Gylfi: Verður að vera nógu sterkur til að taka næsta víti 24. mars 2019 20:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Þó svo að stuðningsmenn liðsins séu ekki himinlifandi með gengi þess þetta tímabilið getur Gylfi Þór vel við unað. Hann er í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar með tólf mörk og fær að spila flesta leiki í sinni uppáhaldsstöðu. „Þetta hefur verið allt öðruvísi tímabil en í fyrra,“ sagði Gylfi sem segir þó gott að finna fyrir trausti knattspyrnustjórans Marco Silva. „Ég hef alveg verið úti á kanti á þessu tímabili en veit að hann hugsar mig fyrst og fremst sem miðjumann. Mér líður mjög vel í kringum þjálfarann og ég fæ mikið traust frá honum. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Everton komst hæst í sjötta sæti deildarinnar í desember en gaf svo verulega eftir. Gylfi segir að tímabilið hafi verið skrautlegt. „Þetta hefur verið upp og niður. Það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Við sýnum þó í stóru leikjunum hversu góðir við erum en það vantar stöðugleika og við megum ekki tapa fyrir liðum eins og Newcastle, sérstaklega þegar við náum 2-0 forystu,“ sagði Gylfi og vísar til leik liðanna fyrir tveimur vikum er Newcastle vann 3-2 sigur eftir að hafa skorað öll sín mörk á síðustu 25 mínútum leiksins.Klippa: FT Everton 2 - 0 Chelsea Gylfi er afar örugg vítaskytta og hefur alltaf verið. En í vetur hafa þrjár vítaspyrnur farið í súginn en hann náði þó að fylgja eftir spyrnu sinni gegn Chelsea um síðustu helgi og innsiglaði þá 2-0 sigur Everton. Hann segir að það hafi verið súrsætt að fagna markinu. „Það var frábært að komast í 2-0 og að skora. En ég var pirraður að hafa klikkað á vítinu,“ sagði Gylfi sem hefur þó ekki áhyggjur af þessum málum. „Ég spáði meira í þessu þegar fyrstu tvö vítin klikkuðu hjá mér. En leikmenn eins og Messi og Ronaldo hafa klikkað á yfir 20 vítum á ferlinum, ég er þó ekki með tölfræðina alveg á hreinu. En þetta er bara hluti af þessu - maður verður að vera nógu sterkur til að standa upp og taka næsta víti.“ EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. 19. mars 2019 09:30 Gylfi skorar meira fyrir Everton en búist er við miðað við tölfræðina Gylfi Þór Sigurðsson er í tíunda sæti á áhugaverðum lista í ensku úrvalsdeildinni. 8. mars 2019 09:00 Sjáðu mark Gylfa gegn Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í báðum mörkum Everton sem vann Chelsea í stærsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. mars 2019 08:00 Gylfi á meðal þeirra sem að skapa flest mörk utan toppliðanna Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spilar með einu af bestu liðunum. 11. mars 2019 11:30 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Þó svo að stuðningsmenn liðsins séu ekki himinlifandi með gengi þess þetta tímabilið getur Gylfi Þór vel við unað. Hann er í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar með tólf mörk og fær að spila flesta leiki í sinni uppáhaldsstöðu. „Þetta hefur verið allt öðruvísi tímabil en í fyrra,“ sagði Gylfi sem segir þó gott að finna fyrir trausti knattspyrnustjórans Marco Silva. „Ég hef alveg verið úti á kanti á þessu tímabili en veit að hann hugsar mig fyrst og fremst sem miðjumann. Mér líður mjög vel í kringum þjálfarann og ég fæ mikið traust frá honum. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ Everton komst hæst í sjötta sæti deildarinnar í desember en gaf svo verulega eftir. Gylfi segir að tímabilið hafi verið skrautlegt. „Þetta hefur verið upp og niður. Það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Við sýnum þó í stóru leikjunum hversu góðir við erum en það vantar stöðugleika og við megum ekki tapa fyrir liðum eins og Newcastle, sérstaklega þegar við náum 2-0 forystu,“ sagði Gylfi og vísar til leik liðanna fyrir tveimur vikum er Newcastle vann 3-2 sigur eftir að hafa skorað öll sín mörk á síðustu 25 mínútum leiksins.Klippa: FT Everton 2 - 0 Chelsea Gylfi er afar örugg vítaskytta og hefur alltaf verið. En í vetur hafa þrjár vítaspyrnur farið í súginn en hann náði þó að fylgja eftir spyrnu sinni gegn Chelsea um síðustu helgi og innsiglaði þá 2-0 sigur Everton. Hann segir að það hafi verið súrsætt að fagna markinu. „Það var frábært að komast í 2-0 og að skora. En ég var pirraður að hafa klikkað á vítinu,“ sagði Gylfi sem hefur þó ekki áhyggjur af þessum málum. „Ég spáði meira í þessu þegar fyrstu tvö vítin klikkuðu hjá mér. En leikmenn eins og Messi og Ronaldo hafa klikkað á yfir 20 vítum á ferlinum, ég er þó ekki með tölfræðina alveg á hreinu. En þetta er bara hluti af þessu - maður verður að vera nógu sterkur til að standa upp og taka næsta víti.“
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. 19. mars 2019 09:30 Gylfi skorar meira fyrir Everton en búist er við miðað við tölfræðina Gylfi Þór Sigurðsson er í tíunda sæti á áhugaverðum lista í ensku úrvalsdeildinni. 8. mars 2019 09:00 Sjáðu mark Gylfa gegn Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í báðum mörkum Everton sem vann Chelsea í stærsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. mars 2019 08:00 Gylfi á meðal þeirra sem að skapa flest mörk utan toppliðanna Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spilar með einu af bestu liðunum. 11. mars 2019 11:30 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Sjá meira
Pistill í The Times: Gylfi er sá sem heldur leik Everton liðsins gangandi Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum í síðasta leik sínum með Everton fyrir mikilvægt landsleikjahlé með íslenska landsliðinu. 19. mars 2019 09:30
Gylfi skorar meira fyrir Everton en búist er við miðað við tölfræðina Gylfi Þór Sigurðsson er í tíunda sæti á áhugaverðum lista í ensku úrvalsdeildinni. 8. mars 2019 09:00
Sjáðu mark Gylfa gegn Chelsea Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í báðum mörkum Everton sem vann Chelsea í stærsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 18. mars 2019 08:00
Gylfi á meðal þeirra sem að skapa flest mörk utan toppliðanna Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem ekki spilar með einu af bestu liðunum. 11. mars 2019 11:30
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn