Leonardo DiCaprio og Brad Pitt leika aðalhlutverkin í þessari mynd. DiCaprio leikur Rick Dalton, sjónvarpsleikara sem reynir hvað hann getur að hasla sér völl í kvikmyndabransanum á lokaárum gullaldar Hollywood, en Pitt leikur áhættuleikara Rick Dalton, Cliff.
Fjölda annarra stjarna fer með hlutverk í þessari mynd, þar á meðal Margot Robbie, Al Pacino, Kurt Russell, Timothy Olyphant, Luke Perry og Dakota Fanning.
Persónur DiCaprio og Pitt er skáldsagnapersónur úr hugarheimi Tarantino en Margot Robbie bregður sér í gervi leikkonunnar Sharon Tate sem var myrt af Manson-genginu 1969, eða árið sem myndin gerist.
Myndin verður frumsýnd 26. júlí næstkomandi.