Stjórnskipuleg krísa vegna óvissu um Landsrétt Sighvatur Jónsson skrifar 20. mars 2019 18:30 Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan.Á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstól Evrópu vegna skipunar dómara við Landsrétt var einna helst talað um hvernig koma mæti millidómsstigi af stað á ný. Rætt var um með hvaða hætti hinir umræddu fjórir dómarar gætu mætt aftur í vinnuna. Dómararnir fjórir eru þeir sem voru skipaðir í Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Aðrir ellefu dómarar Landsréttar sinna dómstörfum á meðan óvissa ríkir um stöðu hinna fjögurra. Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar.vísir/vilhelm Traustari lagastoðir Varaforseti Landsréttar, Davíð Þór Björgvinsson, segir að skjóta þurfi traustari lagastoðum undir fjórmenningana svo þeir geti sinnt störfum sem þeir voru skipaðir til. „Það hafa flogið hugmyndir um það að auglýsa fjórar viðbótarstöður og þeir sem þegar eru skipaðir geti sótt um þær. Það hafa heyrst hugmyndir um að það mætti setja þessa dómara í stöðurnar sem þeir eru skipaðir í og svo framvegis. Þetta er svolítið með himinskautum og það er svolítið langt seilst, í stað þess að freista þess að koma stoðum undir það fólk sem þegar er skipað,“ segir Davíð Þór. Frá málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands í dag.Vísir/Egill Boltinn hjá stjórnvöldum Formaður Dómarafélags Íslands, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, segir að það megi líkja stöðunni við stjórnskipulega krísu. „Ég held að það sé ekkert hægt að lýsa ástandinu öðruvísi.“ Ingibjörg segir það aðeins geta verið tímabundna ráðstöfun að dómararnir fjórir haldi sig til hlés. „Boltinn er hjá stjórnvöldum núna, það þarf að leysa úr þessari flækju. Ég legg áherslu á það að menn hafi í huga að sú lausn sem við komum fram með feli í sér að við endurreisum traust almennings til dómstólanna,“ segir Ingibjörg. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Formaður Dómarafélags Íslands segir óvissu um Landsrétt vera stjórnskipulega krísu. Endurreisa þurfi traust almennings til dómstóla landsins. Varaforseti Landsréttar telur vandann vera frekar pólitískan en lögfræðilegan.Á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstól Evrópu vegna skipunar dómara við Landsrétt var einna helst talað um hvernig koma mæti millidómsstigi af stað á ný. Rætt var um með hvaða hætti hinir umræddu fjórir dómarar gætu mætt aftur í vinnuna. Dómararnir fjórir eru þeir sem voru skipaðir í Landsrétt þvert á tillögu hæfnisnefndar. Aðrir ellefu dómarar Landsréttar sinna dómstörfum á meðan óvissa ríkir um stöðu hinna fjögurra. Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar.vísir/vilhelm Traustari lagastoðir Varaforseti Landsréttar, Davíð Þór Björgvinsson, segir að skjóta þurfi traustari lagastoðum undir fjórmenningana svo þeir geti sinnt störfum sem þeir voru skipaðir til. „Það hafa flogið hugmyndir um það að auglýsa fjórar viðbótarstöður og þeir sem þegar eru skipaðir geti sótt um þær. Það hafa heyrst hugmyndir um að það mætti setja þessa dómara í stöðurnar sem þeir eru skipaðir í og svo framvegis. Þetta er svolítið með himinskautum og það er svolítið langt seilst, í stað þess að freista þess að koma stoðum undir það fólk sem þegar er skipað,“ segir Davíð Þór. Frá málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands í dag.Vísir/Egill Boltinn hjá stjórnvöldum Formaður Dómarafélags Íslands, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, segir að það megi líkja stöðunni við stjórnskipulega krísu. „Ég held að það sé ekkert hægt að lýsa ástandinu öðruvísi.“ Ingibjörg segir það aðeins geta verið tímabundna ráðstöfun að dómararnir fjórir haldi sig til hlés. „Boltinn er hjá stjórnvöldum núna, það þarf að leysa úr þessari flækju. Ég legg áherslu á það að menn hafi í huga að sú lausn sem við komum fram með feli í sér að við endurreisum traust almennings til dómstólanna,“ segir Ingibjörg.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira