Innlent

Verkfallsbrot „alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ. Vísir/vilhelm
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. Í tilkynningu frá sambandinu segir að réttur til verkfalls sé „óvéfengdur“.

„Það er grundvallarréttur vinnandi fólks að bindast samtökum og leggja niður vinnu til að knýja á um bætt kjör. Sá réttur er óvéfengdur og allar tilraunir til að grafa undan honum með verkfallsbrotum er alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks,“ segir í tilkynningu ASÍ.

Hvetur ASÍ félagsmenn allra aðildarsamtaka sinna til að virða aðgerðir félaganna og koma í veg fyrir að verkfallsbrot verði framin.

Verkfallsaðgerðir Eflingar og VR eru áætlaðar á föstudag en þær ná til starfsfólks á hótelum og hjá rútufyrirtækjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×