Næstu skref verði að taka mið af því að styrkja sjálfstæði dómstóla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2019 14:03 Ingibjörg Þorsteinsdótitr er héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. vísir/vilhelm Stjórnvöld verða að spyrja sig hvort sú ákvörðun sem tekin verður í tengslum við Landsréttarmálið verði til þess fallin að styrkja sjálfstæði Landsréttar og auka trú fólks á dómstólum landsins. Þetta segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. Hún var einn af framsögumönnum á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm MDE sem féll í Strassborg í síðustu viku um að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þá segir hún jafnframt brýnt að sú ákvörðun sem tekin verður þurfi að taka mið af því að auka skilvirkni Landsréttar sem allra fyrst. Ingibjörg segir að uppi sé stjórnskipuleg krísa því það sé ekkert í stjórnskipunarlögunum sem segi okkur hvað við getum gert í þeirri stöðu sem er komin upp. „Hvað geta stjórnvöld gert sem mun ekki rekast á við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins?“ Aðrir framsögumenn á málþinginu vöktu athygli á því óréttlæti sem þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir ólöglega við Landsrétt stæðu frammi fyrir. Staðan sé óþolandi og ólíðandi Ingibjörg tekur undir það sjónarmið en bætti einnig við að innan raða dómarafélags Íslands væri fólk sem hefði orðið fyrir verulegum miska vegna þess að gengið hafi verið fram hjá þeim með framferði dómsmálaráðherrans fyrrverandi. Þetta væri Hæstiréttur búinn að fallast á og einum verið greiddar miskabætur. Hún segir að málið hafi gert sér erfitt fyrir að gæta hagsmuna sinna félagsmanna sem sé fyrst og fremst að tryggja sjálfstæði dómstóla andspænis pólitíkinni og að tala máli sinna félagsmanna. „Þetta er staða sem er óþolandi og ólíðandi,“ segir Ingibjörg sem bætir við að allir ættu að geta verið sammála um að þetta mætti aldrei gerast aftur. Hún veltir því auk þess fyrir sér hvernig málið hljóti að hafa haft áhrif á áhuga fólks til að sækja um starf dómara. Það hljóti að velta fyrir sér hvort það muni lenda fyrir barðinu á þessari þeytivindu sem Landsréttarmálið hefur verið. Ingibjörg segir að þetta sé nú þegar búið að vera afar langt ferli sem hafi skapað deilur, óróa og dómsmál og varpað algjörum skugga á allt það jákvæða sem tilkoma þessa nýja dómstigs átti að hafa í för með sér fyrir borgara þessa lands. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Stjórnvöld verða að spyrja sig hvort sú ákvörðun sem tekin verður í tengslum við Landsréttarmálið verði til þess fallin að styrkja sjálfstæði Landsréttar og auka trú fólks á dómstólum landsins. Þetta segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands. Hún var einn af framsögumönnum á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm MDE sem féll í Strassborg í síðustu viku um að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þá segir hún jafnframt brýnt að sú ákvörðun sem tekin verður þurfi að taka mið af því að auka skilvirkni Landsréttar sem allra fyrst. Ingibjörg segir að uppi sé stjórnskipuleg krísa því það sé ekkert í stjórnskipunarlögunum sem segi okkur hvað við getum gert í þeirri stöðu sem er komin upp. „Hvað geta stjórnvöld gert sem mun ekki rekast á við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins?“ Aðrir framsögumenn á málþinginu vöktu athygli á því óréttlæti sem þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir ólöglega við Landsrétt stæðu frammi fyrir. Staðan sé óþolandi og ólíðandi Ingibjörg tekur undir það sjónarmið en bætti einnig við að innan raða dómarafélags Íslands væri fólk sem hefði orðið fyrir verulegum miska vegna þess að gengið hafi verið fram hjá þeim með framferði dómsmálaráðherrans fyrrverandi. Þetta væri Hæstiréttur búinn að fallast á og einum verið greiddar miskabætur. Hún segir að málið hafi gert sér erfitt fyrir að gæta hagsmuna sinna félagsmanna sem sé fyrst og fremst að tryggja sjálfstæði dómstóla andspænis pólitíkinni og að tala máli sinna félagsmanna. „Þetta er staða sem er óþolandi og ólíðandi,“ segir Ingibjörg sem bætir við að allir ættu að geta verið sammála um að þetta mætti aldrei gerast aftur. Hún veltir því auk þess fyrir sér hvernig málið hljóti að hafa haft áhrif á áhuga fólks til að sækja um starf dómara. Það hljóti að velta fyrir sér hvort það muni lenda fyrir barðinu á þessari þeytivindu sem Landsréttarmálið hefur verið. Ingibjörg segir að þetta sé nú þegar búið að vera afar langt ferli sem hafi skapað deilur, óróa og dómsmál og varpað algjörum skugga á allt það jákvæða sem tilkoma þessa nýja dómstigs átti að hafa í för með sér fyrir borgara þessa lands.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Dómur MDE kom varaforseta Landsréttar verulega á óvart Án þess að vera að hvetja til óhlýðni vill Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, vekja athygli á því að ríkisstjórnin hafi mjög mikið svigrúm um það hvernig hún vinnur úr dómnum. 20. mars 2019 13:35