Musk hefur farið mikinn á Twitter í gegnum tíðina, eftirminnilegt er þegar hann sakaði einn þeirra sem unnu að björgun taílensku fótboltastrákana, um að vera barnaníðing. Þá hefur hann komist í vandræði vegna tísta sinna um að taka fyrirtæki sitt Tesla, af markaði.
Nú hefur Musk hins vegar snúið sér að tónlistinni. Musk birti í gær hlekk á Soundcloud síðu sína þar sem má finna lagið RIP Harambe, það flytur Musk undir nafninu Emo G.
Emo G Recordshttps://t.co/zsuB2NDl48pic.twitter.com/anVkKeFMGr
— Elon Musk (@elonmusk) March 30, 2019
Hlusta má á lagið RIP Harambe með Emo G í spilaranum neðst í fréttinni.