Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. mars 2019 06:15 Það gæti stefnt í átök um túlkun á verkfallsboðun. Fréttablaðið/Ernir Næsta lota verkfalla Eflingar og VR hefst á miðnætti að óbreyttu. Félögin munu þó eiga fund með Samtökum atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem það mun ráðast hvort sólarhringsverkfall muni hefjast á miðnætti. „Við mætum alltaf tilbúin til að hlusta. Þótt við séum í verkfallsaðgerðum komum við af fullri alvöru á slíka fundi. Mér finnst mjög mikilvægt að undirstrika það að verkfallsaðgerðir eru til þess að þrýsta á um að viðræður hefjist en ekki til að skemma fyrir þeim,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Efling og SA hafa ólíka skoðun á því til hvaða starfsmanna boðaðar aðgerðir myndu nákvæmlega ná til. SA leggur áherslu á að verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna þess félags sem boðar verkfallið. Þannig geti starfsmenn í öðrum stéttarfélögum sinnt sínum störfum. Efling telur hins vegar að verkfallsboðunin nái yfir alla hópbifreiðarstjóra á félagssvæði sínu þar sem félagið sé það eina sem hafi gildan kjarasamning fyrir þessa starfsstétt á því svæði. „Það getur vel verið að það sé fólk að vinna í þessum störfum sem er ranglega skráð í önnur félög. Við lítum svo á að þessi verkfallsboðun taki ekkert síður til þeirra. Þú ert ekki undanþeginn bara af því að þú ert rútubílstjóri sem er ranglega skráður í iðnaðarmannafélag til dæmis,“ segir Viðar. Í tilkynningu frá SA er bent á að rísi ágreiningur um framkvæmd verkfalla heyri það undir félagsdóm. Viðar segir viðbúið að aðilar muni láta reyna á þessa túlkun. „Við höfum okkar túlkun og munum vinna samkvæmt henni og beinum tilmælum til fólks eftir því.“ Björn Ragnarsson, forstjóri Reykjavík Excursions, segir að komi til verkfalls bílstjóra muni það hafa töluverð áhrif á þjónustu fyrirtækisins. „Við gerum ráð fyrir að þetta muni hafa töluverð áhrif á okkar dagsferðir og vorum búin að loka fyrir hluta af okkar dagsferðum. Það munu verða einhverjar raskanir og við náum ekki að sinna allri okkar þjónustu,“ segir Björn enn fremur. Hann segir að áhersla verði lögð á akstur til og frá Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert mikið meira en það sem við náum að sinna.“ Af um 200 bílstjórum fyrirtækisins eru um 30 sem eru í öðrum stéttarfélögum en VR eða Eflingu. Björn segir stjórnendur fyrirtækisins túlka þetta með sama hætti og SA, að þessir 30 séu ekki á leið í verkfall. Ætli Efling sér að sinna verkfallsvörslu miðað við sína túlkun þýði það auðvitað að starfsemin stöðvist en með því gæti Efling orðið skaðabótaskyld gagnvart farþegum sem misstu af flugi. Reykjavíkurborg hefur sent erindi til undanþágunefndar vegna aksturs skólabíla sem myndi að óbreyttu stöðvast á morgun. Niðurstaða málsins lá ekki fyrir í gær. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Næsta lota verkfalla Eflingar og VR hefst á miðnætti að óbreyttu. Félögin munu þó eiga fund með Samtökum atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem það mun ráðast hvort sólarhringsverkfall muni hefjast á miðnætti. „Við mætum alltaf tilbúin til að hlusta. Þótt við séum í verkfallsaðgerðum komum við af fullri alvöru á slíka fundi. Mér finnst mjög mikilvægt að undirstrika það að verkfallsaðgerðir eru til þess að þrýsta á um að viðræður hefjist en ekki til að skemma fyrir þeim,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Efling og SA hafa ólíka skoðun á því til hvaða starfsmanna boðaðar aðgerðir myndu nákvæmlega ná til. SA leggur áherslu á að verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum nái aðeins til félagsmanna þess félags sem boðar verkfallið. Þannig geti starfsmenn í öðrum stéttarfélögum sinnt sínum störfum. Efling telur hins vegar að verkfallsboðunin nái yfir alla hópbifreiðarstjóra á félagssvæði sínu þar sem félagið sé það eina sem hafi gildan kjarasamning fyrir þessa starfsstétt á því svæði. „Það getur vel verið að það sé fólk að vinna í þessum störfum sem er ranglega skráð í önnur félög. Við lítum svo á að þessi verkfallsboðun taki ekkert síður til þeirra. Þú ert ekki undanþeginn bara af því að þú ert rútubílstjóri sem er ranglega skráður í iðnaðarmannafélag til dæmis,“ segir Viðar. Í tilkynningu frá SA er bent á að rísi ágreiningur um framkvæmd verkfalla heyri það undir félagsdóm. Viðar segir viðbúið að aðilar muni láta reyna á þessa túlkun. „Við höfum okkar túlkun og munum vinna samkvæmt henni og beinum tilmælum til fólks eftir því.“ Björn Ragnarsson, forstjóri Reykjavík Excursions, segir að komi til verkfalls bílstjóra muni það hafa töluverð áhrif á þjónustu fyrirtækisins. „Við gerum ráð fyrir að þetta muni hafa töluverð áhrif á okkar dagsferðir og vorum búin að loka fyrir hluta af okkar dagsferðum. Það munu verða einhverjar raskanir og við náum ekki að sinna allri okkar þjónustu,“ segir Björn enn fremur. Hann segir að áhersla verði lögð á akstur til og frá Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert mikið meira en það sem við náum að sinna.“ Af um 200 bílstjórum fyrirtækisins eru um 30 sem eru í öðrum stéttarfélögum en VR eða Eflingu. Björn segir stjórnendur fyrirtækisins túlka þetta með sama hætti og SA, að þessir 30 séu ekki á leið í verkfall. Ætli Efling sér að sinna verkfallsvörslu miðað við sína túlkun þýði það auðvitað að starfsemin stöðvist en með því gæti Efling orðið skaðabótaskyld gagnvart farþegum sem misstu af flugi. Reykjavíkurborg hefur sent erindi til undanþágunefndar vegna aksturs skólabíla sem myndi að óbreyttu stöðvast á morgun. Niðurstaða málsins lá ekki fyrir í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira