samt gat hann axlað sex mánaða tökutíma á sínum litlu öxlum. Hann bætti meira að segja við sínum eigin orðatiltækjum og látbragði – sem átti sér stað á svo áreynslulausan hátt og gerði senurnar enn sterkari,” sagði hún. Capharnaum, sem verður frumsýnd í Beirút í september, tekst á við félagsleg málefni sem hafa áhrif bæði á Líbani og flóttamenn: vinnu barna, hjónabönd á unga aldri, ríkisfangsleysi og fátækt. Núna búa um 967.000 sýrlenskir flóttamenn í Líbanon – meira en helmingurinn eru konur og börn – sem gerir landið að stærsta viðtakanda flóttamanna miðað við fólksfjölda. Zain finnur enn fyrir stjörnuáhrifunum, þar sem Capharnaum var valin sem framlag Líbanon til Óskarsverðlaunanna 2019 sem besta erlenda myndin og 22. janúar hlaut hún tilnefningu bandarísku kvikmyndaakademíunnar í þeim flokki. Fjölskyldan hans hefur líka fengið langþráða hjálp, en með stuðningi Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna var samþykkt að þau fengju hæli sem kvótaflóttamenn í Noregi. En þrátt fyrir allt sem þau hafa gengið í gegnum í Líbanon var ekki auðvelt að fara þaðan. Á heitu sumarkvöldi í Beirút, kvöldið fyrir brottför þeirra, var litla íbúðin sem Rafeaa fjölskyldan hefur kallað heimili sitt í sex ár full af fjölskyldumeðlimum, vinum og nágrönnum sem komu til að kveðja. Iman, yngri systir Zain, var að fara með nokkur af norsku orðunum sem hún hafði lært í menningarfræðslunni sem hún hafði sótt í Berút ásamt foreldrum sínum og systkinum. En tilfinningar Zain voru tvíbentar. „Ég er bæði glaður og leiður. Ég mun sakna frændfólks míns hérna, en þar mun ég geta farið í skóla og lært að lesa og skrifa.“ Zain og fjölskylda hans eru núna að aðlagast sínu nýja lífi í Noregi. Zain hefur rúm til að sofa í og hann er byrjaður að fara í skóla eins og önnur börn á hans aldri. „Við sjáum sjóinn út um gluggann okkar. Mér finnst gaman að sitja við sjóinn, en ég get ekki synt í honum því hann er ískaldur!“ segir hann. Þau eru í hópi innan við eins prósents flóttafjölskyldna í heiminum sem fá tækifæri til að hefja nýtt líf í þriðja ríki. Zain segir að kannski muni hann ákveða að verða atvinnuleikari. En eins og er sé hann alsæll með að geta loksins látið draum sinn um að ganga í skóla rætast.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent
Æska Zain Al Rafeaa sem flóttadrengs í Beirút var honum innblástur í aðalhlutverki verðlaunamyndarinnar Capernaum sem skaut honum upp á stjörnuhimininn í Cannes og jafnvel lengra. Þannig hefst frásögn á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem segir frá ferðalagi ungs flóttadrengs frá Sýrlandi frá götum Beirút á rauða dregilinn í Cannes. „Hann brosir feimnislega í sjónvarpsmyndavélarnar áður en hann fer á svið fyrir framan fullan sal áhorfenda í Cannes. Hinn 13 ára gamli flóttadrengur, Zain Al Rafeaa, drakk í sig fagnaðarlæti þekktra leikara, leikstjóra og annarra stjarna kvikmyndaiðnaðarins. „Ég var lamaður, gjörsamlega lamaður,“ sagði Zain þegar hann rifjaði upp þetta súrrealíska kvöld þegar myndin „Capharnaum“, sem hann leikur aðalhlutverkið í, fékk hin virtu dómnefndarverðlaun í Cannes. „Ég hafði aldrei áður upplifað standandi fagnaðarlæti. Þau voru það besta.“ Þetta var allt svo langt frá baráttu daglegs lífs hans sem sýrlensks flóttamanns í Beirút, höfuðborg Líbanon, þar sem þessi heillandi og sniðugi unglingur sást úti á götu og var fenginn í prufu fyrir aðalhlutverkið í mynd líbanska leikstjórans Nadine Labaki. Zain var bara sjö ára þegar hann flúði frá Daraa í Suður-Sýrlandi með fjölskyldu sinni árið 2012, og leitaði skjóls í Líbanon. Hann hafði rétt lokið fyrsta bekk þegar ástand öryggismála í heimabæ hans versnaði. „Líf okkar voru í hættu. Við móðir hans þurftum að fórna því sem við héldum að yrði bara eitt skólaár, vegna öryggis hans,“ segir faðir hans, Ali Mohammed Al Rafeaa. Aðalpersóna myndarinnar, sem ber sama nafn og hann, er óskráður strákur sem býr á götunni í fátækasta hverfi Beirút og þarf að vinna til að styðja fjölskylduna sína í stað þess að fara í skóla. Án þess að hafa nokkra formlega þjálfun nýtti Zain eigin reynslu í hlutverkið, sem flóttamaður sem gekk ekki í skóla og bjó við erfiðar aðstæður. „Það hefur verið erfitt,“ sagði hann um æsku sína í útlegð, þar sem hann hefur undanfarin sex ár sofið á slitinni dýnu ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum í þröngri og rakri íbúð. „Ég hefði svo gjarnan viljað fara í skóla. Ég man daginn sem við komum hingað og ég fór út að leika. Ég lenti í slag við krakka.“ „Þegar ég sá Zain fannst mér alveg augljóst að hann yrði hetjan okkar,“ sagði Labaki. „Það er einhver sorg í augnaráði hans. Hann veit líka hvað við erum að tala um [í kvikmyndinni] og það sést í augnaráðinu."Þessi líbanski leikstjóri vissi að hún var að taka áhættu með því að hafa bara óreynda leikara en hún segir að það hafi að lokum gefið myndinni kraft sinn. „Það eru engir atvinnuleikarar í myndinni minni. Þeir eru allir að leika sjálfa sig, sitt eigið líf. Þeir lýsa allir eigin lífi á einn eða annan hátt, baráttu sinni og erfiðleikum“. Labaki segir að Zain hafi spunnið og bætt sínum eigin orðum við handritið á nokkrum stöðum á meðan á tökum stóð. „Zain getur varla skrifað nafnið sitt, samt gat hann axlað sex mánaða tökutíma á sínum litlu öxlum. Hann bætti meira að segja við sínum eigin orðatiltækjum og látbragði – sem átti sér stað á svo áreynslulausan hátt og gerði senurnar enn sterkari,” sagði hún. Capharnaum, sem verður frumsýnd í Beirút í september, tekst á við félagsleg málefni sem hafa áhrif bæði á Líbani og flóttamenn: vinnu barna, hjónabönd á unga aldri, ríkisfangsleysi og fátækt. Núna búa um 967.000 sýrlenskir flóttamenn í Líbanon – meira en helmingurinn eru konur og börn – sem gerir landið að stærsta viðtakanda flóttamanna miðað við fólksfjölda. Zain finnur enn fyrir stjörnuáhrifunum, þar sem Capharnaum var valin sem framlag Líbanon til Óskarsverðlaunanna 2019 sem besta erlenda myndin og 22. janúar hlaut hún tilnefningu bandarísku kvikmyndaakademíunnar í þeim flokki. Fjölskyldan hans hefur líka fengið langþráða hjálp, en með stuðningi Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna var samþykkt að þau fengju hæli sem kvótaflóttamenn í Noregi. En þrátt fyrir allt sem þau hafa gengið í gegnum í Líbanon var ekki auðvelt að fara þaðan. Á heitu sumarkvöldi í Beirút, kvöldið fyrir brottför þeirra, var litla íbúðin sem Rafeaa fjölskyldan hefur kallað heimili sitt í sex ár full af fjölskyldumeðlimum, vinum og nágrönnum sem komu til að kveðja. Iman, yngri systir Zain, var að fara með nokkur af norsku orðunum sem hún hafði lært í menningarfræðslunni sem hún hafði sótt í Berút ásamt foreldrum sínum og systkinum. En tilfinningar Zain voru tvíbentar. „Ég er bæði glaður og leiður. Ég mun sakna frændfólks míns hérna, en þar mun ég geta farið í skóla og lært að lesa og skrifa.“ Zain og fjölskylda hans eru núna að aðlagast sínu nýja lífi í Noregi. Zain hefur rúm til að sofa í og hann er byrjaður að fara í skóla eins og önnur börn á hans aldri. „Við sjáum sjóinn út um gluggann okkar. Mér finnst gaman að sitja við sjóinn, en ég get ekki synt í honum því hann er ískaldur!“ segir hann. Þau eru í hópi innan við eins prósents flóttafjölskyldna í heiminum sem fá tækifæri til að hefja nýtt líf í þriðja ríki. Zain segir að kannski muni hann ákveða að verða atvinnuleikari. En eins og er sé hann alsæll með að geta loksins látið draum sinn um að ganga í skóla rætast.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent